bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E60 545i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=68232
Page 1 of 3

Author:  Angelic0- [ Tue 10. Feb 2015 18:50 ]
Post subject:  BMW E60 545i

Eignaðist þennan grip fyrir c.a. 3 vikum... fékk hann upp í X5...

Image

Er voðalega ánægður með hann fyrir utan smá galla sem ég ég er að vinna í að græja...

Ágætt ef að menn gætu svarað hvað amar...

Af og til fæ ég villu á knock skynjara, meðfylgjandi eru villur sem hljóða upp á misfire á alla cyl...

Ventlafóðringarnar eru toast (ekki óþolandi non-stop smoking slæmar, en ef ég læt hann ganga lausagang lengur en 20mín kemur blátt ský þegar ég keyri burt)

Er búinn að skipta um ventlalokspakkningar, þar sem að þær áttu að leka, en þær sem að komu úr voru sennilega nýlegar...

Kem með update fljótlega, en annars er þetta voða ljúft og eyðir ekki neitt ógurlega grimmt...

Hérna eru nokkrar myndir, iPhone rusl..

Image

Image

Image

Author:  Alpina [ Tue 10. Feb 2015 20:34 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Virkilega flottur bíll,, og ruddalegt hljóð i þessu

Author:  D.Árna [ Wed 11. Feb 2015 01:05 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Gæjalegur 545..Finnst þessi bláu angel hringir ekki vera að virka en smekklegur að öðru leyti

Til hamingju með gripinn :thup:

Author:  Fatandre [ Wed 11. Feb 2015 07:03 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Smekklegur bíll.
Einhver plön?

Author:  Angelic0- [ Wed 11. Feb 2015 14:40 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Nei, láta laga þetta sem amar að og selja geri ég ráð fyrir... langar í DIESEL... þó að þetta sé vissulega ekki frekt á dropann...

Author:  Angelic0- [ Sat 14. Feb 2015 18:26 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Image

Aðeins verið að gera hann smá sætan...

20" rims og málning á hliðina + ný hurð...

er að gæla við hvaða lit ég á að setja á þessar felgur...

so far er ég hrifnastur af "Hyper Silver" og "Chrome Shadow"

hvað hafa menn verið að setja stór dekk undir E60 á 20" ? er að hugsa um 295/30 að aftan og 255/35 að framan...

Er að skoða Mtech á hann líka, PolyPropylene er væntanlega málið ??

Allavega þá er ég að finna fram og afturstuðara og sideskirts saman á 1400$ með shipping...

Author:  Angelic0- [ Tue 17. Feb 2015 18:07 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Image

Svona verður hann þangað til að ég fæ Mtech stuðarana og silsana...

Þá verða felgurnar teknar í leiðinni...

Author:  Angelic0- [ Wed 18. Feb 2015 16:08 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

V10 swap under way, hvað á ég að setja þennan N62 í :?:

Author:  IvanAnders [ Wed 18. Feb 2015 17:05 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Angelic0- wrote:
V10 swap under way, hvað á ég að setja þennan N62 í :?:


...ruslið!

Author:  IvanAnders [ Wed 18. Feb 2015 17:07 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Er samt ekki fljótlegra að færa skráninguna á milli bíla ?

Author:  Danni [ Wed 18. Feb 2015 17:33 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Spottaði þennan uppá dráttarbíl í dag :mrgreen:

Author:  Angelic0- [ Wed 18. Feb 2015 17:37 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

hahaha, skildi eftir opið á kraftinn... brandarakallar í kringum mann...

Ekkert V10 swap í gangi neitt, eina V10 sem að er til er rear subframe, og ég veit ekki einusinni hvað það er komið langt...

Image

En já, það er eitt og annað sem að er ekki alveg eins og það átti að vera... ekkert óyfirstíganlegt samt...

Hefur verið að koma upp "Engine Overheating" í iDrive, en alltaf bara blikkað og farið þegar að maður startar aftur (fyrri eigandi sagði að það væru ýmis villuboð að poppa upp, virkaði alltaf að slökkva og kveikja, active steering og dynamic drive t.d.), þetta var í 15-20sek þannig að ég drap bara á lét sækja með dráttarbíl og ætla að láta skoða þetta allmennilega...

Author:  Aron M5 [ Wed 18. Feb 2015 21:38 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Lenti í þessu á 545 hjá mér, þá var kæliviftan farinn

Author:  Angelic0- [ Thu 19. Feb 2015 16:10 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Þetta er að gerast á langkeyrslu, 90kmh+...

Fæ botn í þetta á morgun geri ég ráð fyrir...

Author:  Tóti [ Thu 19. Feb 2015 16:18 ]
Post subject:  Re: BMW E60 545i

Angelic0- wrote:
Þetta er að gerast á langkeyrslu, 90kmh+...

Fæ botn í þetta á morgun geri ég ráð fyrir...


Er þetta ekki eitthvað tengt því að þú settir 10 ára gamalt bensín á hann um daginn? :lol:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/