bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW e53 X5 Nýjar myndir bls. 4
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=68014
Page 1 of 4

Author:  98.OKT [ Sat 10. Jan 2015 18:38 ]
Post subject:  BMW e53 X5 Nýjar myndir bls. 4

Eftir allt of langa pásu frá BMW þá lét ég loksins verða að því aftur en bíllinn sem varð fyrir vallinu er BMW X5 árgerð 2001 ekinn um 182.000 km-

Hann er algjör draumur í akstri og þrátt fyrir að vera bara með 3,0 vélinni þá orkar hann fínt fyrir mig enda bara fjölskyldubíll hjá mér og líka færri hlutir til að bila :)

Ég tók hann í smá þrif í dag og gat þá loksins séð almennilega hvernig lakkið á honum er en ég keypti hann hálf blindandi enda var skíta veður og rökkur þegar ég keypti hann :o En lakkið er bara mjög gott m.v. aldur, ekki einn ryðblettur og lítið grjótbarinn en einna helst á húddinu. Mössun er þó plönuð fyrir sumarið :)

Hérna eru nokkrar myndir af honum

Image
Image
Image
Image

Hérna eru svo 19" sumarfelgurnar. Hlakka mikið til að fá þær undir enda finnst mér hann hálf aulalegur á hinum :P

Image

hérna er ein bílasölumynd af honum á sumarfelgunum

Image

Plönin fyrir hann eru ekkert rosaleg en fyrst er að laga þau smáatriði sem eru að honum en það er:

Hurðaopnunin h/m framan. Líklega slitinn barkinn. Barkinn var teygður og ég er búinn að skipta um bracketið
Rúðumótorinn v/m að aftan. Búinn að panta hann
Mótorinn sem færir stírið upp og niður. Veit ekki alveg hvað er að. Það heyrist í honum en hann virðist bara snúast en ekki grípa í neitt. Á eftir að skoða betur.
Svo eru tveir fjarlægðaskynjarar bilaðir. Ef ég finn þá á góðu verði þá kaupi ég þá, annars hef ég þetta bara óvirkt

Svo fyrir útlitið þá er það filmur í framrúðurnar (hliðar)
Breyta framljósunum svo ég losni við appelsínugulu stöðuljósin og setja angel eyes í hannBúið að breyta þeim
Svo hata ég svört ljós svo ný afturljós og hliðarstefnuljós eru á innkaupalistanum Liturinn farinn af ljósunum
Fá aðra púststúta á hann Komnir
is kittið kemur sterklega til greina en kannski ekki efst á listanum
Spacera að aftan. 20-30.mm Komnir undir
Nýjar númeraplötur komið
Fá króm nýru á hann komið
Annars er það bara venjulegt viðhald þegar á þarf að halda :)

Author:  Alpina [ Sat 10. Jan 2015 18:44 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

Til lukku,,,,,,,,,,

myndir að innan ?

Author:  98.OKT [ Sat 10. Jan 2015 19:13 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

Takk fyrir það :)

Ég var í svo mikilli tímaþröng í dag að ég náði því ekki. Mun taka myndir að innan fljótlega en leðrið er grátt í honum. Hefði viljað hafa það svart en maður getur víst ekki fengið allt...

Author:  rockstone [ Sun 11. Jan 2015 18:58 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

Flottur :thup:

Væri flott að fá is útlitspakka.
http://www.ebay.com/itm/bmw-e53-x5-4-8s ... 9d&vxp=mtr

Author:  98.OKT [ Sun 11. Jan 2015 19:06 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

Takk :)

Já það er góð hugmynd, var ekki búinn að átta mig á þeim möguleika. Ég skoða það klárlega fyrir sumarið :)

Author:  98.OKT [ Sun 11. Jan 2015 19:15 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

Svo eru reyndar púststútar komnir á óskalistann líka :)

http://www.ebay.com/itm/BMW-X5-3-0i-V6- ... 1035869400

Author:  Hreiðar [ Mon 12. Jan 2015 17:21 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

Töff þessi 8)

Author:  slapi [ Mon 12. Jan 2015 19:27 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

En þá þarftu að kaupa mér V6 X5 svo þeir passi


kannast eitthvað mikið við þennan bíl en set ekki puttan á það

Author:  98.OKT [ Mon 12. Jan 2015 19:58 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

haha já spurning um að fá sé V6 vél i hann til að þessir púststútar passi. Spurning um vél úr gömlum Toyota Forerunner?? :P

En já man ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð þennan bíl áður en hann er kannski þekktur fyrir eitthvað. Hann var á Akureyri í mörg ár. Var fluttur inn árið 2005 :)

Author:  98.OKT [ Sun 18. Jan 2015 13:52 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

Skipi um ytri hurðaopnunina á farþegahurðinni frammí í gær. Það tók mig ca. klukkutíma með öllu þökk sé youtube :D
Það er smá okur að versla þetta í BL. Þar kostar þetta 26.000.kr en kostaði mig um 7.000.kr hingað komið með öllu :o

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Gleymdi að taka mynd af nýja og gamla bracketinu saman en vírinn á gamla var orðinn ca. einum cm. lengri :o

Author:  98.OKT [ Fri 23. Jan 2015 20:45 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

Ég náði svarta litnum af ljósunum með sandpappír og mun láta glæra ljósin á mánudaginn. Einnig var ég að panta spacera að aftan og mun ég pósta myndum þegar ljósin verða orðin glæruð og spacerarnir komnir í :)

Author:  98.OKT [ Sun 01. Feb 2015 12:46 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5

Er að spá í nýjum framljósum og þessi ljós kæmu sterklega til greina http://www.ebay.com/itm/2001-2003-BMW-E ... d0&vxp=mtr

En það er spurning hvernig er að setja svona ljós í bíl sem er með original xenon ljós. Nú hef ég ekki nógu mikið vit á þessu svo ég spyr, veit einhver hvort þessi ljós myndu ganga á bílinn hjá mér?

Author:  Daníel Már [ Sun 01. Feb 2015 13:08 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5 SPURNING MEÐ NÝ FRAMLJÓS

Sorry enn mér finnst þetta skelfilega ljótt

OEM > svona dót

afhverju slíparðu ekki upp framljósinn og massar þau ? Muna looka eins og ný.

Author:  98.OKT [ Sun 01. Feb 2015 13:59 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5 SPURNING MEÐ NÝ FRAMLJÓS

Já ég er á báðum áttum með þessi ljós. Gætu verið töff á svörtum bíl mögulega. En ég ætla að breyta framljósunum hjá mér áður en ég kaupi ný, deleta appelsínugulu stöðuljósunum, búinn að kaupa angel eyes, er bara að bíða eftir þeim og reyna að laga glerið aðeins til og ef ég verð sáttur við útkomuna mun ég hætta við ný ljósaplön ;)

Author:  Mazi! [ Mon 02. Feb 2015 07:06 ]
Post subject:  Re: BMW e53 X5 SPURNING MEÐ NÝ FRAMLJÓS

Ég færi í svona ljós einsog bjarnim5 var að setja á sinn um daginn ef maður skiptir ljósunum út á annað borð.

Sjálfur ætla ég bara að skipta um plöstin og setja Angel eyes í minn X5 þá er þetta einsog nýtt.

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/