bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 19. Apr 2024 21:01

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 05:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Keypti mér í sumar þennan fína E36 328i. Langaði að gera þráð en hef ekki nennt að gera það hingað til :P

Þetta er 07/1996 original 328i beinskiptur.
Búnaður:
*Læst drif úr US M3.
*Sportsæti með leður slitflötum og tau inserts
*Short shifter (man ekki hvernig, annað hvort Z3 eða E60)
*KW lækkunarfjöðrun, sem er eiginlega ónýt.
*UUC sverari stillanlegar ballansstangir
*OEM Full M-tech
*Svartur toppur (að innan)
Og svo eitthvað meira sem ég nenni ekki að telja upp...

Upprunalega keypti ég hann með það í huga að rífa hann, en ég hélt að subframe-ið að aftan væri rifið frá body-inu. Ss. að gólfið sjálft væri ryðgað í burt.
En þegar ég setti hann upp á lyftu komst ég að því að svo var ekki, heldur var það subframe-ið sjálft sem var ónýtt. Það voru ummerki um að það hafði ryðgað í sundur áður og verið lagað með því að sjóða það saman, en fyrst það var orðið svo ryðgað fyrir þá héldu suðurnar greinilega ekki neitt. Það fylgdi annað subframe með bílnum í skottinu svo ég tók mér eina nótt í að skipta um og var farinn að keyra daginn eftir.
Image
Image

Þá ákvað ég að hætta við að rífa bílinn og frekar koma honum í þannig stand að hann kæmist í gegnum skoðun og ég gæti farið að nota hann, og nota selja síðan 318iS swap bílinn minn og nota þennan í vetur sem skólabíl. Þegar ég fór yfir ástandið þá komst ég að því að báðar hjólalegurnar að framan voru ónýtar. Það fylgdi ein ný með, en ég fór í umboðið og keypti aðra eins fljótlega og skipti um báðar.

Eftir að koma honum af stað fór ég beint í að skipta um ljósin á honum, en mér finnst þessi Hella ljós með litlu led angel eyes hringjunum alveg óendanlega ljót. Svo ég setti á hann projector ljósin og smoke-uðu stefnuljósin sem ég var með á 318iS swap bílnum:
Image

Þar sem ég var kominn með smoke-uð stefnuljós fannst mér réttast að smoke-a hvíta partinn af afturljósunum í stíl við stefnuljósin:
Image
Image

Síðan fór ég með hann í skoðun og fékk endurskoðun út á ónýtt púst, bremsuslöngufestingu á dempara og stöðuljós. Minnir að það hafi ekki verið meira.

Eeen þar sem bíllinn var orðinn löglegur á götunni með gildandi endurskoðun, þá stóðst ég ekki mátið og mátti á spóldag sem Viktor Angelic0- átti frumkvæðið af og prófaði að taka aðeins á læsta US M3 drifinu sem er í honum. Það sló ekki feilpúst en vatnskassinn hinsvegar gerði það. Við smá aukinn þrýsting útaf hitanum þá gaf sig gömul viðgerð á sprungu í forðabúrinu.
Image

Ég átti til ónýtan 6cyl vatnskassa úr 320i sem ég reif fyrir 2 eða 3 árum og datt í hug að prófa að taka forðabúrið af honum til sjá hversu erfitt það væri að skipta um. Komst að því að það er ekkert mál að skipta um þessi forðabúr! Þurfti ekki einusinni að taka vatnskassann úr bílnum.
Image

Síðan lifðu 17" afturdekkinn ekki heldur spólkvöldið af svo ég setti undir hann 16" vetrarblingið að aftan, skolaði af bílnum og fór í ferðalag til Dalvíkur!
Image
Image
Image
Er búinn að skipta um stýrið. Setti annað eins, nema ekki rifið.

Image
Yikes...

Image
Full lestaður! Fjögur í bílnum og fullt af farangri. Ótrúlegt að body-ið þoldi þetta, miðað við hvað E36 eru frægir fyrir að rífa allt undan sér að aftan.


Síðan var tekið smá skúrakvöld. Bíllinn titraði alveg fáránlega mikið í bremsum að framan og það var farið að gera mig alveg geðveikan. Svo ég ákvað að kaupa eins mikið nýtt í hann að framan og ég gat! Það voru bremsudiskar, klossar, stimplar og dælusett í báðar dælur.
Byrjaði á smá ghetto fixi á framstuðaranum, en brotið lafði alltaf niður og það fór í taugarnar á mér.
Image

Tók dælurnar í sundur og sá að það var sko þörf á uppgerð! Svona leit stimpillinn úr annarri þeirra út:
Image

Önnur dælan eftir að ég sandblés hana, spreyjaði með aluzink grunni og hónaði strokkinn:
Image

Og svo komin saman:
Image
Á myndinni fyrir ofan sést líka gömul dæla úr bílnum með klossunum sem voru í bílnum. Ég merkti inn á þykktarmuninni á klossunum en þetta stafar af því að stimpillinn var svo ryðgaður að hann fór ekki til baka eftir bremsun heldur spændist klossinn mjög hratt upp. Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að diskarnir verptust og síðan hefur verið keyrt of lengi á diskunum að það fór að koma slag í legurnar við bremsuátökin á svona mikið verptum diskum.

Allt komið saman og á bílinn:
Image

Kláraði að fá skoðun! Fékk M3 Púst hjá Viktori og lét BJB setja það undir og tengja við flækjurnar með flöngsum og alles. Hef ekki ennþá tekið myndir af því samt.
Image

Síðan var eitthvað skyndibrjálæðishugmynd að kaupa angel eyes hringi og prófa að setja í ljósin.
Image
Image
Image

Lagaði líka í leiðinni öll ljós. Þurfti að lóða loomið í skottið uppá nýtt til að fá númeraljósin og skottljósið inn og síðan voru allir hinir vírarnir að fara í sundur líka svo ég lóðaði allt draslið bara uppá nýtt. Núna kemur engin villa í check control-ið í OBC nema af og til kemur Check Coolant Level, en það er bilaður skynjarinn.

Overall er þetta perfect skólabíll. Allt kram er í 100% standi. Ég er að fara að skipta út ónýtu framdempurunum og eftir það er akkurat ekkert að bílnum mekkanísklega séð. Mjög þéttur og góður í akstri, vinnur vel, eyðir litlu (miðað við 2,8). Ekkert skynjaravesen eða fóðringar að banka eða neitt þannig. Lookið er ekki það besta. Hann er farinn að ryðga neðan á öllum hurðum, húddið líka, neðst á báðum frambrettum og allur afturgaflinn er í rugl slæmu standi, eins og sést á einni myndinni fyrir ofan. Ef það ætti að laga body-ið á þessum þannig hann liti almennilega út þá yrði það dýýýýrt.... svo ég er ennþá að spá í hvort það er þess virði að láta laga þetta body og hafa OEM 328i BSK í topp standi, eða finna gott body einhverntíman og swappa öllu yfir og vera þá með swap bíl. Sem mér finnst ekki eins mikils virði samt...

Tek ákvörðun seinna.
Hvað finnst fólki um þetta?

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 05:57 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Fri 16. Mar 2012 14:27
Posts: 1323
Flottur bíll og flott viðhald :thup:

_________________
BMW e46 320d Touring - Winterbeater


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 06:04 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Heldur betur sem þessi hefur þurft á þessu að halda!

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 09:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Er bílnum semsagt bjargandi :?:

Myndi borga sig að skipta um gaflinn að aftan :?:

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 09:07 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Gaman að sjá að þessi var ekki rifinn. :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 09:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Angelic0- wrote:
Er bílnum semsagt bjargandi :?:

Myndi borga sig að skipta um gaflinn að aftan :?:

Spurning.. Hversu mikils virði er að vera með einu oem 328i bsk sedan skraninguna á landinu? Ekki mikils sýnist mér miðað við hvað það er hægt að flakka með skráningar fram og til baka.

Geri ráð fyrir að kostnaður við að skipta um afturgafl er ca 180k með öllu.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 09:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Þá er spurningin, hversu mikið meira þarf að gera :?:

Ég man að þegar að Ingimar átti bílinn, var þetta vafalaust flottasti E36 non-M á landinu :!:

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 10:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10992
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Danni wrote:
Angelic0- wrote:
Er bílnum semsagt bjargandi :?:

Myndi borga sig að skipta um gaflinn að aftan :?:

Spurning.. Hversu mikils virði er að vera með einu oem 328i bsk sedan skraninguna á landinu? Ekki mikils sýnist mér miðað við hvað það er hægt að flakka með skráningar fram og til baka.

Geri ráð fyrir að kostnaður við að skipta um afturgafl er ca 180k með öllu.

úú,,,,þangað til 2014 hefðiru ekki þurft að taka fram sedan þarna :lol:

Annars flottur bíll og ánægður með allt sem þú hefur gert til að bjarga bílnum!

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 11:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Angelic0- wrote:
Þá er spurningin, hversu mikið meira þarf að gera :?:

Ég man að þegar að Ingimar átti bílinn, var þetta vafalaust flottasti E36 non-M á landinu :!:


Bæta pínulítið í silsa og laga botninn á öllum hurðunum og skipta um húdd og skott. Alveg helling meira sem þarf að gera en afturgaflinn er eina major.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 12:04 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Vá hvað hann er orðinn slæmur miðað við síðast þegar ég sá hann. Er hann ennþá með öllu dótinu sem Ingimar setti í hann?

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 12:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
bjahja wrote:
Vá hvað hann er orðinn slæmur miðað við síðast þegar ég sá hann. Er hann ennþá með öllu dótinu sem Ingimar setti í hann?

Jamm allt ennþá í en ég fer að skipta út KW framdempurunum þar sem þeir eru ónýtir af ryði.


srr wrote:
Danni wrote:
Angelic0- wrote:
Er bílnum semsagt bjargandi :?:

Myndi borga sig að skipta um gaflinn að aftan :?:

Spurning.. Hversu mikils virði er að vera með einu oem 328i bsk sedan skraninguna á landinu? Ekki mikils sýnist mér miðað við hvað það er hægt að flakka með skráningar fram og til baka.

Geri ráð fyrir að kostnaður við að skipta um afturgafl er ca 180k með öllu.

úú,,,,þangað til 2014 hefðiru ekki þurft að taka fram sedan þarna :lol:

Annars flottur bíll og ánægður með allt sem þú hefur gert til að bjarga bílnum!


True komu tveir oem bsk 328i Touring 2014 :P

En það sem er komið hefði ekki verið hægt án þín og átt þú sannarlega þakkir skilið fyrir aðstoðina og botnlausa varahlutalagerinn þinn :mrgreen:

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 13:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 13:51
Posts: 1833
Location: Rkv
Myndi allan daginn finna mér annað boddy, held að öllum sé sama hvort draslið er skráð 328 eða 316/318 whatever...breytir örugglega engu varðandi verð...líður eins og meirihlutinn af þessum 6cyl 2,5+ bílum séu swap og þeir eru flestallir á svipuðu verði.
Verst að það eru mjög litlar líkur á að þú finnir annan boston grænan...mjög flottur litur.

_________________
E39M5
A35AMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 14:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10992
Location: Keflavík, BMW hverfinu
BirkirB wrote:
Myndi allan daginn finna mér annað boddy, held að öllum sé sama hvort draslið er skráð 328 eða 316/318 whatever...breytir örugglega engu varðandi verð...líður eins og meirihlutinn af þessum 6cyl 2,5+ bílum séu swap og þeir eru flestallir á svipuðu verði.
Verst að það eru mjög litlar líkur á að þú finnir annan boston grænan...mjög flottur litur.

Nóg til af Boston Green sedan bílum í umferð,,,,,

LL-230
VK-499 <-- Sem er btw orðinn 328i bsk núna eftir swappið okkar Danna :D
ST-124 (orðinn heimamálaður ljótur-grænn núna)
ofl ofl :D

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 14:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 18. Oct 2012 21:28
Posts: 1514
Location: On the other side
Keep dat body boy

_________________
Honda Civic EK4 turbo 99
Honda Civic EK vti í rifi 00

Image

|E34 x1 | E36 x10 | E38 x2 | E39 x2 |

( [ o o ] [][] [ o o ] )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Nov 2014 15:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
8) :thup:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 60 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group