bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Z3 Coupe [AES]
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=67407
Page 1 of 4

Author:  Aron123 [ Fri 03. Oct 2014 15:43 ]
Post subject:  Z3 Coupe [AES]

hef ekki nennt að gera þráð um bílinn hingað til, en ætla láta vaða núna

Z3 Coupe 2.8L
ekinn 152þ/km
10/1999
M52TUB28 Double Vanos 193HP
5Gíra beinskiptur
Drif 3.15 Torsen LSD


Leðraðir Sport stólar
Topplúga
Air condition
hiti í sætum
///M stýri
///M ristar á hliðinni
Rondell58 17x8.5 framan og 17x10 aftan
Tein S lækkunargormar


eignast þennan bíl fyrir rúmlega 4 mánuðum síðan.. kaupi bílinn af frænda mínum sem hefur átt hann í 3ár og hefur staðið hjá honum mest allan tíman.

ég kaupi bílinn í döpru ástandi þá er hann varla gangfær og með brotna topplúgu og ekki búinn að fara í skoðun síðan 2011.

Þarna er ég búinn að ná honum út úr bílageymslunni sem hann stóð, vel rykfallinn
Image

það sem ég er búinn að gera síðan ég fékk bílinn


ný topplúga úr BL = 120þús með öllum mögulega afsláttum.
nýjir pólý mótorpúðar
nýjar inntaks hosur
Nýjir diskar og klossar
nýr MAF skynjari
nýr Knastás skynjari
ný kerti
nýuppteknar bremsudælur að framan
nýjar spyrnufóðringar að framan
nýjar olíur á öllu
gírkassa: Royal purple syncroMax
drif:Motul limited slip olía
Mótor: Mobil 5w30
skipti svo út ljótum surtuðum ljósum setti Amber ljós og filmaði þau rauð
og eitthvað fl. sem ég er að gleyma

rann svo auðvitað i gegnum skoðun eftir allt þetta athugasemdalaust.

Image
Image


Image
Image
Image
Image

öll skítaköst afþökkuð
:)

Author:  bjarkibje [ Fri 03. Oct 2014 15:50 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

geðveikur!!
buinn að ákveða lit eða ??

Author:  ppp [ Fri 03. Oct 2014 20:38 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

Flott hvað þú gerðir við afturljósin. Kemur vel út.

Author:  Hreiðar [ Fri 03. Oct 2014 21:53 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

Virkilega eigulegur bíll. Bara flottur hjá þér :)

Author:  Alex GST [ Fri 03. Oct 2014 22:09 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

Geggjaður bíll, þessi verður svartur áfram ekki spurning

Author:  HolmarE34 [ Fri 03. Oct 2014 23:19 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

þetta boddy bræðir mig, þú gerir þennan góðan !

Author:  D.Árna [ Sat 04. Oct 2014 12:17 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

Verður vonandi svartur áfram !

Author:  Aron123 [ Sat 04. Oct 2014 16:05 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

Takk fyrir strákar.

Jú hann verður svartur áfram :)

Author:  doddi1 [ Fri 14. Nov 2014 19:53 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

passaðu á að hafa litinn factory lit ;) það er einhverskonar fjólublá sansering á honum

Author:  D.Árna [ Sat 15. Nov 2014 08:39 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

:drool: Alltaf jafn flottur :)

Author:  Aron123 [ Sat 15. Nov 2014 16:12 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

þessi fór í vetrardvala í byrjun nóvember.. þarf að reyna smella mynd af honum við tækifæri :)

Author:  Aron123 [ Mon 01. Dec 2014 00:26 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

Aron123 wrote:
þessi fór í vetrardvala í byrjun nóvember.. þarf að reyna smella mynd af honum við tækifæri :)


Brrr

Image

kominn inn :)

Image

Author:  D.Árna [ Mon 01. Dec 2014 00:37 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

Aron123 wrote:
Aron123 wrote:
þessi fór í vetrardvala í byrjun nóvember.. þarf að reyna smella mynd af honum við tækifæri :)


Brrr..

Image


Er hann innskeifur að aftan ?

A kannski eftir að hjólastilla eða eh þannig?

Author:  Aron123 [ Mon 01. Dec 2014 00:58 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

Quote:
Er hann innskeifur að aftan ?

A kannski eftir að hjólastilla eða eh þannig?


Lookar kanski þannig á þessari mynd, en þetta er allt eins og þetta á að vera..
það er ekki hægt að hjólastilla þessa bíla að aftan. þetta er sama system og í E30

Author:  D.Árna [ Mon 01. Dec 2014 01:02 ]
Post subject:  Re: Z3 Coupe [AES]

Aron123 wrote:
Quote:
Er hann innskeifur að aftan ?

A kannski eftir að hjólastilla eða eh þannig?


Lookar kanski þannig á þessari mynd, en þetta er allt eins og þetta á að vera..
það er ekki hægt að hjólastilla þessa bíla að aftan. þetta er sama system og í E30



Já okei, annars truflað flott Zeta hjá þér kútur :thup:

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/