bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW E30 325i '89 - [KKA] | update paint work https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=67337 |
Page 1 of 5 |
Author: | KKA [ Mon 22. Sep 2014 03:25 ] |
Post subject: | BMW E30 325i '89 - [KKA] | update paint work |
Jæja þá er maður kominn aftur á BMW, og varð E30 fyrir valinu. Mig er reyndar lengi búið að langa í E30 en hef einhvernveginn aldrei látið verða af því og einnig er búið að vera lítið um þá til sölu. En um daginn þá bauðst mér að eignast svoleiðis og ég lét verða af því, skipti hondunni minni fyrir þennan ágætis E30 og er bara mjög sáttur með hann ![]() Eflaust margir sem kannast við þennan en hann er upprunalega 316 en búið að swappa M20B25 risaeðlu í hann. Það sem er búið að gera fyrir hann: - M20B25 (einhverjar flækjur á honum) - Stóra drifið 188mm 3.73 LSD (í góðu standi) - Stóru öxlarnir - 325 bremsur - 325 ballansstangir - Bilstein sport demparar + coilover sleeves - Hella Dark framljós - IS lip að frama og á skotti - SE sílsar Einnig var hann heilmálaður 2010 í mjög flottum hvítum lit, smá ryð neðst hjá afturbretti við sílsa sem þarf að taka í gegn Var svona þegar ég fékk hann, var frekar skítugur og subbulegur ![]() ![]() Frekar dapur svona, svuntan ekki á honum (inní bíl) og búið að ræna helvítis kösturunum ![]() Eins og sést á myndunum þá línar húddið ekki nógu vel og ekki hurðin heldur, þarf að stilla þetta betur af. ![]() Þrifinn og kominn inn í skúr og verið að skoða undirvagninn og leit bara nokkuð vel út miðað við tæplega 25 ára gamlann bíl ![]() ![]() Hann er með endurskoðun útá hjólstillingu, og það sést að hann er svoldið hjólaskakkur ![]() ![]() ![]() En nokkrir hlutir sem ég var velta fyrir mér varðandi bifreiðina, veit einhver eitthvað um þennan mótór? Skilst að hann sé upprunalega úr E30 cabrio hjá Sveinka? Veit einhver hvenær hann fór í og akstur eða eitthvað? Veit að það eru allavegnna flækjur á honum og hann kemur á óvart í virkni miðað við M20. Og annað sem ég var að pæla hvort að einhver viti hvað liturinn heitir (litanúmer) sem er á honum? Þarf að sprauta svuntu aftur og bletta aðeins o.fl. Hann er í ágætis standi eins og er, en það að þarf aðeins að klappa honum, nokkur smáatriði sem maður vill laga eins og t.d. rúðuþurrkur og lína framendann betur. Hann er alveg efniviður í flottan E30 og fer hann fljótlega inn í skúr í vetrardvala og verður eitthvað dundað í honum ![]() ![]() |
Author: | Hinrikp [ Mon 22. Sep 2014 04:25 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 |
Mótorinn kemur úr cabrio hjá Sveinka. Mótorinn er keyrður jafn mikið og mælaborðið segir til um, bíllinn er keyrður mun meira. Það lekur inn um framrúðu og afturljós. Glæný spyrna bílstjóramegin að framan ásamt nýjum fóðringum og ný spyrnufóðring vinstra megin. Nýir klossar og diskar að framan. Það voru lagðar nýjar bremsulagnir sumarið 2013. Lekur smá úr stýrismaskínunni (e36 maskína) Vantar gluggalistann bílstjórameginn. Allt atriði sem að ég sagði við kaupanda sem að hrjáði bílinn. Eflaust eitthvað sem að ég er að gleyma. Já litanúmer, getur spurt GB tjónaviðgerðir um það. Löguðu og máluðu part af framendanum eftir að nágranni minn bakkaði á bílinn. |
Author: | KKA [ Mon 22. Sep 2014 04:33 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 |
Já ókei takk fyrir upplýsingarnar ![]() |
Author: | D.Árna [ Mon 22. Sep 2014 06:24 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 |
Verður gaman að fylgjast með þessu í vetur ![]() Er þetta ekki bara alpine weiss? Stendur það ekki á demparaturninum ? |
Author: | Hinrikp [ Mon 22. Sep 2014 07:07 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 |
D.Árna wrote: Verður gaman að fylgjast með þessu í vetur ![]() Er þetta ekki bara alpine weiss? Stendur það ekki á demparaturninum ? Nei, bíllinn var málaður mun hvítari en Alpine Weiss II . Sést best innaná skottlokinu munurinn á litnum. |
Author: | Alpina [ Mon 22. Sep 2014 07:29 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 |
ATH.. framrúðan er ekki límd i oem !!!!!!!! heldur er gúmmi pakkning allann hringinn UTAN um rúðuna en vélin er án vafa eins sú ,, MEST HEALTHY oem M20B25 sem ég hef ekið.. og eða heyrt um.. ((mér er alveg sama þó ég sé hlutdrægur en þetta er samdóma álit ansi margra)) Hafðu þetta bara oem og það er flott afl i þessu til lukku með þetta ![]() |
Author: | arnorerling [ Mon 22. Sep 2014 10:03 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 |
Loksins gerðiru einhvað að viti hehe ![]() Þarf að kikja a þetta hja þer! |
Author: | HolmarE34 [ Mon 22. Sep 2014 11:32 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 |
KKA kominn a bmw , verður gaman að fylgjast með þessu |
Author: | Páll Ágúst [ Mon 22. Sep 2014 11:33 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 |
Það hefur nú gerst áður og ekki endaði það vel ![]() |
Author: | Svenni Litli [ Mon 22. Sep 2014 13:16 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 |
bara flottur! svo viðbjóðslega skemmtilegur bíll! |
Author: | gylfithor [ Tue 23. Sep 2014 09:27 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 |
virkilega svalur e30 hjá þér, efast ekkert um að þú gerir hann enn betri ![]() |
Author: | KKA [ Thu 25. Sep 2014 02:40 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 (325) - KKA |
Takk fyrir góð komment ![]() Var að finna gamla þráðinn um bílinn þegar Robbi318is átti hann http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=14006 mjög gaman að fletta í gegnum hann og gaman að sjá myndir af uppgerðinni og hvernig hann var hérna árum áður ![]() Ein gömul mynd af honum eins og hann var 2006 haha fyndið að sjá hann með þetta kitt ![]() Og síðan ein frá 2010 þegar hann var nýmálaður og á flottum felgum (Kerscher KCS 17" 9,5 og 8,5). Planið útlitslega séð er að fara eitthvað í þessa áttina aftur ![]() ![]() En já @Sveinbjörn það er alveg merkilegt hvað þessi M20 er hress ![]() |
Author: | Angelic0- [ Thu 25. Sep 2014 02:44 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 (325) - KKA |
hahaha, þessi bíll... þoldi ekki kittið á þessum og bílnum hjá Svenna Tiger... EN.... ég var að fíla bottlecaps felgurnar svona skítugar... haha... spurning að láta mála þær gunmetal fyrir vetrartíðina ![]() |
Author: | KKA [ Thu 25. Sep 2014 02:48 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 (325) - KKA |
Angelic0- wrote: hahaha, þessi bíll... þoldi ekki kittið á þessum og bílnum hjá Svenna Tiger... EN.... ég var að fíla bottlecaps felgurnar svona skítugar... haha... spurning að láta mála þær gunmetal fyrir vetrartíðina ![]() haha spurning um að láta þær sjást sem sjaldanst á bílnum þær draga hann svo niður, þetta eru bara 14" skurðarskífur ![]() |
Author: | Danni [ Thu 25. Sep 2014 02:48 ] |
Post subject: | Re: BMW E30 316 (325) - KKA |
M20 má líka eiga það framyfir M50 series vélarnar að það er alveg 100x flottara hljóð í þeim! Ég gæti alveg sætt mig við 170hp í staðin fyrir 190hp bara fyrir hljóðið ![]() |
Page 1 of 5 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |