Eins og sumir vita þá er ég búinn að vera að dunda við að smíða mér KEPPNIS compact...
Ákvað að setja þetta inn núna vegna þess að það er vonandi eitthvað að fara að gerast í þessu...
Planið er "PRO-STREET", FIA approved, og kíkja á Gatebil í sumar...
Það sem að ég er með:
E36/5 Compact
E36 M3 RHD
Tuningart Coilovers
188mm 3.64 LSD, 168mm 3.45 opið drif & 188mm 3.15 opið drif..
Miller WAR chip
Efni til að smíða búr
Það sem að ég er að gera er:
Swappa S50B30 m/WAR chip í E36 ti (Compact), og nota TuningArt Coilover í hann
M3 bremsudiskar, framan og aftan, nota BREMBO bremsudælur úr E38 730i að framan
Eibach Cross-Brace & Strut Brace og Alpina Softline 18" felgur, 10" að aftan eftir breikkun

Michelin Pilot PS2s 235/35ZR18 að framan og 255/30ZR18 að aftan.
Veltibúr & LICO körfustólar, 5 punkta harness.
Keypti M3 með ónýta stangalegu, reif sundur og það sá ekkert á sveifarásnum, setti ACL legur í og snéri strax annari legu án þess að skaða sveifarásinn, er kominn með nýja stimpilstöng fyrir þann cyl svo að núna er þetta taka tvö með nýtt sett af ACL
M3 mun lifa áfram með LT4/T56 swap, en bara ekki alveg strax...
Miller WAR Chip, er með 4 tunes... STOCK, Mellow, Medium og RACE (98okt required)... Launch Control & MAF DELETE...
Innréttingin er komin úr (148kg þar) eina sem að er eftir er mælaborð og hurðarspjöld er búinn að setja í hann LICO körfustóla & 5 point harness...
Er kominn með flotta kúplingu og ltw flywheel...
Body er ekið 143.000km, mótor 107.000mílur...
Langar í N2O, en veit ekki hvort að því er þorandi á S50...
Hérna eru svo nokkrar myndir...

S50 í sínu veldi...

Hundurinn minn, Bruno kom út í skúr og bað um að fá að vera með...

Svona stendur þetta í dag, bíða eftir setti af ACL og setja saman...

Svona leit sveifarásinn út áður en ég þreif hann, þetta eru leifar af ACL legunum sem að fóru síðast í....

Þreif þetta með bómull og rauðspritti og þetta virðist hafa sloppið...

ZF320 kassinn, planið er að þrífa þetta allt....

Sama með S50, ógeðslegt olíusmit og viðbjóður ætla að strippa allt af mótornum og þrífa vel áður en þetta fer ofaní...

BREMBO dælurnar...

TA Coilovers, perfect stillt... firm og ekkert lausir gormar eða neitt rugl...

Vona að hann verði 1000kg, sem að er ekkert fjarlægur draumur þar sem að Barteks 325ti er 1200kg með öllu...

Vona að þið hafið gaman að þessu...
Planið er að létta bílinn, vona að hann verði ekki mikið yfir 1000kg. Verð allavega ekki ánægður nema hann fari undir 1100kg..
Held að þetta verði mjög fínn bíll með BREMBO og almennilegri fjöðrun, ætla að prófa hann með þessu Tuningart dóti og ef að það breytist í drasl fljótlega er planið að kaupa Bilstein PSS10s, mér langar að segja að ég muni kaupa mér ÖHLINS fjöðrun í hann, en það kostar alveg MORÐ...
Bremsumálin verða þessar 4pot BREMBO dælur sem að koma á 730i V8 með 316mm diskum, part nos.
34111163757
&
34111163758
Eiga samkvæmt mínum rannsóknum að virka flott með OEM M3 diskum (315mm), kæla vökvann 160% betur allavega... dælurnar boltast ekki beint á, en ég fann partno. fyrir BREMBO bracketið sem að þarf til að láta þetta passa...
Varðandi drifrásina, þá er planið að nota 3.64 LSD sem að ég fékk úr E34 520i, sé til hvort að ég nota 3.15 hlutfall úr E36 325i, og nota þá stærri E30 öxlana... þetta E34 drif er með 6bolta flangsinum svo að M3 drifskaptið boltast beint í
Ég pósta meira hér þegar að eitthvað meira gerist, þetta er eiginlega búið að vera svolítið mikið á hold þar sem að við urðum að klára 325ti Compactinn hans Barteks...