BMW 750iL ættu flestir að kannast við þennan. SR317
Keypti hann af Markúsi í apríl og er hrikalega ánægður með hann.
Er ekki búinn að gera neitt spes við hann undanfarið, bara viðhald og laga.
Það sem ég hef gert.
Keypti nýtt Throttle body frá þýskalandi því ég fékk elskulega EML ljósið og það hvarf eftir að nýja throttle bodyið kom í.
Búinn að kaupa annan 750 endakút því hinn er hrikalega slappur og hann fer eftir nokkra daga, eftir það fer hann í skoðun.
(Komið, setti nýtt pústkerfi undir hann!)
*Ný kerti
*Ný olíuöndun.
*Loftsía og olíusía.
Það sem er næst hjá mér.
Það er slag á skiptingunni og ég fer með hann á Ljónsstaði og læt laga það.
Leiðinlegt hljóð í fjöðrunni og set líklega bara venjulega fjöðrun í hann í staðinn.
Er síðan alltaf að leita að réttu felgunum undir hann, M parallel t.d.
Markús er búinn að vera algjör snillingur og hjálpa mér með mest allt þetta.
Er því miður á sölu því ég er byrjaður í skóla, en ef hann selst ekki þá held ég bara áfram með hann.
BMW 750iL
* 1991 (17/12/1991)
* 240.000km
* Macaoblau Metallic(250)
* Vélin er 5.0L, V-12, 8.8:1, SOHC og heitir M70, léttáls vél sem skilar 295 hestöflum @ 5200rpm og 450Nm @ 4100rpm
* 4-Þrepa skipting m/overdrive og Sport/Economy/Manual stillingu.
* Eiginþyngd 1980kg
* Staðalbúnaður er:
- Þokuljós að framan
- Málm lakk
- First aid kit
- Leður stýri og gírhnúi
- Armpúðar framí
- Armpúðar afturí
- Cruise Control
- Climate Control&Aircondition (Þyrfti að fylla á kerfið)
- Aksturstölva(OBC)
- Speglar í sólskyggni(Upplýstir)
- Servotronic
- Litað gler(Ljósblátt)
- Rafmagnsrúður framan og aftan
- Samlæsingar m/fjarstýringu
- Rafmagn og hiti í speglum
- Sjálfskipting
- Veltistýri
- Hitaðir rúðupiss spíssar
- Full teppalagt skott
- Loftnet fyrir útvarp í afturrúðu
- Viðarlistar
- Hituð læsing á bílstjórahurð
- Spól og skriðvörn(ASC)
- Kortaljós frammí
- ABS(Anti-lock Braking System)
- Rafmagn í aftursætum og höfuðpúðum
- Anthrazit Buffalo leður í hurðaspjöldum, sætum, miðjustokk, hanskahólfi
- Þvottur á framljósum
- Lesljós afturí
- Rafmagn í framsætum og höfuðpúðum með mjóbaksstuðningi, 3 minni og hiti.
- LAD Sjálfstillandi fjöðrun að aftan með Sport/Comfort stillingu.
- Rafmagns gardína í afturrúðu
- Park ventilation með tímastillingu
- Aukalyklar
- 15'' Original felgur með fínum vetrardekkjum. Eða 15'' bbs basket.
*Aukabúnaður er eftirfarandi:
- 3.91 Limited Slip Differential 25%
- Electronic Damper Control
- Loftpúði fyrir ökumann og farþega framí
- Þjófavörn
- Sjálfvirkt soft close á skottloki
- Tvöfaldar rúður tintaðar rúður(ljósbláar)
- Lift-up-and-slide-back sóllúga með rafmagni
- Gardínur í hliðarrúðum afturí (Ekki virkar)
- Viðvörunar þríhyrningur og First Aid kit.
- Sjálfvirkur baksýnisspegill
- Skíðapoki
- Xenon framljós og þokuljós
- Automatic Air Flow Control
- Auxiliary Heating
- BMW Cellullar Telephone
- HiFi Hljóðkerfi
- Loftnet fyrir símstöð
- National version Þýskaland/Austurríki
- Tölvukubbar frá Wokke, 36hö & 80NM aukalega
- Hella Dark Replicur
- Aftermarket CD Spilari
- Individual búnaður er:
- Litur MACAOBLAU METALLIC (250)
- Shadow-Line
Hendi svo inn nýjum myndum þegar ég finn réttar felgur
