bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=67042
Page 1 of 4

Author:  bjarkiskh [ Mon 18. Aug 2014 04:49 ]
Post subject:  Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing

Image Image
Jæjja keypti þennan í gær, fyrsta sinn sem ég eignast e39 og gæti ekki verið sáttari. Plönin eru ekkert svakalega mörg þar sem þessi er ágætlega vel búinn en það er smá sem má gera til að gerann flottari :)

Bmw e39 540 v8 Sedan
árgerð: 1999
Sjálfskiptur: 5 gíra Sequential
Titanium Silver
fluttur inn 2005, keyrsla í 170k þá
Keyrður 242k núna
Vél: M62TUB44
Drif: 3.15 læst hlutfall úr M5
210 kW (286 PS; 282 bhp) @ 5400 440 N·m (320 ft·lbf) @ 3600 6.0/6.3 (MT/AT) Top speed: 250 km/h (155 Mph)
1660 kg
Eyðslan er mjög misjöfn, getur verið 12L/100 innanbæjar í algjörum sparakstri en er 14-15L hjá mér með inngjöf. Í langakstri er hann ca 8L/100 sem er alveg ásættanlegt.
70L tankur, range'ið 569 Km
Svört leðursæti með hita og rafmagni
Topplúga
6 diska magasín
Aðgerðarstýri
Cruise control
bílasími
Filmur í afturrúðum
Facelift ljós með gulum angel eyes og xenon
M-tech fram og afturstuðari
Lip á skotti
18" M-Parallel
16" Styling 15
Full smurbók

það sem hefur verið skipt um samkv fyrri eiganda:
- Nýir knastásskynjarar
- Ný viftukúpling
- Nýr vatnslás
- Bremsudæla v/f tekin upp
- Hjólalegur að framan
- Báðar spyrnur h/f
- Ballanstangarendar allan hringinn
- Ný skottlyklaskrá
- Ekki var hægt að opna báðar afturhurðarnar að aftan að utan en gert var við það


Ég byrjaði á að skipta um takka í fjarstýringunni og þreif hann svo nokkuð vel:

Image Image

Mín plön eru eftirfarandi:

M hliðarspegla
Pússa allt ryð í burtu, sprauta og laga hagkaupsbeyglur
EF ég fer í felguskipti þá fæ ég mér BBS LM í staðinn og hugsanlega mun ég þá gera shadowline
Kannski fá mér stóra skjáinn
Betri græjjur/Bassabox í skottið
Hugsanlega coilovers/lækkunargorma eða slíkt seinna meir

Annars er það bara venjulegt viðhald, plönin verða líklega "marathon" :)

Image Image
Image Image
Image Image
Image Image
Image Image
Image Image
Image Image
Image Image

Author:  Birgir Sig [ Mon 18. Aug 2014 06:59 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

sko kallinn,

flottur bíll, rúntaði mikið á honum í kringum 2007 þegar Árni félagi minn átti hann,,
hann setti einmitt m5 drifið í hann og það svínvirkaði.

sáttur með öll plönin en það var í tísku að mála toppin svartan árið 2007. :thup:

Author:  Alpina [ Mon 18. Aug 2014 07:54 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Massaflottur 8) :thup: :thup: :thup: bíll

Author:  D.Árna [ Mon 18. Aug 2014 08:36 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Klikkaður E39

Þú gerir gott enn betra 8)

Author:  gylfithor [ Mon 18. Aug 2014 09:00 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

virkilega flottur e39 hja þer, efast ekkert um að þú gerir hann góðann meða við e36inn hja þer.
Finnst samt m5 pústið vera slæmt plan

Author:  bjahja [ Mon 18. Aug 2014 09:24 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Virkilega flottur :thup:

Author:  bjarkiskh [ Mon 18. Aug 2014 15:33 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

heyhó komdu með rök :D haha afhverju er ekki flott að hafa tvö tvöfalda endakúta?

en svo er ekkert 100% að ég geri toppinn svartann en mér finnst það samt klikkað töff

planið var að gera hann svona: En það er ekkert ákveðið

Image
Image

Author:  tolliii [ Mon 18. Aug 2014 15:40 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Geggjaður bíll, mun betra eintak en það sem ég var með! ... það er alveg greinilegt.

Author:  Þorri [ Mon 18. Aug 2014 16:56 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Birgir Sig wrote:
sáttur með öll plönin en það var í tísku að mála toppin svartan árið 2007. :thup:




Er það semsagt hætt að vera flott?

Author:  Dagurrafn [ Mon 18. Aug 2014 23:32 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Þorri wrote:
Birgir Sig wrote:
sáttur með öll plönin en það var í tísku að mála toppin svartan árið 2007. :thup:




Er það semsagt hætt að vera flott?



bara orðið virkilega virklega þreytt imo :thdown:

annars er þetta mjög flottur bíll og M-paralellið kemur fáránlega vel út á honum! til hamingju með hann :thup:

Author:  rockstone [ Tue 19. Aug 2014 08:07 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Ekkert að svörtum topp :thup: Til hamingju með bílinn flottur :wink:

Author:  Birgir Sig [ Tue 19. Aug 2014 10:31 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Þorri wrote:
Birgir Sig wrote:
sáttur með öll plönin en það var í tísku að mála toppin svartan árið 2007. :thup:




Er það semsagt hætt að vera flott?



svartur toppur og svartar felgur er löngu hætt að vera flott.. þó að hondu snáðarnir segji að það sé töff :)

Author:  D.Árna [ Tue 19. Aug 2014 10:46 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Birgir Sig wrote:
Þorri wrote:
Birgir Sig wrote:
sáttur með öll plönin en það var í tísku að mála toppin svartan árið 2007. :thup:




Er það semsagt hætt að vera flott?



svartur toppur og svartar felgur er löngu hætt að vera flott.. þó að hondu snáðarnir segji að það sé töff :)



Svartur toppur getur alveg verið flott með hvítum/silfruðum eða ljósbláum bíl :)

Sammála með svartar felgur annars.

Author:  bimmer [ Tue 19. Aug 2014 10:51 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Svartur toppur er flottur..... á Hondu.

Author:  bjahja [ Tue 19. Aug 2014 10:51 ]
Post subject:  Re: Bmw e39 540i 1999 Mtech, Silver, M5 driflæsing,18"M-Para

Birgir Sig wrote:
Þorri wrote:
Birgir Sig wrote:
sáttur með öll plönin en það var í tísku að mála toppin svartan árið 2007. :thup:




Er það semsagt hætt að vera flott?



svartur toppur og svartar felgur er löngu hætt að vera flott.. þó að hondu snáðarnir segji að það sé töff :)


Það er nú bara misjafnt hvað fólki finnst flott, eins og þú sagðir þá ert þú ert að tala um hvort hlutir séu í tísku eða ekki

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/