bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 325i cabrio - Bjahja
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=67039
Page 1 of 2

Author:  bjahja [ Sun 17. Aug 2014 23:35 ]
Post subject:  BMW 325i cabrio - Bjahja

Jæja þá er maður fluttur til landsins aftur og ég ætlaði að kaupa mér einhvern praktískan fjölskyldubíl, nýlegan 320d touring eða eitthvað svipað. En svo endaði maður auðvitað á að kaupa sér cabrio :lol:

En allavegana þá er ex-m3 eins og margir vita, hefur átt betri daga en bjarkiskh er búinn að taka hann vel í gegn og bílinn er orðinn nánast perfect að utan. En það er alveg hellingur af dóti sem þarf að gera, byrja á að koma honum í gegnum skoðun. Kaupa svo nokkra þéttilista svo maður finni fyrir því að maður sé með blæjuna uppi, headlinerinn hangir bara útum allt og svo þarf bara að taka alla innréttinguna algjörlega í gegn og svona.

Þannig að planið er bara að klára hann hægt og rólega og gera hann nokkuð góðann. Eina viðbótin sem er á planinu fljótlega er að redda mér hardtop.

Ein metnaðarlaus mynd til að byrja með

Image

Author:  bimmer [ Sun 17. Aug 2014 23:45 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Til hamingju með þetta - efast ekki um að þú gerir hann tip top.

Author:  srr [ Sun 17. Aug 2014 23:53 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Þarf ekki bjahja felgur undir þetta? :lol:

Author:  bjahja [ Sun 17. Aug 2014 23:54 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Hmmmm, þyrfti maður ekki að redda sér vetrarfelgum :lol:

Author:  gardara [ Mon 18. Aug 2014 00:13 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Til hamingju, verður gaman að fylgjast með þessum :)

Author:  Páll Ágúst [ Mon 18. Aug 2014 00:16 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Prumpaði á hann inní aðstöðu hjá arnþóri :alien:

Author:  Alpina [ Mon 18. Aug 2014 07:59 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Til lukku með þetta

Author:  D.Árna [ Mon 18. Aug 2014 08:34 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Snyrtilegur Þristur 8)

Author:  jens [ Mon 18. Aug 2014 09:32 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Flottur, til lukku með þennan.

Author:  JonasGunnar [ Wed 20. Aug 2014 13:12 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Sá þennan áðan, hrikalega snyrtilegur! :thup:

Author:  bjahja [ Thu 21. Aug 2014 17:41 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Fljótt skipast veður í lofti, þessi er seldur. Ég náði nokkrum rúntum í sólinni :lol:

Author:  bimmer [ Thu 21. Aug 2014 17:51 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Gekk ekki að selja þetta sem praktískan family bíl??? :)

Author:  D.Árna [ Thu 21. Aug 2014 23:35 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Vonandi að þessi gangi ekki á milli manna eins og vændiskona, of mikill peningur og vinna farinn í þennan bil.

Author:  Danni [ Fri 22. Aug 2014 00:32 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

D.Árna wrote:
Vonandi að þessi gangi ekki á milli manna eins og vændiskona, of mikill peningur og vinna farinn í þennan bil.


True. Að hugsa sér, fyrir aðeins 3 árum síðan var þetta E36 Coupe.

Author:  D.Árna [ Fri 22. Aug 2014 00:36 ]
Post subject:  Re: BMW 325i cabrio - Bjahja

Danni wrote:
D.Árna wrote:
Vonandi að þessi gangi ekki á milli manna eins og vændiskona, of mikill peningur og vinna farinn í þennan bil.


True. Að hugsa sér, fyrir aðeins 3 árum síðan var þetta E36 Coupe.


"Niðurstaða leitar:

Tegund:
BMW - 325IS (Ljósblár)
Skráningarnr:
YU438
Fastanr:
YU438
Verksmiðjunr:
WBABF331XNEF37739
Fyrst skráð:
01.01.1991
CO2 losun:
g/km
Eiginþyngd:
1400 kg
Staða:
Frestur til 29.08.2014
Næsta skoðun:
01.08.2015"

:lol: :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/