bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW e90 320i 2005 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=67005 |
Page 1 of 1 |
Author: | davrey [ Thu 14. Aug 2014 23:08 ] |
Post subject: | BMW e90 320i 2005 |
Góðan daginn, ég keypti mér minn fyrsta bíl, AUÐVITAÐ BMW ![]() ![]() ![]() Bíllinn er keyptur ekinn 121.700km ![]() ![]() ![]() Endilega commentið og segið hvað ykkur finnst ég geta gert til að gera hann flottari! |
Author: | rockstone [ Fri 15. Aug 2014 00:44 ] |
Post subject: | Re: BMW e90 320i 2005 |
Flottur, til hamingju ![]() Hugmyndir um breytingar frá mér væri, felgur 18-19", lækkun, mtech, filmur, hvít/rauð afturljós smoked. Ýmsilegt í boði ![]() Annars er mjög mikilvægt að sinna réttu viðhaldi og fara með bílinn á smurningu á réttum tíma, nota orginal síur og svona, því þessir 4cyl mótorar sem eru í facelift e46 og svo í e90/e92 eru með viðkvæman búnað sem kallast Valvetronic ![]() http://cdn.taken.photos/images/www.wall ... r-pics.jpg |
Author: | davrey [ Fri 15. Aug 2014 08:46 ] |
Post subject: | Re: BMW e90 320i 2005 |
Takk fyrir ![]() Já það var líka meginástæðan fyrir því að ég valdi þennan að hann hafði fengið toppviðhald frá fyrri eigendum og með góða smurbók, nokkrir hlutir nýjir undir húddinu á honum, og nánast allt nýtt í bremsum og nýjir gormar að framan. Það myndi gera svo mikið fyrir hann að filma hann með 20% að ég er að spá í að gera þetta strax. Stærri plön eins og lækkanir eru kannski frekar neðarlega á listanum hjá mér eins og er vegna fjárskorts, ég er nefnilega ekki orðinn 17 ára og er í skóla, reyndar á ég afmæli þann 16. ágúst og fæ prófið á réttum tíma. Þessir tveir dagar eru búnir að líða eins og tvö ár og ég get ekki beðið um að komast út í umferðina á flottum BMW ![]() ![]() Ég fór einmitt til keflavíkur í fyrradag til að söluskoða annan svona bíl sem leit mjög vel út, var rétt keyrður yfir 80 þúsund og var módel 2007, lét lesa af honum og viti minn, valvetronicið var í steik, bíllinn hafði mjög sjaldan verið smurður og ekkert í 20þús km, það var bilun í stöðugleikakerfi og svona 8 aðrir hlutir sem voru að honum, svo hljómaði vélin í honum í þokkabót eins og dísel! |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |