bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 318 E30 Cabriolet "91
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=66954
Page 1 of 2

Author:  omar94 [ Fri 08. Aug 2014 12:10 ]
Post subject:  BMW 318 E30 Cabriolet "91

Danni, djöfullinn hér á spjallinu, flutti inn fyrir mig þennan frá Þýskalandi nú á dögunum og er ég mjög sáttur með bílinn. ég er fjórði eigandi og tveir af þremur fyrri eigendum eru konur enda er bíllinn mjög þéttur en mætti þó aðeins fara í lakkið á honum.
þetta er BMW 318i E30 Cabriolet 1991 með leðri, rafmagnblæju og svo fylgdi með honum hardtop þar sem ég hugsa að ég nota hann eitthvað í vetur.

plön.
( ) afturstuðari, hinn er brotinn
( ) ný afturljós og gera þau alveg rauð
( ) gera við gat á blæjuni
( ) pússa allt ryð og bletta og mála yfir það
( ) skipta um gírhnúa
( ) fjarlægja augnbrýr

svo langar manni að gera margt annað eins og felgur, heilsprautunn og stærri vél en efast um að ég fari í það, ég ætla fyrst og fremst að halda honum góðum, sinna viðhaldi og nota hann.

Image
Image
Image

fyrri eigandi spreyjaði mattsvörtu spreyji yfir alla ryðbletti á bílnum :/
Image
Image
Image
Image
þessi týpiska rifa.
Image
Image

Author:  einarivars [ Fri 08. Aug 2014 12:14 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

næs, verður gaman að sjá þennan á götum borgarins

Author:  pattzi [ Fri 08. Aug 2014 14:25 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

Nauhh er tessi kominn a skagann verð að sja hann hja þer við tækifæri vinur :)

Author:  omar94 [ Fri 08. Aug 2014 19:58 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

ég fjarlægði augnbrýrnar, ljótu rúðupissgaurana og pússaði niður ryð og mattsvarta spreyjið eftir fyrri eiganda og málaði. svo keypti ég afturstuðara af Danna Djöfli og svo gaf hann mér afturljós, WHAT A NICE GUY!
stefni á mössun eftir helgi :P
Image

Image

Author:  Danni [ Fri 08. Aug 2014 23:15 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

Mætti honum á fimmtudaginn þegar ég var að fara norður. Lookar vel. Til hamingju!

En þessar felgur..... komu þær í 4x100?

Author:  Alpina [ Fri 08. Aug 2014 23:31 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

Til lukku....

velkominn í hóp E30 blæju eiganda

Author:  jens [ Sat 09. Aug 2014 00:13 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

Flottur bíll hjá þér og Flottur gangur í breytingum.

Author:  Angelic0- [ Sat 09. Aug 2014 00:23 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

lítur út eins og það þurfi að klappa honum aðeins...

flottur bíll samt, ekki að ég fíli E30 samt :santa:

Author:  Djofullinn [ Sat 09. Aug 2014 00:31 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

Ekki lengi að þessu :thup:

Author:  D.Árna [ Sat 09. Aug 2014 16:48 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

Efnilegt project

Author:  omar94 [ Sat 09. Aug 2014 19:31 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

Það virðist vera að þessar felgur komu i 4x100, nema að bíllinn se 5lug swappaður, eg hef ekki tékkað a þvi.
Það er ekki mikið Meira sem þarf að gera fyrir þennan bil, er buinn að keyra hann mikið i dag og það er alveg yndislegt að keyra hann. Greinilega mjög vel viðhaldin bill i sinu heimalandi.

Author:  jens [ Sat 09. Aug 2014 22:26 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

Ertu búin að skoða eins og ég var að tala um hvort þetta séu OEM felgur, man eftir svona felgum sem komu í kringum '91.

Author:  jens [ Sun 10. Aug 2014 00:27 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

http://www.wheelinnovations.com/popup.php?id=5294&c=w

Author:  Angelic0- [ Sun 10. Aug 2014 00:30 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

Ég hefði getað sagt ykkur að þetta væri OEM, 325e bíllinn sem að ég átti kom á svona orginal.. ég á felgurnar ennþá... í geymslu e'h staðar í skeifunni hahaha...

finnst þetta svo ljótt að ég hef ekki sótt þetta ennþá... ég var minntur á þær í fyrra samt... keypti bílinn btw 2005...

Author:  jens [ Sun 10. Aug 2014 00:47 ]
Post subject:  Re: BMW 318 E30 Cabriolet "91

Ætlaði að kaupa mér svona felgur '92 í Bílaumboðinu Krókhálsi $$$

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/