Yes baby,,,,,ég fékk loksins draumabílinn í flotann.
E24 er búinn að vera fjarlægur draumur í langan tíma hjá mér en það rættist úr því fyrir skömmu.
Fékk bíl sem er búinn að standa ónotaður síðan árið 1994.
Sami eigandi frá 1989-2012 þegar annar maður fær bílinn og á hann þangað til í síðasta mánuði þegar ég fæ hann.
Bíllinn fór af götunni 11.11.1994
E24 628 CSI 1981Typschlüssel: 5141
Katalysator: ohne
Sichtschutz: nein
Lenkung: links
Getriebe: automatisch
Baureihe: E24
Ausführung: Europa
Bezeichnung: 628CSi
Motor: M30
Karosserie: Coupé
Produktionsjahr: 07/1981-- ekkert fæðingarvottorð í boði þar sem hann er það gamall.
Bíllinn er semsagt 628 CSi, framleiddur 1981.
Sjálfskiptur með M30B28 mótor.
Ekinn 165.000 km frá upphafi.
Að innan er blá leðurinnrétting sem er alveg óslitin, þó auðvitað þurfi að sjæna hana til eftir svona langan tíma ónotaða.
Það vantar í bílinn gólfteppið af einhverjum ástæðum og ætla ég að pússa gólfið, mála það og svo kaupa nýtt teppi.
Svo verður bara tíminn að leiða í ljós önnur plön. Mig langar að skipta um lit á bílnum en það kemur í ljós þegar lengra líður.
Leyfi hér að fylgja með myndum af því frá því við sóttum hann og komum honum inn í skúr hjá mér til að byrja með.





Og kominn inn í skúr hjá mér og Danna,,,mér skilst að bíllinn hafi verið inni í skúr í Kópavogi megnið af þessum 20 árum sem hann hefur verið úr notkun.















Og já,,,,svo ein af ánægða eigandanum.
Þessi E24 fer mér bara alveg þokkalega finnst mér
