bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E46 320i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=66105
Page 1 of 3

Author:  halli7 [ Tue 06. May 2014 01:53 ]
Post subject:  BMW E46 320i

Keypti þennan í febrúar síðastliðinn.
Bifreiðin sem um ræðir er af gerðinni Bmw e46 320i Prefacelift
Image

M52B20TU
Sjálfskiptur
Svört tauinnrétting
Armrest
Sport stýri
Digital miðstöð
Buisness CD
Style 44 felgur
Litur: STAHLGRAU METALLIC (400)

Plön:
Filma [Komið]
Önnur afturljós
Mögulega annað stýri (komin smá rifa) [Komið]
Setja nýjan rúðuupphalara [Komið]
Taka bremsur í gegn [Komið]
Ný stefnuljós að framan [Komið]
Skipta um vökva á skiptingu [Komið]
Nýtt merki á húddið Komið

Þegar ég kaupi bílinn er bílstjórahurðin frekar beygluð og farið að myndast rið, ekki hægt að læsa (vantaði cylinderinn í hurðina).
Kaupi nýja hurð og læt mála hliðina, panta einnig nýjan cylinder.
Einnig logaði vélarljósið og var það loftinntakshosa sem var rifin.
Image

Svo var komið aðeins rið fyrir neðan skottlokið og var það einnig lagað:
Image

Hér er hann tilbúinn eftir málningarvinnuna (vantar reyndar listann á hurðina):
Image
Image

Setti nýja diska að framan:
Image

Author:  halli7 [ Tue 06. May 2014 02:01 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Þreif og bónaði og smellti nokkrum myndum:

Image

Image

Image

Author:  AFS [ Wed 07. May 2014 19:08 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

snyrtilegur hjá þér :thup:

Author:  Alpina [ Wed 07. May 2014 19:18 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Virkilega elegant E46 8)

Author:  Angelic0- [ Wed 07. May 2014 23:53 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Tveir vinir mínir hafa átt þennan.... Tryggvi og Björgvin... verulega smekklegur og góður bíll..

Björgvin kallar sig Bergen hérna á kraftinum...

Author:  Bergen [ Thu 08. May 2014 01:03 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Djöfull sé ég alltaf eftir þessum bíl, það er ánægjulegt að sjá það sé verið að gera eitthvað fyrir bílinn bara til lukku með þennan :thup:

Author:  Angelic0- [ Thu 08. May 2014 07:05 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Man ég það ekki rétt að þú hafir skipt á facelift 318 bíl og þessum, Björgvin ?

Author:  Bergen [ Thu 08. May 2014 07:43 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

318 var bara alveg eins og þessi nema leðraður og með aðgerða stýri Viktor

Author:  Angelic0- [ Thu 08. May 2014 07:56 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Bergen wrote:
318 var bara alveg eins og þessi nema leðraður og með aðgerða stýri Viktor


Ég man samt skýrt að hann var með hringlaga kastara, ekki ílöngu eins og þessi... hlýtur að hafa verið facelift...

En skemmum ekki þráðinn fyrir manninum, sendu mér mynd af honum á facebook ef að þú átt hana til :)

Author:  halli7 [ Sun 16. Nov 2014 22:45 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Ýmislegt búið að gerst í þessum.

Nýr upphalari settur í:
Image

Image

Fengin 15 skoðun:
Image

Vélarsalurinn tekinn í gegn:
Image

Sett nýtt í bremsur að aftan og nýja ballancestangar enda að framan
Image

Setti hann á vetrarfelgur og ný nagladekk
Image

Skipti svo um stýri fyrir nokkrum dögum síðan
Image


Pantaði nýtt bmw merki á hann og er að bíða eftir því.
Svo er planið að láta filma hann núna á næstunni og hellst að finna önnur afturljós.

Author:  Angelic0- [ Mon 17. Nov 2014 01:08 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Gaman að sjá að menn kunna að meta og bera virðingu fyrir E46... þetta eru nefnilega ótrúlega elegant og flottir bílar...

Author:  Mazi! [ Mon 17. Nov 2014 10:24 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Þetta er hrikalega flott hjá þér

Hvernig stýri fór í hann ?


Kv, Már

Author:  halli7 [ Tue 18. Nov 2014 20:23 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Angelic0- wrote:
Gaman að sjá að menn kunna að meta og bera virðingu fyrir E46... þetta eru nefnilega ótrúlega elegant og flottir bílar...

Mazi! wrote:
Þetta er hrikalega flott hjá þér

Hvernig stýri fór í hann ?


Kv, Már

Takk fyrir það.

Það fór bara alveg eins stýri í hann nema órifið.

Image

Annars fór nýr vökvi og sýja á skiptinguna og ný þurkublöð á þennan í dag.
Skiptingin var alveg eðlileg, bara fyrirbyggjandi viðhald.

Setti svo önnur stefnuljós á hann að framan, gömlu voru brotin og ljót.

Image

Author:  Kristjan [ Tue 18. Nov 2014 22:21 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Hvar keyptirðu ljósin og hvað kostuðu?

Author:  halli7 [ Tue 18. Nov 2014 23:07 ]
Post subject:  Re: BMW E46 320i

Kristjan wrote:
Hvar keyptirðu ljósin og hvað kostuðu?

Fékk þau notuð á facebook, eru samt eins og ný.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/