bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 318i '02 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=65821 |
Page 1 of 1 |
Author: | Hreiðar [ Sat 12. Apr 2014 18:34 ] |
Post subject: | BMW 318i '02 |
Keypti mér þennan bíl í gær, ágætis daily. Þetta er umboðsbíll frá B&L en hann er voðalega hrár en er þó með einhverja aukahluti eins og: M-tech II stuðari Sport-aðgerðastýri með tökkum Er á glænýjum lækkunargormum 60MM framan og 30MM aftan CD-professional - með 6 diska magasíni í skotti Hvít stefnuljós Shadowline Bíllinn er ekinn 150 þús. km og keyrir fínt, örugglega einhverjir hér sem þekkja þennan bíl, hann var á M-Parallel felgum en ég fékk þær ekki með honum. Er eins og er á mökkljótum felgum sem voru undir Z3 hjá mér, en ég ætla að finna mér einhverjar góðar fyrir sumarið. Það er nýbúið að skipta um heddpakkningu á honum og það var gert hjá B&L. Bíllinn er ekki gallalaus: Gengur leiðinlega rétt eftir start, en þegar maður gefur honum aðeins inn þá gengur hann alveg eðlilega, skynjari sem er bilaður? Þegar maður startar honum kemur olíulykt úr miðstöðinni. Vaccum dæmið? Á eftir að kíkja á þetta betur eftir helgi. Plön: Nýjar felgur, ný framljós (angel eyes) og cornerljós að framan, kaupa litla bútinn sem vantar í framstuðarann, reyna að tengja relay þannig að kastararnir virka í stuðaranum (kemur orginal ekki með kastara), skottlip og rooflip, laga húddið svo það samsvari brettinu...svo bara eitthvað dund. ![]() |
Author: | tolliii [ Sat 12. Apr 2014 18:49 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i '02 |
Flottur bara, verður mega clean eftir þessi plön. ![]() |
Author: | GPE [ Sat 12. Apr 2014 18:52 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i '02 |
Alltaf finnuru einhverja flotta daily bíla! Þessi verður flottur hjá þér ![]() ![]() ![]() |
Author: | Hreiðar [ Wed 11. Jun 2014 02:06 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i '02 |
Er búinn að dunda mér í þessum nú undanfarinn mánuð. Búið að vera smá vesen á honum, lekur vaccumdælan og vélin lekur olíu hjá pönnupakkningu og olíusíuhúsi, kælivökvi er líka að hverfa. En ætla að reyna að koma þessu í gang, en langar helst bara í nýja vél ![]() Fór með hann í skoðun en fékk endurskoðun útaf nokkrum hlutum en er búinn að laga nánast allt sem hann fékk athugasemdir á. -Ný öndunarslanga í ventlalok -Perustæði fyrir stefnuljós farþegamegin -Nýir ballanstangarendar b/m að framan -Dempari að aftan farþegamegin -Nýr knastásskynjari -Nýir bremsuklossar allan hringinn + skynjarar -Nýir bremsudiskar b/m að aftan -Handbremsa löguð, nýir borðar og gormar -Nýtt framljós farþegamegin Fín bæting á bílnum. Eina sem ég þarf núna fyrir skoðun er númeraljós, og þarf að kaupa allan listann með því. |
Author: | rockstone [ Wed 11. Jun 2014 06:58 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i '02 |
vel gert ![]() |
Author: | íbbi_ [ Wed 11. Jun 2014 08:52 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i '02 |
leiðinlegt að heyra hvað mótorinn er með mikið ves. þessi bíll gékk eins klukka það ár sem að ég átti hann ég held að það sé ekki rétt að það hafi verið skipt um heddpakninguna hjá B&L, held að þá verandi eigandi hafi gert það sjálfur, hann var allavega að óska eftir upplýsingum um hvernig maður tímar mótorinn á FB og lét að ég held setja hann á tíma hjá B&L |
Author: | Hreiðar [ Wed 11. Jun 2014 11:15 ] |
Post subject: | Re: BMW 318i '02 |
Já, ég talaði við BL stuttu eftir að ég keypti bílinn og þeir sögðu að eina sem þeir gerðu var að klára verkið, en þetta hafi verið illa gert. Það var greinilega svindlað á mér í þessum viðskiptum en hvað getur maður gert. Ég gerði þann feil að fara ekki með bílinn í ástandsskoðun. Hef reynt að tala við fyrrverandi eiganda án árangurs. Því miður fara hlutirnir stundum svona. ![]() En ég ætla að reyna mitt besta að gera þennan bíl virkilega góðan og hann er á góðri leið. Reyndar logaði EML ljósið í honum í gær og hann vill ekki fara í gang. ![]() Ef þið vitið um einhverja sniðuga vél sem gæti farið í þennan og þyrfti ekki mikið að breyta bílnum fyrir hana, látið mig vita. ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |