bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E34 project - 525i 1992 [GREYIÐ] Skoðaður!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=65576
Page 1 of 4

Author:  Helgason [ Sun 23. Mar 2014 00:13 ]
Post subject:  E34 project - 525i 1992 [GREYIÐ] Skoðaður!

Image

Þessi var sóttur í dag, ætla að leyfa ykkur að fylgjast með hvernig þetta þróast. Markmiðið er að hann verði kominn á númer í sumar.

BMW 525i
1992
M50B25
Sjálfskiptur
Cruise Control
Gardína í afturrúðu
Leður
Krókur
Rafmagn í framrúðum
Air conditioning
Aksturstölva
Útihitaskynjari
Original Style 2 felgur

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  srr [ Sun 23. Mar 2014 01:30 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

Vel gert að bjarga þessu :thup:

Author:  sosupabbi [ Sun 23. Mar 2014 11:30 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

Þetta á eftir að koma vel út, E34 525 er bara snilldar daily.

Author:  Helgason [ Sun 23. Mar 2014 21:57 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

Fæðing

Model description: 525I
Market: Europa
Type: HD61
E-Code: E34
Chassis: Limousine
Steering: links
Doors: 4
Engine: M50 - 2,50l (141kW)
Drive: Heckantrieb
Transmission: automatisch
Body Color: Diamantschwarz Metallic (181)
Upholstery: (0411)
Production date: 01.06.1992
Assembled in: Dingolfing

Equipment
Towing hitch, detachable
Window lifts, electric, front
Sun-blind, rear
Warning triangle and first aid kit
Through-loading system
Seat heating driver/passenger
Headlight aim control
Fog lights
Air conditioning
Cruise control
Outdoor temperature indicator
BMW Bavaria Reverse RDS
Cassette holder
National Version Germany

Author:  pattzi [ Mon 24. Mar 2014 16:42 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

Geðveikur Þessi

Þessar felgur komu undan JZ108 Gamla mínum

Image
Image

Author:  Helgason [ Thu 27. Mar 2014 19:36 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

Þegar námsmenn gera upp bíla er voðinn vís.
Ég vona að mönnum svíði ekki í augun við útkomuna, en hann verður allavega ryðfrír næstu árin. Ætla að vanda þetta eins vel og ég get með þeim tíma sem ég hef.

Image
Image

Author:  Bandit79 [ Thu 27. Mar 2014 19:48 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

1200 grid vatnspappír eða fínara yfir hann og svo lakka hann með spraybrúsa .. þá er þetta bara golden cheap´ó sprautun

Author:  omar94 [ Thu 27. Mar 2014 20:15 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

er þetta rúllað? kemur ágætlega út við fyrstu sýn :)
sjálfur er ég að vinna í að mála bíl núna og ég keypti einþátta lakk, grunn, herði, þynni og svo sprautu könnu á rétt undir 40k. hvað kostaði þetta hjá þér?

Author:  Helgason [ Thu 27. Mar 2014 21:44 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

Bandit79 wrote:
1200 grid vatnspappír eða fínara yfir hann og svo lakka hann með spraybrúsa .. þá er þetta bara golden cheap´ó sprautun


Já nákvæmlega, þetta vonandi sleppur þegar þetta er búið.

omar94 wrote:
er þetta rúllað? kemur ágætlega út við fyrstu sýn :)
sjálfur er ég að vinna í að mála bíl núna og ég keypti einþátta lakk, grunn, herði, þynni og svo sprautu könnu á rétt undir 40k. hvað kostaði þetta hjá þér?


Já, þetta er rúllað. Ég nota Rustoleum olíumálningu með háglans, primer, þynni og sparsl.
Þetta er komið upp í 15 þúsund kr. en ég býst við því að þetta endi í kringum 30k.

Author:  HolmarE34 [ Fri 28. Mar 2014 02:45 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

Velgert , gaman að sjá að það sé verið að gera gott úr þessu í staðinn fyrir að rífa þetta og reyna að græða eitthvað á þessu

Author:  Helgason [ Fri 28. Mar 2014 04:00 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

Já, maður reynir ;)

Hella dark replica í smíðum, djöfulsins moð að ná þessum glerjum af... var með ljósin undir heitri bunu í góðar 20-30 mínútur áður en þetta byrjaði að losna.

Image

Author:  Bandit79 [ Fri 28. Mar 2014 06:59 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992

mátt alveg taka góðar myndir af Hella dark ferlinu hjá þér og hvaða efni þú notar. Er að spá í því sama nefnilega :thup:

Author:  Helgason [ Tue 01. Apr 2014 02:26 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992 [GREYIÐ]

Geri það, hugsa um að ég láti skera þetta út fyrir mig :)

En það er komið nafn á projectið: Greyið

Tók þann pólinn að mér er nokkuð sama hvernig hann lítur út, svo lengi sem kramið sé í lagi, að hann sé ryðfrír og þjóni vel.

Er búinn að panta nýja inntakshosu, ventlalokspakkningar ásamt pakkningu og síu á sjálfskiptinguna.

Heilmikið búið að afrekast en líka heilmikið eftir. Kominn með leðurbekk í aftursætin svo að hann verður fullleðraður fyrir sumarið.

Tók vel úr bensínlokinu og við punktuðum nýtt stál í gat sem hafði myndast. Svo gerðum við gat neðst í opinu eins og þekkist á Benz frá þessum tíma, fáránleg hönnun á þessum bensínlokum, líka á E39 :)

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  srr [ Tue 01. Apr 2014 08:17 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992 [GREYIÐ]

Haha vel gert! 8)

Author:  rockstone [ Tue 01. Apr 2014 08:20 ]
Post subject:  Re: E34 project - 525i 1992 [GREYIÐ]

Helgason wrote:
Tók vel úr bensínlokinu og við punktuðum nýtt stál í gat sem hafði myndast. Svo gerðum við gat neðst í opinu eins og þekkist á Benz frá þessum tíma, fáránleg hönnun á þessum bensínlokum, líka á E39 :)


riðgar þá ekki bara brettið að innan ef vatnið fer allt þangað?

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/