Góðan dag, góðir kraftsmenn.
Þessi var keyptur í sumar og er þetta fyrsti BMWinn
margir ykkar kannast eflaust við þennan bíl og hefur hann séð betri tíma. En planið er að breyta því.
Við bræðurnir ákváðum að taka að okkur þetta verkefni og vissum við svona nokkurn veginn hvað við værum að fara útí
Eftir sirka 2 mánuði í notkun hjá okkur á hvað skiptingin að byrja að snuða bakkgírinn fyrir utan flugvöllin á eigilstöðum þegar það var verið að leggja bílnum en honum var lagt og eitthverjum tíma seinna urðum við að koma honum heim þannig að það var ákveðið að keyra hann heim niður á reyðarfjörð. Þegar það var búið að keyra kanski svona 500 metra þá fór efra viftureimstrekkjarahjólið í frumeindir og tók hjólið vituna sjálfa með sér

. Svo hefur greyjið þurft að standa vegna óvæntra uppákomna hjá okkur. En það er að greiðast úr þessu hjá okkur, skiptingin er komin ur 100% upptöku hjá ljónstöðum og eigum við von á hjólum, reimum og fleirrum varahlutum fljótlega
Planið er að byrja á að gera hann öku hæfan og fá skoðun.
(afsakið síma myndirnar

)

hann verður sprautaður í sumar og vonandi verður komin heill stuðari þá

ein af þegar við tókum skiptinguna úr og bensíntankin vegna leka og kominn á style 95
Ætla að vera duglegur að koma með update
