Back to basics! Kominn á e36 aftur, 320i, helling sem þarf að ditta að en hann verður bara flottur.
Sótti eiddz um klukkan 8:30 á laugardagsmorgun, brunuðum uppá aðstöðu og náðum í verkfæri og tjakk til öryggis,
fékk lánuð vetrardekk hjá eið og lögðum svo af stað um 9 leitið, en áfangastaður var Akureyri City.
Fyrsta hálka var í Borgarnesi, en eftir það var voða lítið á veginum, aðallega bara helling af snjór fyrir utan veginn,
sól og heiðskýrt, fínast ferðaveður. Þangað til komið var að Öxnadalsheiði, þar var flughálka og hafði bíl verið velt útaf þar kvöldið
áður.
Við fórum af sjálfsögðu varlega og komum til Akureyrar nákvæmlega klukkan 13:37. Fundum bílinn sem ætlunin var að versla, SK-050
sem við þekkjum aðeins þar sem félagi okkar átti þennan bíl í kringum 2008-09, en þá var hann dökkgrár og pretty much orginal 320i.
Hann er allt öðruvísi í dag, hann varð sprautaður rauður á einhverjum tímapunkti og lækkaður á hvítar breiðar felgur, swappað önnur vél M50B25,
kassi ZF, leðursæti og fl, hann var mjög flottur á tímabili en hefur svo bara versnað. Mér er boðinn þessi bíll og ég ákveð
að slá til.
Eftir að kaupa bílinn og henda vetrardekkjunum undir sem eiddz lánaði mér þar sem ég fékk hann felgulausann, var farið að fá sér að
borða, Greifinn varð fyrir valinu og var góð Pizza étin.
Svo var lagt í hann, stoppuðum fyrst á bensínstöð til að hafa eldsneyti alla leiðina. Fyrsta bil var soldið fljótt að fara af
eldsneytismælinum og gruna ég leka, þar sem bensínlykt var fyrir utan hann h/m. Við héldum samt áfram og fór eldsneytistankurinn
eðlilega niður eftir það, greinilega má ekki setja meira en 45L á hann, þarf að kíkja á þetta.
Eins og ég sagði ofar var veðrið fínt frá rvk til ak, en veðrið á heimleiðinni var vægast sagt snúið við, það var hálka/snjór allstaðar,
snjókoma, vindur, flughált allveg að borgarnesi. Og þurfti mikla athygli og færni til að komast yfir þetta. Sérstaklega á bíl með camber
stillinguna í rugli þar sem hann er alveg lækkaður í neðstu stöðu, og var hann að dansa soldið oft.
Eftir borganes var leiðin greið og komum við í bæinn um 22 leitið, klukkutíma lengur á leiðinni heim en til ak.
Þetta var skemmtileg ferð, og kominn með bíl sem ég get græjað í driftið.
Soldið þreyttur eftir 10 tíma akstur á einum degi!
Vin: WBACB11020FC11614
BMW E36 320i
Litur: Diamantschwarz Metallic (181)
Framleiðsludagur: 1991-04-11
Aukabúnaður frá verksmiðkju:
S400A
SCHIEBE-HEBEDACH, MECHANISCH
Slide/tilt sunroof, manual
S428A
WARNDREIECK
Warning triangle and first aid kit
S510A
LEUCHTWEITENREGELUNG ABBLENDLICHT
Headlight aim control
S520A
NEBELSCHEINWERFER
Fog lights
S652A
BMW BAVARIA C II
Radio Bavaria C II
S680A
RADIOANTENNE MANUELL
Radio antenna, manual
S690A
CASSETTENHALTERUNG
Cassette holder
S704A
M SPORTFAHRWERK
M Sports suspension
L801A
DEUTSCHLAND-AUSFUEHRUNG
National version Germany/Austria
Í dag er hann rauður að lit, Mazda Burning Red.
Í húddinu er M50B25 Non-Vanos og aftaná henni ZF 5gíra kassi.
Hann er með læst 188mm drif með hlutfallinu 3.07 og kemur úr 328i.
Hann er ekinn 319þ á boddí en vél og kassi um ~260þ.
Raceland coilover.
Svart leður sem þarf áburðar.
Búið er að endurklæða armpúðan með svörtu leðri, en það var látið gert þegar félaga okkar eiddz átti hann.
M-tech þriggja arma nonairbag stýri, sem búið er að rífa allt leðrið af.
Króm m gírhnúi sem er ónýtur.
Mtech framstuðari sem er allur í hnjaski.
Rieger efri spoiler
Lip spoiler á skotti.
JimC tölvukubbur. Hækkað revlimit ásamt smá auka afli.
Bæði afturbrettakanntar beyglaðir smá inn eftir samræði við hvítar felgur sem eru of breiðar og á of litlum dekkjum.
Annað frambretti beyglað.
Festing hurðastoppara fyrir bílstjórahurð ónýt ásamt hurðastoppara.
Brotinn fremri drifbolti (virðist vera vinsælt þessa dagana)
Ónýt drifupphengufóðring.
Aftermarket "kraftsía" sem er ónýt, vantar orginal loftsíubox.
einhverjir rúðuupphalarar virka ekki, búið að taka handföngin af allavega svo þær séu ekki opnaðar, eftir að skoða.
Örugglega einhvað fleira.
Vorum með GoPro á leiðinni, kemur video líklega seinna.
Myndir þegar við komum að honum:




Búnar að ganga frá viðskiptum og vetrardekkin komin undir:

Svo var borðað:

Komnir í Borgarnes eftir þetta glataða veður!

Á vigtinni, sirka hálfann tank.



Og svo gamlar myndir sem ég fann á netinu og fékk frá félaga mínum.
http://www.flickr.com/photos/101069963@ ... 560740394/Meira seinna
