Jæja nú keypti ég mér minn þriðja E30 og þennan ætla ég að reyna að eiga eitthvað og gera góðan. Þetta er s.s. 1989 árgerðin af Touring E30, hann er orginal sjálfskiptur og ég veit ekki hvort hann sé orginal 325. En í bílnum er alla veganna M20B25, beinskipting og svo er hann með drifi með driflæsingu þó hann sé ekki hugsaður sem spólbíll.
Er ekki með nein plön þannig séð nema bara byrja á því að laga allt sem er að honum og gera hann góðan. Boddýið á honum er frekar gott og sílsar og botn heilir svo kemur restin bara með tímanum. það er alla veganna hellingur sem þarf að gera fyrir greyjið t.d. Rúðuþurrkumótor, miðstöð biluð, hann gengur of háan lausagang, bensín leki og hellingur fleira sem ég hef tekið eftir sem betur má fara.
Hérna eru þrjár myndir af honum einsog hann lýtur út í dag og ef einhver á þurrkumótor þá má hann hafa samband við mig.


