Upprunalega 318i... M43 gafst upp... þoldi ágætis þjösn, ofhitnaði milljón grilljón sinnum eftir að TB skipti um kælirör sem að sprakk, en festu rörið ekki nógu vel eftir skiptin og svo bara dó þetta...
Fyrirhugað er að setja M62B35TU í hann, allt sem að þarf í swappið er komið, núna snýst þetta bara um aðstöðu og tíma.
Jolly times ahead

Bíllinn lítur svona út í dag, ógeðslegt sprautufíklahyski sem að braust inn í hann þar sem að hann stóð fyrir utan verkstæði hjá félaga mínum uppi á Stórhöfða, rispuðu alla hliðina á bílnum, brutu 2 rúður og skemmdu afturhilluna, auk þess að eyðileggja skotthlerann og beygla vel annað afturbrettið og listann undir skotthleranum þegar að þeir spenntu hlerann upp...
Náðu að stela DEPO framljósunum mínum, vatnskassa sem að var í skottinu og eyðileggja bassaboxið mitt, en hérna eru myndirnar;

Bíllinn:



Mótorinn sem að fer í er semsagt M62B35TU motor, kemur úr YY286 535i E39 sem að ég átti og eflaust e'h muna eftir...
Ætlaði upprunalega að nota M50 adapter plate og ZF gírkassa úr E46 325i, en rak mig nýverið á það eftir að Tóti benti mér á það að trigger hjólið er á swinghjólinu og crank skynjarinn boltast í gírkassann, þannig að ég þarf að finna G420.
Varðandi að koma mótornum fyrir, þá skilst mér að TU/X5 pústgreinar eins og ég er með séu bara direct fit, og þarf ég í raun bara að færa stýrismaskínuna aðeins nær bitanum, um leið þarf að smíða mótorfestingar en þær koma þar sem að jafnvægis-stöngin er orginal.
Þegar er búið að smíða festingarnar svo að sá hluti er klár, vantar bara að fabricate-a mótorbitann aðeins svo að það sé hægt að færa stýrismaskínuna nær.

Og varðandi hvað ég ætla að gera í jafnvægisstangarmálum þá hafði ég hugsað mér að notast við E30 setup, en það er svona;

Er búinn að tækla rafmagnið fyrir elektrónísku inngjöfina og sé það ekki sem stóran þröskuld að víra mótorinn upp þar sem að ECU og DME rafkerfi E46 er það sama og í post 11/98 E39, eini munurinn er að rafkerfið er lagt til hægri í E46 en það er lagt til vinstri í E39... MS43 og DME fyrir M62/S62 eru með sama plug-pattern og því er þetta næstum plug&play!
Var að fá DME aftur frá RPM Motorsport en þeir syncuðu það við EWS sem að er í bílnum fyrir, þannig að þetta ætti að vera bara turnkey um leið og allt er komið á sinn stað

Fyrirhugað var að gera það besta úr þessu innbrotsveseni og mála tíkina en það verður ekki strax...