bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW Z3 roadster 1.9 '99 - smá dund.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=63437
Page 1 of 3

Author:  Hreiðar [ Mon 07. Oct 2013 18:15 ]
Post subject:  BMW Z3 roadster 1.9 '99 - smá dund.

Sælir, ég fjárfesti mér í einum Z3 um helgina. Hef alltaf langað að taka bíl sem þarf mikla ást og gera hann vel upp. Fínt vetrarproject!
Bíllinn er þannig séð mjög hrár. Lítið af aukabúnaði. Hann er með 1.9 lítra vél, beinskiptur.
Hann er aðeins ekinn 133.xxx km sem er ekki mikil keyrsla á 14 ára gömlum bíl. En bíllinn þarfnast mikillar ástar útlitslega séð!

Plönin mín fyrir næsta sumar er:

Heilmálun
Flottar felgur (bbs style 5 kemur vel til greina)
Kaupa nýjan plastglugga í afturrúðuna
Skipta út öllum ljósum að utan
Ný grill
Ný BMW merki
Rífa spoilerinn af og kaupa lip
Nýtt handbremsuhandfang + gírhnúa og leður
Laga leðrið í sætum (bílstjórasætið rifið og ljótt)
Skipta út græjum fyrir orginal græjum
Skipta út öllu krómi
og örugglega eitthvað fleira, þigg vel aðrar hugmyndir!

Image

Image

Image
skemmd á sílsinum farþegamegin

Image
mega ljótur spoiler + afturljós, sést líka skemmdin á plastglugganum

Image
hér sést rifan í bílstjórasætinu, það er líka rifið í hliðinni á því (var ekki með lykilinn á mér, þessi mynd þarf að duga) :)

Image
svo slæm nýru :lol:

Image
flottir saman

Image

Image
passar vel í flotann hjá okkur feðgunum 8)

En endilega komið með hugmyndir hvað ég ætti að gera, ef ykkur líst ekki vel á plönin.
Mig vantar líka orginal fjöðrun í þennan bíl, finnst hann vera alltof lágur, heyrist líka skrítið bank hljóð að framan þegar ég beygi til hægri/vinstri á lítilli ferð. Örugglega skemmd í gormum.

Author:  rockstone [ Mon 07. Oct 2013 18:23 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 1999

Þessi nýru :x

En til hamingju með þennan :)

Author:  SteiniDJ [ Mon 07. Oct 2013 22:11 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99

Já vá, þessi nýru!!! :lol:

En til hamingju með bílinn. Plönin hljóma mjög vel! :thup:

Author:  srr [ Mon 07. Oct 2013 22:47 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99

Ég á 2.8 mótor handa þér ofan í þetta :thup:

Author:  Jón Ragnar [ Tue 08. Oct 2013 10:13 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99

Verri en Svínsnýrun á gamla Alpina/Arnibjorn/Andrew

Author:  Mazi! [ Tue 08. Oct 2013 15:27 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99

Flottur þessi og verður enþá flottari í þínum höndum :thup:


Finnst þessi afturljós alveg sleppa samt

Author:  Hreiðar [ Tue 08. Oct 2013 15:47 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99

Takk strákar :thup:

Já það verður gaman að sjá hvernig þessi kemur út næsta sumar!
Afturljósin eru ekkert þau verstu, en mig langar bara í clear og hafa þetta clean. :)

Author:  Daníel Már [ Tue 08. Oct 2013 17:18 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99

Veit að menn eru búnir að kommenta á þessu nýru, ENN SHITT ÞESSI NÝRU!!! :argh:

Author:  Hreiðar [ Tue 08. Oct 2013 20:44 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99

Hélt alltaf að þetta væri Daytona Violet en ég kíkti í húddið áðan og þar stendur Violettrot ll.
Ég fýla þennan lit mjög vel! :)

Author:  Hreiðar [ Fri 11. Oct 2013 20:33 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99 - Litapælingar

Þessi verður málaður líklegast núna á næstunni og ég er að hugsa um hvernig litur fer á hann.

Hann er í Violetred: http://users.belgacom.net/ddddv/colors/328.jpg

Litir sem ég er með í huga:

Morared: http://users.belgacom.net/bmw_z3/Colors ... on_gr2.jpg

Steel grey: http://users.belgacom.net/ddddv/colors/400.jpg

Sienared: http://users.belgacom.net/ddddv/colors/362.jpg

Calypso red: http://upload.wikimedia.org/wikipedia/c ... 816%29.jpg

Santorin (sístur): http://users.belgacom.net/ddddv/colors_ ... 7_indi.jpg

Endilega komið með ykkar skoðanir :D

Author:  GunniT [ Fri 11. Oct 2013 20:44 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99

Mora

Author:  rockstone [ Sat 12. Oct 2013 01:10 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99 - Litapælingar

Mitt álit er svartur.

http://static.cargurus.com/images/site/ ... 48620.jpeg

http://pictures.4ever.eu/data/674xX/car ... 161628.jpg

Author:  Hreiðar [ Sat 12. Oct 2013 01:16 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99 - Litapælingar

Mora er efstur á lista. Það er til svartur á landinu og vill helst hafa einhvern aðeins öðruvísi. En, þetta kemur allt saman í ljós :) :)

Author:  kalli* [ Sat 12. Oct 2013 02:16 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99 - Litapælingar

Steel Grey :thup:

Author:  ömmudriver [ Sat 12. Oct 2013 03:08 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 roadster 1.8 '99 - Litapælingar

Mora!

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/