Skil ekkert í mér af hverju ég var ekki löngu búinn að setja þráð um bíl sem ég er búinn að eiga núna í 18 mánuði

E23 745ia
Framleiddur 30. nóvember 1984.
Sjálfskiptur, fjögurra þrepa 4hp22
ZOBELBRAUN METALLIC (196) að lit.
Executive Buffaló leður innrétting, nutria 0181 að lit (Allt leðrað nema stóra mælaborðið.)
Gardína í afturglugga.
Læst 210mm drif.
Fæðingarvottorð:

Er því miður núna aðeins með 3.5 na mótor. Sæmi á heiðurinn af því að hafa downgrade'að þennan bíl niður í venjulegan 3.5 mótor í stað túrbó mótorsins

Upprunalega vélin úr þessum bíl er núna í E24 sexunni hans.
Fyrsta sem ég þurfti að gera var að redda mér nýju pústi undir bílinn.
Það var löngu horfið undan honum hjá fyrri eiganda.
Fékk fremstu kútana nýja OEM BMW. Aftasti kúturinn var svo til nýr Eberspacher frá BJB.
Hér er sonur minn að klappa oem dótinu



Þegar ég eignast bílinn hafði hann ekki verið gangfær í að verða 6 ár.
Eftir mikla leit komst ég að vandamálinu og hann varð gangfær á ný.
Skipti einnig um sjálfskiptinguna í leiðinni þar sem bíllinn hafði verið dreginn frá Reykjavík til Selfoss og til baka á árunum sem hann var ógangfær.
Tók engan séns með gömlu skiptinguna þar sem það þurfti hvort sem er að taka hana af til að skipta um startkransinn (flexplötuna).
Ástæðan fyrir því að bíllinn hafði ekki farið í gang var brotin tönn á flexplötunni,,,,,sem annar motronic skynjarinn á að skynja TDC merkið frá.
Orsökin þýddi að hann neistaði aldrei.
Hér sést hvar tönnin hafði brotnað af.

Einnig var brotin ein tönn á startkransinum sjálfum

Donor 3HP22 platan
Það þurfti að taka TDC tönnina af þessu hjóli og setja á annað 4HP22 motronic hjól sem ég átti.

Tönnin komin á rétt hjól (3 boltar á converter vs 4)


Og svo lagerinn sem þurfti í þetta,,,
Lagað 4hp22, skemmt 4hp22 og donor 3hp22.

Fékk fulla skoðun á bílinn í fyrra 2012 og svo aftur í ár 2013 og fékk hann núna 2015 skoðun.
Í vetur/vor sem leið var hann 60% málaður og að þessu sinni var málað:
Hægri hlið eins og hún leggur sig, nefpanel, húdd, skottlok og topp.
Þegar ég er búinn að verða mér úti um aðrar betri hurðar vinstra megin er hægt að mála þá hlið ásamt báðum stuðurum.
Svona leit bíllinn út þegar ég sótti hann í febrúar 2012 (afsakið myndaflóðið):
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
Fékk mér einstaklega heppilegt steðjaplötu númer á bílinn

Í fyrra 2012 fékk bíllinn fulla skoðun eftir langa fjarveru frá skoðunarstöðum, hafði farið síðast 2006 í skoðun.

En eftir smá yfirhalningu frá 2012-2013 þá leit bíllinn svona út í vor,,,,
Fyrst fornbílaskoðun hjá Fornbílaklúbbnum:
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
.JPG)
Sem auðvitað gaf 15 skoðun

Og á bíladögum 2013:

