bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E36 325i coupe
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=62477
Page 1 of 1

Author:  Ámi [ Sun 21. Jul 2013 22:46 ]
Post subject:  BMW E36 325i coupe

Jæja, ákvað að splæsa í þráð fyrir bimman, þetta er semsagt e36 325i 93 árgerð og er fyrsti bíllinn minn.
Ég kaupi bílinn í byrjun maí og er búinn að nota hann í skólann og vinnuna síðan þá.

Bíllinn var fluttur inn í september 2012 en ekki settur á númer fyrr en í febrúar 2013.
Hann er ekinn 275 þúsund km en er merkilega þéttur og gott að keyra hann.
Bíllinn er með mtech framstuðara og diffuser og það væri gaman að redda mtech sílsum og aftursvuntu.
það komu style 24 felgur með honum og ég er að vinna í því að mála þær og koma þeim undir bílinn.
Ég keypti líka glæný 225/45 r17 dekk sem geta ekki beðið eftir að komast undir bílinn og út að spóla :wink:
Næst á dagskrá er svo að skipta um miðstöðvarmótor og fara aðeins yfir bílinn og gera hann sætari :)
En nóg af kjaftæði, hérna eru nokkrar myndir sem ég tók af bílnum þegar ég kom með hann heim eftir að ég keypti hann.


Image

Image

Image

Image

Image
M50B25 :thup:
Image

Image

Image

Image

Kv. Ámi

Author:  gardara [ Sun 21. Jul 2013 22:49 ]
Post subject:  Re: BMW E36 325i coupe

Flottur :thup:

Einhver plon um breytingar?

Author:  AronT1 [ Sun 21. Jul 2013 23:04 ]
Post subject:  Re: BMW E36 325i coupe

Eg a handa ter baedi innrabrettinn ef ter vantar

Author:  Ámi [ Mon 22. Jul 2013 00:01 ]
Post subject:  Re: BMW E36 325i coupe

Takk fyrir það, nei þad eru ekki mörg plön þannig séð ætla bara að sjá til með hvað ég geri.

Já ég gleymdi alveg þessu með innra brettið það væri snilld að redda því

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/