bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW e46 330i M-tech https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=62080 |
Page 1 of 4 |
Author: | tolliii [ Fri 21. Jun 2013 01:06 ] |
Post subject: | BMW e46 330i M-tech |
Sælir, ákvað loksins að fá mér BMW. Fyrir valinu varð e46 330 M-tech bíll Ég er að austan og lagði af stað suður þriðjudaginn 11 Júni, var kominn í Þorlákshöfn um miðnætti. Ég vaknaði eld snemma og var kominn á bílasölurnar klukkan 9:00 að leita mér af BMW, var búinn að finna nokkra sem mér leist ágætlega á. Byrjaði að fara að skoða 325 bíl sem mér leist ekkert á en í leiðinni sá ég einn m5 e39 ALVEG svartan með svörtum felgum, það var sett á hann 1200þús og mig klæjaði í puttana að prufu keyra hann, fékk það ekki og mennirnir á sölunni voru þvílíkir dónar að mig langaði ekkert að stunda viðskipti við þá. Skoðaði bílinn reyndar betur eftir að ég keypti þennan og þetta lookar algjör búðingur þótt að ég viti ekkert um það. Fórum á aðrar bílasölur og ættlðum að skoða annan e46 325, reyndar var þessi með leðri og minna ekinn en hann var seldur. Ég sagði bílasalanum hvað ég væri með mikinn pening og spurði hann hvað hann gæti gert fyrir mig, hann var ekkert nema almennilegheitin og kallaði inn e65 745, ég var hand viss um að ég væri búinn að finna bílinn... settist upp í hann og þvílíkur lúxus, tók smá hring og áttaði mig fljótlega á því að þetta var of stór pakki fyrir mig, en mikið rosalega var gaman að keyra þetta! Klukkan var að ganga 5 og var búinn að vera tæpa 7 tíma á sölum að leita - Alveg búinn á því haha Var búinn að hringja á bílasöluna á Selfossi einmitt útaf þessum og hann sagði okkur að bíllinn væri á verkstæði í Hafnafirði, þar sem var verið að skipta um spindil, en kom okkur í samband við eigandan sem kom og sótti bílinn og leifði mér að prófa. Strax eftir fyrstu inngjöf var ég búinn að ákveða að þetta væri bílinn sem mig langaði í, gerði honum tilboð og gengum frá viðskiptunum daginn eftir þegar hann var klár af verkstæðinu. Bílinn sem um ræðir er BMW e46 330 orginal M-tech ![]() Léleg Iphone mynd tekinn á leiðinni austur. Hann er á 17'' felgum, skráður 235 hö, allur leðraður. M-tech pakkinn felur í sér: fjöðrun, lægri og stífari, sport stólar, feitara stýri, stuðara og sílsa, svartan topp, harman kardon hjóðkerfi og M merki inn í sílsum og útum allt. 6 Diska magasin í skotti. Það er algjör draumur að keyra þetta og hann lítur út nánast eins og nýr þrátt fyrir að vera 2002 model. Hann er keyrður 147.þús km. Fyrrverandi eigandi hugsaði mjög vel um hann, var geymdur inni á veturna og það fer ekki á milli mála að hann var reglulega bónaður því lakkið er mjög gott fyrir utan smá grjót kast að framan. Hann er alveg eins og nýr að innan, það er ekki að sjá á innréttingunni. Ég ér ekkert nema ógeðslega sáttur með þessi kaup og ættla að halda áfram að dekra við hann. Mig grunar sammt að það sé kominn tími á loftflæðiskinjara/súrefnisskinjara því hann er svoldið lengi að taka við sér, það kveiknaði líka á check engine ljósinu um daginn en það slökknaði og er ekki búið að koma aftur, en mig grunar að hann verði sprækari við þetta, ættla að tækla þetta eins fjótlega og ég get. Það eru nokkur plön sem eru á lista fyrir utan gott við hald! Eins og filmur, 330i merki á skottið, sverta nýrun (shadowline), lip á skottið og fleira.. en ættla ekkert að byrja á þeim fyrr en i september því ég er að fara út í sumar og ættla að njóta þess að eiga pening þar ![]() Fæðingarvottorð Vehicle information Type code AV51 Type 330I (EUR) Dev. series E46 (4) Line 3 Body type LIM Steering LL Door count 4 Engine M54 Cubical capacity 3.00 Power 170 Transmision HECK Gearbox AUT Colour BLACK SAPPHIRE METALLIC (475) Upholstery STANDARDLEDER/SCHWARZ (N6SW) Prod. date 2001-07-20 Order options: 169 EU3 EXHAUST EMISSIONS NORM 205 AUTOMATIC TRANSMISSION 210 DYNAMIC STABILITY CONTROL (DSC) 249 MULTI-FUNCTION FOR STEERING WHEEL 320 MODEL DESIGNATION, DELETION 326 REAR SPOILER, DELETION 338 M SPORTS PACKAGE II 423 FLOOR MATS, VELOUR 441 SMOKERS PACKAGE 465 THROUGH-LOAD SYSTEM 474 ARMREST FRONT, DELETION 481 SPORT SEATS F DRIVER/FRONT PASSENGER 494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER 534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING 662 RADIO BMW BUSINESS CD 672 CD CHANGER BMW FOR 6 CDS 674 HIFI LOUDSPEAKER SYSTEM HARMAN KARDON 710 M LEATHER STEERING WHEEL 716 M AERODYNAMICS PACKAGE II 760 INDIVIDUAL HIGH-GLOSS SATIN CHROME 772 INTERIOR TRIM ALU BLACK CUBE 775 INDIVIDUAL ROOF-LINING ANTHRACITE 785 WHITE DIRECTION INDICATOR LIGHTS 788 M LT/ALY WHEELS 863 EUROPE/DEALER DIRECTORY 879 GERMAN/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET 915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION Series options 411 WINDOW LIFTS, ELECTRIC 520 FOGLIGHTS 548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING 550 ON-BOARD COMPUTER 832 BATTERY IN LUGGAGE COMPARTMENT 851 LANGUAGE VERSION GERMAN Myndi elska að fá álit og ættla að koma með betri myndir um helgina þegar eg er búinn að þrífa og bóna ![]() |
Author: | íbbi_ [ Fri 21. Jun 2013 02:29 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
flottur þessi. mér finnst svona mtech E46 afar smekklegir |
Author: | aronsteinn [ Fri 21. Jun 2013 13:10 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Virkilega smekklegur bíll hjá þér... Er hann Bsk eða Ssk?? |
Author: | Hreiðar [ Fri 21. Jun 2013 15:32 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Ótrúlega flottur! Langar í fleiri myndir ![]() |
Author: | tolliii [ Fri 21. Jun 2013 23:46 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Takk fyrir það strákar, hann er reyndar sjálfskiptur sem ég lít á sem kost í svona bíl því þá er maður ekkert að spóla að óþörfu. (þótt það sé alveg vel hægt) Þetta virkar alveg ágætlega.. búinn að keyra rúmlega 2200 km síðan ég fékk hann og það er alltaf jafn gaman að gefa honum smá ![]() Ættla að reyna að taka myndir á morgun eftir gott bón ![]() |
Author: | Emil Örn [ Sat 22. Jun 2013 10:57 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Flottur þessi, líst vel á þessi snyrtilegu plön. Er sammála um að það væri gaman að sjá fleiri myndir af honum. Til hamingju með hann. ![]() |
Author: | Kristjan PGT [ Sat 22. Jun 2013 19:25 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Flottur bíll! Væri mikið til í svona ![]() En endilega upplýstu okkur um hvaða bílasala var með dónaskapinn og hvaða bílasala veitti þér góða þjónustu ![]() |
Author: | ömmudriver [ Sun 23. Jun 2013 18:16 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Flottur bíll með frábæra vél ![]() Ég myndi ekki sverta nýrun þar sem að bíllinn er dökkur að lit og shadowline fyrir og já sleppa því að filma hann nema að þú ætlir að setja filmur í framhurðarnar líka. |
Author: | tolliii [ Wed 26. Jun 2013 00:03 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
tók einhverjar myndir í kvöld, tek það fram að ég kann ekkert á myndavélar... ég bara ýti á takkann ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Skrúðurinn í baksýn ![]() |
Author: | Benzari [ Wed 26. Jun 2013 00:09 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Æji vantar almennilega þoku. ![]() Geggjað umhverfi og töff bíll. |
Author: | tolliii [ Wed 26. Jun 2013 00:12 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Kristjan PGT wrote: Flottur bíll! Væri mikið til í svona ![]() En endilega upplýstu okkur um hvaða bílasala var með dónaskapinn og hvaða bílasala veitti þér góða þjónustu ![]() Takk fyrir það, hann er ágætur þessi ![]() en get ekki mælt með þeim í Bílalíf, virkuðu frekar tæpir náungar á mig.. Svo var það bílasali í höfðahöllinni sem var snillingur. |
Author: | Hreiðar [ Wed 26. Jun 2013 11:48 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Flottar myndir, innréttingin alveg A+! Æðislegir bílar ![]() |
Author: | Elnino [ Wed 26. Jun 2013 15:14 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Fallegur er hann ![]() ![]() |
Author: | IvanAnders [ Wed 26. Jun 2013 22:28 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Það að hann sé lengi að taka við sér myndi ég giska á að væri rifin inntakshosa, eða cam sensor, láttu bara lesa af honum. Til hamingju með mega svalan bíl! ![]() |
Author: | Emil Örn [ Wed 26. Jun 2013 22:34 ] |
Post subject: | Re: BMW e46 330 M-tech |
Alveg hriiikaleega flottur, M-Tech gerir svo mikið fyrir þessa bíla. |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |