Sælir kraftsmenn, ég ákvað að selja TT og fá mér aftur BMW. Var orðinn þreyttur á því að vera BMW-laus enda
búinn að vera það of lengi!
BMW M3 varð fyrir valinu. Enda ekki búinn að dreyma um annað síðan ég var krakki.
Bíllinn er ótrúlega fallegur, lakkið lítur mjög vel út og ekki get ég kvartað undan akstrinum!
Smá um bílinn:BMW M3 (E46)
2003 model
Carbon Schwarz
Ekinn 82xxx KM
19" OEM M3 felgur
Xenon
6 diska magasín
Svört leðruð sportsæti með 3 minnum.
Fyrri eigandi hefur breytt svolitlu í þessum bíl eins og:
Bilstein fjöðrun - Eibach stífur - UUC Stage 2 kúpling - UUC léttara
flywheel - UUC Short shifter - Magnaflow pústkerfi - K&N loftinntak - Carbon fiber Splitters - Svartbotna StefnuljósEf ég á að segja eins og er þá veit ég ekki alveg hvað allt er, en ætla að komast að því og læra meira um bílinn!
Plön:Ég reyndar hef engin klikkuð plön. Bara halda 110% viðhaldi á honum og vera duglegur að dekra við hann með góðu bóni.
Ég hef verið að hugsa um það að setja í hann ljósar filmur allan hringinn en er ekki viss með það. Svo er reyndar einn kastari brotinn í stuðaranum, en ég á þá báða til.
Endilega komið með hugmyndir hvað ég ætti að gera.
Tók tvær myndir af honum í fyrradag um leið og ég fékk hann. Ekki hafa áhyggjur af M merkinu á grillinu, ég var ekki lengi að rífa það úr!


kv, Hreiðar