bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E39 540iA
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=61070
Page 2 of 4

Author:  íbbi_ [ Tue 23. Apr 2013 12:08 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

já það var strákur sem keypti hann, ég sé bílinn upprunalega þar með bilaðan gírveljararofa. seinna fer ég svo með fyrrv eiganda og kaupi hann af manni sem heitir heimir, fyrri eigandi hafði ekki borgað honum bílinn, og þegar hann tók hann aftur gékk fyrri eigandi á bílinn. tæmdi ú rslökkvutæki í tankinn, mölvaði ruðurnar í honum, topplúguna og flr

Author:  Angelic0- [ Tue 23. Apr 2013 12:23 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

Sæll,

Virðist samt alveg hafa verið spólað á honum fyrir allan peninginn, drifrásin ber þess allavega merki..

Guibo í tætlum, upphengja í mauk og drifskaptið nartað í stíl...

Svo hangir pústið eitthvað furðulega neðarlega, en það er beyglað í allar áttir og það þröngt á einum staðnum að ég trúi varla að það hamli ekki afköst vélarinnar :lol: (bíllinn vinnur btw FEYKI-VEL)

Drif-skiptin sem að hafa átt sér stað virðast hafa verið gerð í miklum flýti...

En þetta verður mega góður bíll, þó að ég sé ekki viss um að hann verði full-kláraður fyrir sumarið...

Author:  íbbi_ [ Tue 23. Apr 2013 12:31 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

jú ég held að strákurin hafi tekið alveg hressilega á honum,

hann var í einhverjum æfingum með pústið

Author:  Big Red [ Tue 23. Apr 2013 16:14 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

Flottur efniviður sá hann standa á selfossi í gagnheiðinni alveg í hakki og leit á hann og þá var bensínlokið opið og allar rúður brotnar og beiglur hér og þar greinilegt að menn ganga ekki heilir til skóar þarna á selfossi, en hef líka séð hann í action það var tekið vel á honum

Author:  Tombie [ Wed 24. Apr 2013 01:06 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

hehe þrusu kraftur í þessu :thup:

er að dírka þennan bíl og ég læt verða að öllu sem eg vil ad fari í þetta

nú er ég komin með eithvað að gera annad en ad sitja og horfa uppí loftið

Author:  Tombie [ Sat 27. Apr 2013 16:44 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

Ég var á leiðini til reykavíkur í gær smá skutl ferð :D

var að taka af stað á ljósum í HFJ og klamklumpaff ekki fór hann af stað :thdown:

að sökum rigningar tókst mer ekki að diagnosa vesenið

en i morgun þegar ég kíki á draslið
þá sé eg að það hafi eithver snillingur ekki hert alla boltana á öxlinum vinstrameigin :thup:
að þeim sökum að allir boltarnir skrúfuðust úr og tveir brotnuðu

og auðvitað fer hann ekkért af stað að sökum mismunadrifs þar sem það setur alt aflið í léttara hjólið (þar sem öxullinn er óteingdur)


Image

Image


GEÐVEIKT AWESOME

Author:  Angelic0- [ Sat 27. Apr 2013 20:16 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

Alveg steikt með fráganginn á þessum bíl öllum, lausar skrúfur út um allt :lol:

Nýtt púst í næstu viku :?:

Author:  íbbi_ [ Sat 27. Apr 2013 22:58 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

ég tek samt fram að það er ekki eftir þann sem þú keyptir bílin af, ég skoðaði bílinn hjá þeim sem skemmdi hann svona og er ekki hissa á astandinu

Author:  Alpina [ Sat 27. Apr 2013 23:33 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

íbbi_ wrote:
ég tek samt fram að það er ekki eftir þann sem þú keyptir bílin af, ég skoðaði bílinn hjá þeim sem skemmdi hann svona og er ekki hissa á astandinu


:shock:

Afhverju var hann skemmdur svona ??

Author:  Angelic0- [ Sat 27. Apr 2013 23:54 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

Alpina wrote:
íbbi_ wrote:
ég tek samt fram að það er ekki eftir þann sem þú keyptir bílin af, ég skoðaði bílinn hjá þeim sem skemmdi hann svona og er ekki hissa á astandinu


:shock:

Afhverju var hann skemmdur svona ??


Sagan segir....

Z kaupir bílinn af X....

Z borgar ***.***kr sem að er 20% af kaupverði, en lætur svo ekki heyra meira í sér....

X sendir Í og D að sækja bílinn, sem að þeir gera...

Z verður brjálaður þegar að bílnum hefur verið komið til X og finnur bílinn og mölvar rúður og tæmir úr slökkvitæki í bensíntankinn og hellir rafgeymasýru/pækil eða tæmir slökkvitæki í húddið á bílnum...

Í eða D kaupa svo bílinn á niðursprengdu verði, koma honum í ökuhæft ástand og selja H bílinn

Bíllinn hefur eflaust verið hið fínasta eintak áður en að Z komst með puttana í hann og verður mega flottur hjá Herra H...

Author:  íbbi_ [ Sun 28. Apr 2013 00:04 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

það má nú eflaust deila um hversu mikið ég ætti að vera tjá mig um þetta.

en ég fór með kunningja að skoða bíl austur fyrir fjall. heima hjá seljandanum var þessi 540 bíll líka. hann var númerslaus og almennt frekar sjúskaður, þetta var ungur strákur sem átti þessa bíla og hann virtist alveg vera búinn að berja skítinn hressilega úr 540 bílnum, var búnað brjóta drif, stökkva dáldið hressilega, fokka upp pústinu og e-h en bíllinn var stopp v/ gírveljararofa.

nokkru seinna fer ég að skoða annan bíl til pabba stráksins, 540 bíllinn var ennþá þarna líka og þegar ég fer að tala við kallinn segir hann mér að hann eigi hann núna.

einhverju seinna er bíllinn svo auglýstur, þá er búið að ganga á hann. brjóta rúður. tæma slökkvitæki í tankinn, brjóta topplúguna og flr
ég fer svo ásamt danna sem átti bílin austur í enn skiptið til að versla hann,
þá var hann í eigu manns sem liggur slasaður inni á heilsuhæli þarna fyrir austan, hann segir mér að hann hafi selt stráknum bílinn, ekki fengið hann borgaðann og tekið hann aftur löngu seinna, stuttu eftir að hann tók hann aftur þá var hann skemmdur svona,

danni skiptir um rúðurna og flr og kemur bílnum í gang


ég tek það samt fram að í fyrra commenti mínu :

"íbbi_ wrote:
ég tek samt fram að það er ekki eftir þann sem þú keyptir bílin af, ég skoðaði bílinn hjá þeim sem skemmdi hann svona og er ekki hissa á astandinu"

er ég ekki að fullyrða að sá aðili hafi mölvað rúðurnar og þann pakka, ég veit ekkert hver gerði það og það kemur mér líka ekkert við.

Author:  Alpina [ Sun 28. Apr 2013 00:06 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

Slæm dæmisaga allavega........

hljómar sem slatti af dóp og ofbeldi :shock: :shock:

Author:  íbbi_ [ Sun 28. Apr 2013 00:08 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

nei það var nú ekkert slíkt

Author:  Angelic0- [ Sun 28. Apr 2013 00:10 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

Alpina wrote:
Slæm dæmisaga allavega........

hljómar sem slatti af dóp og ofbeldi :shock: :shock:


Þarf ekki að vera dóp og ofbeldi í málinu til þess að svona gerist...

Þetta er samt alveg klikkað dæmi... bíllinn vinnur samt sem áður þrusu-vel...

Author:  Xavant [ Sun 28. Apr 2013 03:04 ]
Post subject:  Re: BMW E39 540iA

Angelic0- wrote:
Alpina wrote:
Slæm dæmisaga allavega........

hljómar sem slatti af dóp og ofbeldi :shock: :shock:


Þarf ekki að vera dóp og ofbeldi í málinu til þess að svona gerist...

Þetta er samt alveg klikkað dæmi... bíllinn vinnur samt sem áður þrusu-vel...


uu já miðað við að það hafi verið tæmt slökkvitæki í tankinn á honum :!:

Page 2 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/