bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Minn BMW 735i árg 198? (E23) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=6098 |
Page 1 of 2 |
Author: | Þórður Helgason [ Wed 19. May 2004 23:49 ] |
Post subject: | Minn BMW 735i árg 198? (E23) |
Bíllinn minn. Getiði metið með mér hvaða árgerð hann er, miðað við myndirnar? Þetta er pínulítið á reiki. ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Chrome [ Wed 19. May 2004 23:53 ] |
Post subject: | |
Vá til hamingju verulega flottur ![]() ![]() ![]() |
Author: | gunnar [ Thu 20. May 2004 00:03 ] |
Post subject: | |
Mjög smekklegur bíll ![]() |
Author: | Hrannar [ Thu 20. May 2004 01:38 ] |
Post subject: | |
Þetta er 1982 módel |
Author: | Þórður Helgason [ Thu 20. May 2004 08:39 ] |
Post subject: | BMW 735i |
Takk Hrannar, er þetta svar byggt á einhverju öðru en að það stendur í undirskriftinni minni? Hann er skráður eldri, en innréttingin, vélin og 5gíra kassinn finnst mér benda til ekki eldri en 82. Þetta skiptir þó ekki öllu máli, ég er í skýjunum yfir því hvenig er að aka honum. Boddýið er þó það eina sem skyggir á, svolítið ryð á stöku stað. Ég fann bensínbókhaldið síðan 1988 í hanskahólfinu gær, fróðleg lesning. ![]() |
Author: | jens [ Thu 20. May 2004 11:16 ] |
Post subject: | |
Vá þetta er verulega flottur gripur hjá þér. Til hamingju, svo mikill karakter í þessum bílum |
Author: | Chrome [ Thu 20. May 2004 13:40 ] |
Post subject: | |
![]() ...Rosalega er hann flottur að innan!!! ![]() |
Author: | Alpina [ Thu 20. May 2004 15:14 ] |
Post subject: | |
Ef að orginal vél er í bílnum er hann ,,,,,,,,,,örugglega fyrir 06/82 eftir það kom Z-folge soggrein |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 20. May 2004 15:44 ] |
Post subject: | |
KLIKKAÐ ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Þórður Helgason [ Thu 20. May 2004 23:20 ] |
Post subject: | árg. |
Takk fyrir, ég er sammála þessu með soggreinina, en innréttingin, hún kom 1982, sagði einhver, ekki fyrr. Og 5 gíra kassinn, hann var 4 gíra til amk. 81 sá ég í einhverri bók. Hann mætti alveg vera 4 gíra, ég nota 1. gír varla, ég tek af stað nær alltaf í öðrum, 1 gírinn er tímasóun. Vélin virðist vera mjög öflug. ![]() Vantar fallegan gírhnúð, þessi er sprunginn. Fer í germaníu eftir þrjár vikur og hlýt að finnann. PS ég á eftir að ryksuga hann eins og sést og kaupa mér mottur. |
Author: | Chrome [ Thu 20. May 2004 23:23 ] |
Post subject: | |
Arrggg...er þetta mygla þarna í teppinu hægramegin ![]() |
Author: | benzboy [ Thu 20. May 2004 23:26 ] |
Post subject: | |
Er ekki VIN númer í honum? |
Author: | Hrannar [ Fri 21. May 2004 02:20 ] |
Post subject: | |
Það er ekki sama mælaborðið í '82 bílnum. Því var þetta ekki rétt skotið hjá mér. Þetta mun vera '80-81 módel ef maður dæmir það af mælaborðinu. Pabbi átti '82 af 728i og það var ekki þetta mælaborð sem við sjáum á þessum myndum. En þetta er hins vegar sama mælaborð og var í '78 bíl sem pabbi átti. |
Author: | gstuning [ Fri 21. May 2004 11:00 ] |
Post subject: | |
Ég segi það koddu með vin code það er lítið mál að fletta því upp fyrir þig |
Author: | Þórður Helgason [ Fri 21. May 2004 13:55 ] |
Post subject: | win |
Win code af hnoðaðri plötu er nú ekkert sérstaklega marktækur. Reyndar sýna gögn og WIN code 1980, en ég hélt að þessi innrétting og gírkassi væru yngri. En mér er svosum sama, þetta var aðallega smátrikk til þess að augýsa sjáfan mig... |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |