Ætla aðeins að gera þráð um bíl sem ég keypti fyrir nokkru en hef ekkert getað gert í fyrr en núna en bíllinn sem um ræðir er e36 320 (eins og er) Coupe. Það þekkja örugglega flestir þennan bíl en Omar94 gerði gott fyrir hann en eitthvað hefur hann nú hrörnað síðan þá

Þegar ég fékk bílinn þá var hann með akstursbann út á bremsur, leka á stýrismaskínu og smit á vél og var ýmist annað að plaga hann eins og syncro farið í 2gír, hraðamælir virkar ekki, brotinn framstuðari, skornir gormar að framan og brotin felga og meira svona skemmtilegt .
En ég er búinn að kaupa allt sem þarf til að laga bremsurnar og verður farið í það um helgina og reynt að koma honum á götuna í kringum páskana, svo stuttu eftir að ég keypti hann keypti ég m50b25 og gírkassa sem er ekið um 200 minnir mig og bíður það bara fyrir sunnan eftir hentilegum tíma til að komast í bílinn. Keypti einnig framljós(Hin voru eitthvað leiðinleg og tengin pössuðu ekki í boddý-ið og svo ljót og öll í kítti) og er verið að reyna að laga framstuðarann og verður þetta svona það fyrsta sem gerist í bílnum en svo er eitthvað meira sem mann langar að gera eins og:
Læst Drif(Endilega PM ef einhver á 188mm drif og langar að losna við það)

.
Rífa þennan forljóta spoiler af honum og fá þá bara lip í staðinn og mögulega efri spoiler.
Lækkun (Byrja örugglega á gormum en fer mögulega í Coilovers þegar líður á sumarið.
Og svo bara laga dældir og svona og sprauta.
Læt fylgja með nokkrar myndir af honum sumar ekkert sérstakar en sýna aðeins hvað er um að ræða..
Brotið í stuðaranum

Old vs New

Nýsprautuð nýru

Brotið í felgunni

fáránlega gengið frá spoilernum..
