bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E46 335i - Í startholunum...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=60265
Page 1 of 3

Author:  Angelic0- [ Wed 27. Feb 2013 14:32 ]
Post subject:  E46 335i - Í startholunum...

Upprunalega 318i... M43 gafst upp... þoldi ágætis þjösn, ofhitnaði milljón grilljón sinnum eftir að TB skipti um kælirör sem að sprakk, en festu rörið ekki nógu vel eftir skiptin og svo bara dó þetta...

Fyrirhugað er að setja M62B35TU í hann, allt sem að þarf í swappið er komið, núna snýst þetta bara um aðstöðu og tíma.

Jolly times ahead :D

Bíllinn lítur svona út í dag, ógeðslegt sprautufíklahyski sem að braust inn í hann þar sem að hann stóð fyrir utan verkstæði hjá félaga mínum uppi á Stórhöfða, rispuðu alla hliðina á bílnum, brutu 2 rúður og skemmdu afturhilluna, auk þess að eyðileggja skotthlerann og beygla vel annað afturbrettið og listann undir skotthleranum þegar að þeir spenntu hlerann upp...

Náðu að stela DEPO framljósunum mínum, vatnskassa sem að var í skottinu og eyðileggja bassaboxið mitt, en hérna eru myndirnar;

Image

Bíllinn:
Image
Image
Image

Mótorinn sem að fer í er semsagt M62B35TU motor, kemur úr YY286 535i E39 sem að ég átti og eflaust e'h muna eftir...

Ætlaði upprunalega að nota M50 adapter plate og ZF gírkassa úr E46 325i, en rak mig nýverið á það eftir að Tóti benti mér á það að trigger hjólið er á swinghjólinu og crank skynjarinn boltast í gírkassann, þannig að ég þarf að finna G420.

Varðandi að koma mótornum fyrir, þá skilst mér að TU/X5 pústgreinar eins og ég er með séu bara direct fit, og þarf ég í raun bara að færa stýrismaskínuna aðeins nær bitanum, um leið þarf að smíða mótorfestingar en þær koma þar sem að jafnvægis-stöngin er orginal.

Þegar er búið að smíða festingarnar svo að sá hluti er klár, vantar bara að fabricate-a mótorbitann aðeins svo að það sé hægt að færa stýrismaskínuna nær.

Image

Og varðandi hvað ég ætla að gera í jafnvægisstangarmálum þá hafði ég hugsað mér að notast við E30 setup, en það er svona;

Image

Er búinn að tækla rafmagnið fyrir elektrónísku inngjöfina og sé það ekki sem stóran þröskuld að víra mótorinn upp þar sem að ECU og DME rafkerfi E46 er það sama og í post 11/98 E39, eini munurinn er að rafkerfið er lagt til hægri í E46 en það er lagt til vinstri í E39... MS43 og DME fyrir M62/S62 eru með sama plug-pattern og því er þetta næstum plug&play!

Var að fá DME aftur frá RPM Motorsport en þeir syncuðu það við EWS sem að er í bílnum fyrir, þannig að þetta ætti að vera bara turnkey um leið og allt er komið á sinn stað ;)

Fyrirhugað var að gera það besta úr þessu innbrotsveseni og mála tíkina en það verður ekki strax...

Author:  íbbi_ [ Wed 27. Feb 2013 23:11 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

það verður gaman að sjá hvort þetta hafist, mig langar sjálfum mikið í svona kram í E46, draumurinn var alltaf E36 með m60. en langar í E46 með m62TU núna, ekkert tjún, engan háfaða, sjálfskipt og þægilegt

Author:  Yellow [ Wed 27. Feb 2013 23:28 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

Flott plön 8)


En á þetta vera BSK eða SSK ?

En ég ætla að vona að þetta ógeðslega hyski fái þetta 10falt í bakið :evil:

Author:  Angelic0- [ Thu 28. Feb 2013 00:43 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

íbbi_ wrote:
það verður gaman að sjá hvort þetta hafist, mig langar sjálfum mikið í svona kram í E46, draumurinn var alltaf E36 með m60. en langar í E46 með m62TU núna, ekkert tjún, engan háfaða, sjálfskipt og þægilegt


Sé enga ástæðu fyrir því að þetta ætti ekki að hafast, snýst meira um aðstöðu og tíma...

Er að vinna að mjög stóru verkefni sem að snýr að öllum íslenskum mótorsportiðkendum, og kemur vonandi til með að upphefja íslenskt mótorsport og vonandi koma því á nýtt level :!:

Planið er að hann verði beinskiptur með G420, myndi samt alveg sætta mig við 5gang líka...

Er með adapter plate fyrir G250/ZF320 kassa sem að ég hef ekkert að gera við þar sem að ég þarf OEM S62/M62TU swinghjól til þess að þetta virki...

Er alvarlega farinn að íhuga að gera þetta sjálfskipt til þess að flýta þessu og kannski converta í manual seinna...

Þetta fer ekki í gang fljótlega, en ákvað að sletta þessu hérna inn.. svona fyrir ykkur að sjá...

Ég veit hvaða hyski braust inn í bílinn, ég veit hvar framljósin eru.... pólitíkin í kringum þetta sorp lið er bara þannig að maður varla nennir að gera veður úr þessu...

Sævar bErio ætti að kannast við kauða :lol: eða öllu heldur Pabbi hans...

Author:  Fatandre [ Thu 28. Feb 2013 14:33 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

Hvað varð um þessar 19" Mpars?

Author:  Angelic0- [ Thu 28. Feb 2013 20:43 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

Fatandre wrote:
Hvað varð um þessar 19" Mpars?


Þær eru undir E39 hjá Xavant....

Author:  Nonni325 [ Thu 28. Feb 2013 23:45 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

Líst vel á þetta, verður gaman að fylgjast með :thup:

Author:  ///MR HUNG [ Fri 01. Mar 2013 00:27 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

Hvenar ætlarðu nú að læra að klára EINN bíl áður enn þú veður í fleiri á meðan :santa:

Author:  Angelic0- [ Fri 01. Mar 2013 15:16 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

///MR HUNG wrote:
Hvenar ætlarðu nú að læra að klára EINN bíl áður enn þú veður í fleiri á meðan :santa:


Var ég ekki að segja það... ég er ekkert að vinna í þessum, ég á þetta bara til... og það verður ekkert update hér fyrr en að ég er búinn að hreinsa af borðinu....

Seldi M30B35 E34 Turbo verkefnið, vantaði fjármagn til að kaupa VEMS og svona smá pillerí sem að vantar, félagi minn klárar það þegar að tími gefst...

E36 320i Turbo er bara þarna.... það gerist eitthvað ef að það gerist... allt dótið er til, þetta er meira bara svona... þegar ég nenni dæmi...

Cummins er svo til ready, vantar að losa compressor húsið og compressor hjólið fyrir HX60 úr tolli (eftir helgi) og fá nýjan öxul í hana (kemur næstu mánaðarmót).. skipta um þverstífuna að framan og setja í hann nýjan stýrislink...

Þetta mætir svo bara afgang... vantar í raun bara húsnæði undir þetta þar sem að húsið sem að ég var í er kjaftfullt af hjólhýsum og tjaldvögnum :lol:

Author:  Angelic0- [ Thu 18. Apr 2013 23:36 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

Þetta er að frétta... annars ekkert meira :P

Image

Author:  gardara [ Fri 19. Apr 2013 02:00 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

Flott að sjá að myndavélin er komin í lag :thup:

Author:  Fatandre [ Fri 19. Apr 2013 09:33 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

Er þetta ekki v8?

Author:  Einarsss [ Fri 19. Apr 2013 09:57 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

Þarf ekki að modda pönnuna massíf til að þetta passi í e46?

Author:  Zed III [ Fri 19. Apr 2013 11:30 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

Einarsss wrote:
Þarf ekki að modda pönnuna massíf til að þetta passi í e46?


Mér skilst að panna úr X5 geri góða hluti í svona. Sumpið er að aftan og það hjálpar vegna plássleysis við stýrismaskínuna. Það gildir amk í e36.

Author:  Angelic0- [ Fri 19. Apr 2013 13:14 ]
Post subject:  Re: E46 335i - Í startholunum...

eða færa stýrismaskínuna aðeins nær subframe-inu... þetta var bara test fitment til að sjá hvað það er mikið sem að þarf að breyta...

langar samt að skoða þetta X5 olíupönnumál...

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/