Búinn að eiga þennan í nokkra mánuði og ákvað loksins að gera þráð um hann þarsem hann er búinn að lenda í hinu og þessu í minni eigu
Sá þennan bíl auglýstan til sölu á bland.is og ég keypti hann samdægurs! það var auðvitað hitt og þetta sem þarf að gera við og lakkið var ekki uppá sitt besta. Ég prufaði svo að flétta honum upp í ökutækjaskránni og fann út að bílinn var fluttur hingað inn 2002(ef mig minnir rétt) og hafi verið í eigu sama mannsins síðan þá sem var fertugur maður, svo tæknilega séð er ég annar eigandi bílsins á íslandi (fyrir utan náungan sem ég keypti hann af, hann átti hann í sirka 5tíma

) og auk þess fann ég út að bílinn var tjónalaus.. en það entist ekki lengi. Þegar óveðrið skall á í Nóvember lenti ég í því "skemmtilega" atviki að fá trampólín yfir bílinn, það fór einhvernveginn yfir bílinn og náði að rispa báðar hliðarnar, toppinn og lamdi einn spegilinn af ásamt því að brjóta afturrúðuna mína og eyðileggja afturhilluna! En það vildi svo heppilega til að fólkið sem átti trampólínið bönkuðu uppá daginn eftir og sögðust ætla taka fulla ábyrgð á þessu og sjá til þess að þetta yrði lagað af tryggingunum! semog þær gerðu, var að fá bílinn í hendurnar í gær og gæti ekki verið sáttari
finn ekki myndir frá því að ég fékk hann fyrst en redda þeim seinna, hérna eru myndir frá trampólínslysinu

og svo eru þetta myndir teknar eftir viðgerðina!



Það er algjör draumur að keyra bílinn og þetta er klárlega besti bmwinn sem ég hef átt hingað til, enda drekkhlaðinn aukabúnaði og ekki ekinn nema 160þús kílómetra

Planið er samt að eiga hann vonandi sem lengst og ég er kominn með svona nokkurnveginn hugmynd hvernig ég vill að hann endi
Dót sem ég er búinn að redda og hendi vonandi á bílinn í byrjun næsta árs:Mtech framstuðari
Mtech afturstuðari
Coilovers
Oem M-parallel
Angel eye's
Skottlipp
Planið er semsagt að hafa hann helslammaðann og full mtech fyrir næsta sumar!

Endilega kommentið og komið með einhverjar hugmyndir fyrir planlistann!