bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=59239
Page 1 of 2

Author:  slapi [ Sun 16. Dec 2012 22:18 ]
Post subject:  M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

Ætla að henda upp léttum þræði meðan ég tek M62 mótor upp.

Þessu mótor átti sýna lífdaga RangeRover áður en ég tók mótorinn í fóstur þar sem RR fékk nýjan.


Læt fylgja þessu afrakstur kvöldsins en ég er búinn að rífa mótorinn alveg niður og er að fara í það að panta sem vantar.

Blokkin alveg stráheil en þarfnast þrifnaðar.
Image

Image

Image

Image

Image

Image

Ýmislegt benti til þess að olíuskiptum hafi verið trassað á mótornum , t.d. ef litið er vel í olíu göng og eins á stimplinum er töluvert af brunni olíu til staðar.
Töluverð drulla var til að mynda að finna undir höfuðlegunum ásamt leyfum af olíusíu og í olíugöngum hjá oiljetunum sem sjá um smurningu og kælingu á
stimplum fannst líka þessi myndarlegi bútur af Latex hanska sem reyndar gleymdist að taka mynd af.
Image
Image


Slit komið í stangarlegur
Image

Image



Síðan er alltaf þetta leiðindar málingavesen á ventlalokunum en það vill springa lakkið og verður forljótt.
Image

Image




Vissulega er mælt með að kítta í raufina á ventlalokspakkningum á M62 en það er hægt að gera það snyrtilegra en þetta
Image

Image




En ég tók mig til í kvöld og sandblés annað ventlalokið en þau verða máluð og er ég að leita að lit sem ætti að verða nálægt því að vera állitað.
Image

Image

Image

Image





Síðan spyr maður sig hvað maður ætlar að gera við þetta þegar maður klárar þetta.
Þessi hvíti bíður nú alltaf að láta nostra eitthvað við sig en annars hef ég ekki hugmynd hvað ég geri við þennan mótor , ég ætla allaveganna
að klára að raða honum saman og sé til hvað sé til af dóti.

Image

Image

Image





Ég skal reyna ða vera duglegur að henda inn myndum ef eitthvað smokrast áfram í þessu

Author:  Alpina [ Sun 16. Dec 2012 22:32 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

Láttu glerblása lokin,, það er eins og NÝTT 8) 8) 8) 8) 8)

Author:  IvanAnders [ Sun 16. Dec 2012 23:03 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

M62 í E39 steisjon, M57 í E36 kúp! 8)

Author:  ömmudriver [ Sun 16. Dec 2012 23:13 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

Það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni en þú verður að taka nóg af myndum :)

Það vantar líka alveg inní söguna hvað kom fyrir þennan mótor, var það bara slit í legum eða hitnaði hann? Og þetta stóra hringlótta "hólf" hægra megin á tímakeðjulokinu er þetta olíusíuhúsið?

Author:  Tóti [ Mon 17. Dec 2012 00:36 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

ömmudriver wrote:
Það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni en þú verður að taka nóg af myndum :)

Það vantar líka alveg inní söguna hvað kom fyrir þennan mótor, var það bara slit í legum eða hitnaði hann? Og þetta stóra hringlótta "hólf" hægra megin á tímakeðjulokinu er þetta olíusíuhúsið?


Þetta hólf er fyrir vatnskældann alternator

Author:  Danni [ Mon 17. Dec 2012 05:29 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

Tóti wrote:
ömmudriver wrote:
Það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni en þú verður að taka nóg af myndum :)

Það vantar líka alveg inní söguna hvað kom fyrir þennan mótor, var það bara slit í legum eða hitnaði hann? Og þetta stóra hringlótta "hólf" hægra megin á tímakeðjulokinu er þetta olíusíuhúsið?


Þetta hólf er fyrir vatnskældann alternator


Úff hvað það er leiðinlegt að eiga við þessa vatnskældu alternatora!

Davíð, reddaðu nú öðru tímaloki fyrir blokkina sem gerir ekki ráð fyrir vatnskældum alternator. Það gerir allt saman auðveldara ef þú ætlar síðan að setja þetta í eitthvað annað en bíl sem kom með svona vél orginal.

Author:  slapi [ Mon 17. Dec 2012 07:00 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

Alpina wrote:
Láttu glerblása lokin,, það er eins og NÝTT 8) 8) 8) 8) 8)


Ég á nú eina M62B44TU blokk sem búið er að glerblása , hún er mjög flott en ekki alveg áferðin og liturinn er ekki alveg að henta mér.held að ég máli þetta bara.


Danni wrote:
Tóti wrote:
ömmudriver wrote:
Það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni en þú verður að taka nóg af myndum :)

Það vantar líka alveg inní söguna hvað kom fyrir þennan mótor, var það bara slit í legum eða hitnaði hann? Og þetta stóra hringlótta "hólf" hægra megin á tímakeðjulokinu er þetta olíusíuhúsið?


Þetta hólf er fyrir vatnskældann alternator


Úff hvað það er leiðinlegt að eiga við þessa vatnskældu alternatora!

Davíð, reddaðu nú öðru tímaloki fyrir blokkina sem gerir ekki ráð fyrir vatnskældum alternator. Það gerir allt saman auðveldara ef þú ætlar síðan að setja þetta í eitthvað annað en bíl sem kom með svona vél orginal.


Það er eins og þú lesir hugsanir , ég ætlaði einmitt á næstu dögum að henda inn auglýsingu og óska eftir M60-M62 loki , það sem ég græði mest á því er nátturulega pláss , mesta sem ég er að horfa í er að stýrisdælan kemur ofar.
Mér líkar alls ekki illa við vatnskældu toranna.

Author:  gstuning [ Mon 17. Dec 2012 08:55 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

Það væri fjör að sjá þetta í E36.

Author:  slapi [ Fri 21. Dec 2012 17:47 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

Tekið létt session eitt kvöldið í vikunni og voru ventlalokin máluð beggja megin , heldur til blinguð fyrir minn smekk en ég mun máta þau á mótorinn áður með plastlokin yfir keflunum áður en ég fer að finna orginal litinn á þetta. Áferðin er ágæt


Image

Image

Image

Image

Image

Kannski of margar myndir af ventlalokum



Image

Þegar ég skoðaði þessa lélegu mynd finnst mér liturinn ekki vera fjarri lagi

Author:  Sezar [ Fri 21. Dec 2012 19:18 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

Góður!
Vona samt að þú hafir coverað Porkerinn þarna áður en þú málaðir :lol:

Annars get ég lánað þér massavél........

Author:  slapi [ Fri 21. Dec 2012 20:13 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

Vittu til að myndin er sviðsett , líklega voru lokin máluð tvem dögum áður ;)
PS hvenær sækirðu lykilinn?

Author:  Sezar [ Fri 21. Dec 2012 22:22 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

slapi wrote:
Vittu til að myndin er sviðsett , líklega voru lokin máluð tvem dögum áður ;)
PS hvenær sækirðu lykilinn?



:lol:

Vá....gott að þú minntir mig á hann. Kem á næsta ári :wink:

Author:  aronjarl [ Fri 21. Dec 2012 23:56 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

þetta m6x æði er að tröllríða öllu.

Author:  tinni77 [ Sat 22. Dec 2012 02:18 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

aronjarl wrote:
þetta m6x æði er að tröllríða öllu.


http://www.youtube.com/watch?v=wXw6znXPfy4

Author:  sh4rk [ Sat 22. Dec 2012 02:43 ]
Post subject:  Re: M62B44TU uppgerð , framtíðin óráðin

Enda er V8 málið 8)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/