Best að henda inn þræði um nýja bílin okkar en annar Passatinn fékk að fara fyrir þennan í vikunni.
Þetta er semsat E36 M3 framleiddur 13.03.1995, með 3.0l S50B30US mótor og sjálfskiptingu
Það verður nú að segjast að þó þetta sé ekki Euro ITB mótor með alvöru flækjum og snúningum þá alveg þræl vinnur þetta! Svo er bara fínt að hafa þetta ssk, algjör óþarfi að vera að rúnkast í gírum alla daga þegar maður keyrir aðallega í vinnuna, ræktina, búðina og til baka.
Útlitið er alveg að gera sig fyrir mig, sérstaklega eftir að fallegu króm ljósin fóru af (eru btw til sölu ef einhver vill) og vader sætin eru náttúrlega æði.
Svona leit bíllinn út þegar við fengum hann. Ekki var lagður mikill metnaður í að taka myndir af honum þarna eins og gefur að skilja


Fyrsta verk var auðvitað að skipa um framljós og stefnuljós en það var gert á fimmtudagskvöldið auk þess að smyrja

Svo var að græja undir hann vetrardekk og felgur en ég átti til m-contour felgur upp á lofti sem þurfti bara að sjæna.

Í dag fór þetta svo undir bílinn og var ég bara sáttur þegar ég kíkti á bremsurnar.

Að lokum nokkrar myndir frá því í dag:










Við hjónin erum allaveganna sátt, þetta vinnur flott, snar lúkkar, eyðir ekki miklu, æðisleg innrétting, svín liggur, bremsar flott, læst drif og rétta merkið á skottinu. Hvað þarf maður meira.
Já og við fengum þessa glæsilegu gestabók frá afa Sæunnar og leyfi mér að fullyrða að það á enginn annar í heiminum svona
