bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bmw E30 325i 1990 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=59027 |
Page 1 of 1 |
Author: | Hinrikp [ Tue 27. Nov 2012 03:59 ] |
Post subject: | Bmw E30 325i 1990 |
Sælir Eflaust margir kannast við þennan bíl en ég kaupi hann í janúar af honum Robba318is og þá er ýmislegt sem þarf að dytta að bĺlnum. En þegar að ég kaupi bílinn lítur hann svona út ![]() og stóð hann svona restina af vetrinum þar til að ég kaupi undir hann nýjar felgur og smelli á hann SE/IS sílsa og lækkann með coilovers sleeves Þá lítur hann út nokkurn veginn svona ![]() ![]() Fór á bíladaga á bílnum og hann stóð sig bara með prýði ![]() ![]() ![]() Kíkti svo í myndatöku með honum eMilk og heppnaðist það bara nokkuð vel ![]() ![]() ![]() ![]() Síðan hérna eitthvað um bílinn, en upprunalega er þetta 316 en fékk svo seinna mér m20b25 mótor úr cabrionum hans sveinka held ég að passi? ![]() sem að fékk svo einnig fullt af öðrum góðgætum eins og Hella dark framljós, læst drif, diskabremsur að aftan, stærri öxla, omp körfustóla (langar einhverjum í þá?) ![]() En núna situr bíllinn bara inní skúr og bíður eftir því að ég nenni að gera eitthvað í honum. Það eru svosem ekki mikil plön fyrir bílinn, ætla samt að rífa úr honum filmurnar og skipta út aftari hliðar rúðunum fyrir "pop outs" rúðum sem að ég á til. Lækkann meira að framan og fá mér spacera að aftan. Síðan einhver tímann seinna meir huga að vélarmálum. |
Author: | ömmudriver [ Tue 27. Nov 2012 05:16 ] |
Post subject: | Re: Bmw E30 325i 1990 |
Helvíti flottur E30 hjá þér sem snarlookar á þessum felgum ![]() Mótorinn kemur úr Cabrio hjá Sveinka og hann er með Racing Dynamics flækjur(ef mig misminnir ekki) en hvað á að fá sér í stað körfustólana? |
Author: | Mazi! [ Tue 27. Nov 2012 10:27 ] |
Post subject: | Re: Bmw E30 325i 1990 |
Þetta er hrikalega flottur bíll,, á mega subbulegum felgum að vísu ![]() |
Author: | Yellow [ Tue 27. Nov 2012 11:41 ] |
Post subject: | Re: Bmw E30 325i 1990 |
Hef eginlega verið ástfanginn af þessum E30 síðan ég sá hann allra fyrst, Barílagi það sem þú hefur gert fyrir hann ![]() |
Author: | jens [ Tue 27. Nov 2012 11:49 ] |
Post subject: | Re: Bmw E30 325i 1990 |
Alltaf endalaust flottur þessi og frábært að það séu enn til svona flottir E30 bílar en þeim hefur fækkað verulega á síðustu árum. |
Author: | einarivars [ Tue 27. Nov 2012 14:30 ] |
Post subject: | Re: Bmw E30 325i 1990 |
Rosalega flottur hja ther hinrik |
Author: | Alpina [ Tue 27. Nov 2012 18:32 ] |
Post subject: | Re: Bmw E30 325i 1990 |
Þessi mótor var HÖRKU góður þó ég segi sjálfur frá.. Flækjurnar eru líklega mesta 6 röra porn EVER í E30 þessi bíll SKÍTVANN,,,,,,,,,,,,,,, ![]() ![]() ![]() |
Author: | maxel [ Wed 28. Nov 2012 02:11 ] |
Post subject: | Re: Bmw E30 325i 1990 |
Þetta eru reyndar ekki RD flækjur, ég var með þannig í gamla mínum KT-671. |
Author: | odinn88 [ Wed 28. Nov 2012 02:54 ] |
Post subject: | Re: Bmw E30 325i 1990 |
þvílíkt heitur e30 hjá þér ![]() |
Author: | ömmudriver [ Wed 28. Nov 2012 15:05 ] |
Post subject: | Re: Bmw E30 325i 1990 |
maxel wrote: Þetta eru reyndar ekki RD flækjur, ég var með þannig í gamla mínum KT-671. Spurning hvort að þetta séu gömlu flækjurnar mína a la Hartge ![]() |
Author: | omar94 [ Wed 28. Nov 2012 15:54 ] |
Post subject: | Re: Bmw E30 325i 1990 |
geðveikur E30 ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |