bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW ///M3 2003 (E46) *ARENA* https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=57785 |
Page 1 of 10 |
Author: | Hreiðar [ Sun 19. Aug 2012 09:23 ] |
Post subject: | BMW ///M3 2003 (E46) *ARENA* |
Sælir kraftsmenn, ég ákvað að selja TT og fá mér aftur BMW. Var orðinn þreyttur á því að vera BMW-laus enda búinn að vera það of lengi! BMW M3 varð fyrir valinu. Enda ekki búinn að dreyma um annað síðan ég var krakki. Bíllinn er ótrúlega fallegur, lakkið lítur mjög vel út og ekki get ég kvartað undan akstrinum! Smá um bílinn: BMW M3 (E46) 2003 model Carbon Schwarz Ekinn 82xxx KM 19" OEM M3 felgur Xenon 6 diska magasín Svört leðruð sportsæti með 3 minnum. Fyrri eigandi hefur breytt svolitlu í þessum bíl eins og: Bilstein fjöðrun - Eibach stífur - UUC Stage 2 kúpling - UUC léttara flywheel - UUC Short shifter - Magnaflow pústkerfi - K&N loftinntak - Carbon fiber Splitters - Svartbotna Stefnuljós Ef ég á að segja eins og er þá veit ég ekki alveg hvað allt er, en ætla að komast að því og læra meira um bílinn! Plön: Ég reyndar hef engin klikkuð plön. Bara halda 110% viðhaldi á honum og vera duglegur að dekra við hann með góðu bóni. Ég hef verið að hugsa um það að setja í hann ljósar filmur allan hringinn en er ekki viss með það. Svo er reyndar einn kastari brotinn í stuðaranum, en ég á þá báða til. Endilega komið með hugmyndir hvað ég ætti að gera. ![]() Tók tvær myndir af honum í fyrradag um leið og ég fékk hann. Ekki hafa áhyggjur af M merkinu á grillinu, ég var ekki lengi að rífa það úr! ![]() ![]() ![]() kv, Hreiðar |
Author: | jens [ Sun 19. Aug 2012 11:00 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Til hamingju með þennan, ótrúlega flottur bíll og ekki slæmar breytingar sem búið er að gera við hann. Ég myndi sennilega ekki breyta neinu, bara bóna og keyra ![]() |
Author: | ppp [ Sun 19. Aug 2012 11:32 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Dayum. ![]() P.s. Ef þetta er OEM xenon, þá er það minnir mig 4300K. |
Author: | Hreiðar [ Sun 19. Aug 2012 11:48 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Jens: Takk fyrir það ![]() ppp: Það er sennilega rétt hjá þér ![]() |
Author: | apollo [ Sun 19. Aug 2012 13:02 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Gríðarlega flottur bíll ! Til hamingju með hann |
Author: | SteiniDJ [ Sun 19. Aug 2012 14:25 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Svakalega er hann fallegur! Til hamingju með að vera kominn í rétt merki aftur, og það heldur betur í stæl. |
Author: | Hreiðar [ Sun 19. Aug 2012 15:42 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Takk fyrir strákar ![]() Er núna búinn að kaupa fullt af hreinsiefni og næringu hjá Dr. Leður. Ætla að taka leðrið í gegn. Leðrið er svart og lítur mjög vel út, en um að gera að hreinsa það upp og næra það ! Svo er reyndar leðrið í stýrinu og á gírhnúaanum aðeins farið að láta sjá á sér. Ætla að hringja í Dr. Leður og gá hvort hann gæti eitthvað reddað því með lit, ef það væri smekklega gert, sem ég hef trú á. Svo eru cupholders í bílnum. Eitthvað sem ég hef lítinn áhuga á að hafa. Er ekki hægt að kaupa hólf í staðinn og plögga því þar sem þeir eru? kv, Hreiðar |
Author: | SteiniDJ [ Sun 19. Aug 2012 17:23 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Ertu að tala um cupholders á milli gírhnúa og arm-rest? Ef svo, þá er ekkert mál að rífa það upp og setja annað hólf í staðinn. Getur valið á milli þess að vera með opið hólf eða hólf sem þú getur opnað og lokað. Dæmi |
Author: | Hreiðar [ Sun 19. Aug 2012 17:25 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
SteiniDJ wrote: Ertu að tala um cupholders á milli gírhnúa og arm-rest? Ef svo, þá er ekkert mál að rífa það upp og setja annað hólf í staðinn. Getur valið á milli þess að vera með opið hólf eða hólf sem þú getur opnað og lokað. Dæmi Yes, einmitt. Ætla að panta svona, hata glasahaldara ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Sun 19. Aug 2012 17:27 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Væri ekkert á móti cup-holders í Z4... Bara vont að vera með drykk í bílnum. ![]() |
Author: | bimmer [ Sun 19. Aug 2012 17:39 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Flottur bíll - til hamingju! |
Author: | Aron M5 [ Sun 19. Aug 2012 17:41 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Það var hólf í honum, en því skipt ut fyrir cupholderinn (skiljanlega) ætti sennilega einhver af fyrri eigendum að vera með þetta hólf, skal spyrja 2 af þeim fyrir þig. |
Author: | ömmudriver [ Sun 19. Aug 2012 18:20 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Geggjaður bíll og til hamingju með hann! |
Author: | ///MR HUNG [ Sun 19. Aug 2012 22:02 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Hreiðar wrote: SteiniDJ wrote: Ertu að tala um cupholders á milli gírhnúa og arm-rest? Ef svo, þá er ekkert mál að rífa það upp og setja annað hólf í staðinn. Getur valið á milli þess að vera með opið hólf eða hólf sem þú getur opnað og lokað. Dæmi Yes, einmitt. Ætla að panta svona, hata glasahaldara ![]() Ég á örugglega hólf til að skipta við þig á skrítna barn ![]() |
Author: | ppp [ Sun 19. Aug 2012 22:10 ] |
Post subject: | Re: BMW ///M3 2004 (E46) |
Hreiðar wrote: SteiniDJ wrote: Ertu að tala um cupholders á milli gírhnúa og arm-rest? Ef svo, þá er ekkert mál að rífa það upp og setja annað hólf í staðinn. Getur valið á milli þess að vera með opið hólf eða hólf sem þú getur opnað og lokað. Dæmi Yes, einmitt. Ætla að panta svona, hata glasahaldara ![]() Það ætti að vera auðvelt fyrir þig að selja cupholderinn og fá eðlilegt hólf+pening í staðinn. Það eru flestir sem vilja helst hafa cupholders þarna í miðjunni, þannig að þeir eru lang verðmætastir. Ég mundi líklega skipta við þig + pening ef ég væri ekki með helvítis gsm síma drasl þarna á milli, sem er nú alveg mest useless boxið af þeim öllum. ![]() |
Page 1 of 10 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |