bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E36 328ia Touring - 10 þúsund mílna markið https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=57764 |
Page 1 of 3 |
Author: | srr [ Thu 16. Aug 2012 20:24 ] |
Post subject: | E36 328ia Touring - 10 þúsund mílna markið |
Í sumar keypti ég mér bíl út í Bretlandi. Við félagarnir,,,,,Arnar Már og Danni fórum svo til Gunna í útskriftina hans úr Oxford Brookes University daginn eftir bíladaga. Það reyndist vera kjörið tækifæri til að koma bílnum heim. Fljúga út til Gunna,,,,,,og svo keyrðum við bara heim til Íslands ![]() En þetta er með betri bílum sem ég hef átt,,,,,,,og reyndist vera mjög gott eintak af E36 Touring. 328ia Touring Framleiddur 24. júní 1998. Sjálfskiptur M52B28 mótor, 192hö. Blár að lit, Orientblau Metallic (317) RHD, stýrið hægra megin Nokkuð vel búinn bíll,,,,,t.d. Dráttarkrókur Ljós leðurinnrétting M sport leðurstýri Leður armpúði Rafmagn í öllum rúðum On board computer Air condition loftkæling Bíllinn var ekinn 124.000 mílur/198.000 km þegar ég sótti hann úti í Bretlandi í lok júní. Síðan er ég búinn að bæta á hann 6.000 mílum/9.600 km á ekki nema tveimur mánuðum ![]() Þar sem ég hef aldrei flutt inn bíl áður þá var þetta ákveðið ævintýri, bæði ferðalagið og svo allt skriffinsku ferlið með innflutninginn á bílnum til Íslands. En mikið rosalega var þetta skemmtilegt ævintýri og er þar að þakka góðum félagsskap frá Arnari og Danna ![]() Vottorð bílsins: ![]() ![]() ![]() Læt fylgja með "nokkrar" myndir úr ferðinni,,,,, Útskriftin hans Gunna,,,,,,Master í mótorsportverkfræði ![]() ![]() ![]() Bíllinn sóttur til Wellingborough í UK. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Þessum leist jafnvel á gripinn eins og eigandanum ![]() ![]() Nokkrum dögum síðar var stefnan tekin á Bitterfeld í Þýskalandi til að sækja annan bíl. Fyrst þurfti að fara yfir til Frakklands og fórum við með Eurotunnel lest. Hliðin við lestarstöðina í Folkstone, UK. ![]() Ekki lengi gert sem lítið er ![]() ![]() EINS GOTT AÐ BEYGJA Á RÉTTUM STAÐ HÉRNA! ![]() ![]() Keyra inn í lestina,,,,, ![]() Low riderinn kominn um borð og lestarferðin yfir til Calais í Frakklandi að hefjast. ![]() Nokkuð mörgum löndum, bensínstöðvum og kílómetrum síðar,,,,,vorum við komnir til Bitterfeld í Þýskalandi. Sóttum þar bíl sem Arnar Már keypti sér, E34 530i V8 beinskiptur touring. ![]() ![]() ![]() Arnar að tanka upp í fyrsta skipti á nýja bílnum,,,,, ![]() Eftir þennan "smá krók" inn í Þýskalandi þá var stefnan tekin á Billund í Danmörku þar sem Danni átti bókað flug til Íslands. A4 í Þýskalandi með E34 touringinn hans Arnars í baksýn,,,, ![]() Danni tilbúinn að tékka sig inn á Billund flugvelli,,,,,,, ![]() Eftir að við skutluðum Danna í flug þá þurftum við að keyra til Hirsthals í Danmörku þar sem við áttum bókað far með Norrænu,,,,,, Ferskir eftir að hafa vakað í sólarhring,,,,,að fara frá Billund flugvelli,,,, ![]() Stoppað og tekið bensín í íslendingabænum Horsens í Danmörku á leiðinni,,, ![]() Hótelið okkar í Hirsthals ![]() Skipið mætt á staðinn,,,,, ![]() ![]() Bíða í röðinni eftir að komast um borð,,, ![]() Kominn um borð og það var sko þéttpakkað ![]() ![]() Meginlandið kvatt,,,,, ![]() Um borð var bara hægt að drekka og sofa. Hér skálaði Arnar með Einari ![]() ![]() ![]() Tveimur sólarhringum seinna vorum við mættir til Seyðisfjarðar í þokuna,,,,, ![]() Komnir á skerið og úr tolli,,,,, ![]() Á leiðinni suður lenti Arnar í því að sprengja dekk á Breiðdalsheiði,,,,það var mjög gaman ![]() ![]() Pósað við Jökulsárlón ![]() ![]() ![]() ![]() Loks á leiðarenda í Keflavík,,,,, ![]() Svo til að klára skráningarferlið þurfti að vigta bílinn. Reyndist hann vera 1420 kg með fullan tank og án ökumanns. ![]() Fyrir,,,,,, ![]() Skráningarskoðunin var án athugasemda,,,, ![]() ![]() ![]() Og í lokin, hér er kort af leiðinni sem við keyrðum úti í Evrópu,,,, ![]() |
Author: | Dagurrafn [ Thu 16. Aug 2012 20:46 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
Flottur bill og skemmtilegur lestur! hlakka til ad sja meira af thessum ![]() |
Author: | Bandit79 [ Thu 16. Aug 2012 21:13 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
flottur touring.. bara bestir ![]() |
Author: | IvanAnders [ Thu 16. Aug 2012 21:32 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
Team touring!!! ![]() Á að LHD convert-a E36? |
Author: | iar [ Thu 16. Aug 2012 22:41 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
Flottur bíll og skemmtileg ferðasaga. ![]() PS |
Author: | HaffiG [ Fri 17. Aug 2012 00:04 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
iar wrote: Held að þetta sé ekki nógu skemmtilegt modd á ssk bíla, nærð ekki að nýta aflið á hærri snúning almennilega. |
Author: | maxel [ Fri 17. Aug 2012 01:07 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
HaffiG wrote: iar wrote: Held að þetta sé ekki nógu skemmtilegt modd á ssk bíla, nærð ekki að nýta aflið á hærri snúning almennilega. wut |
Author: | Emil Örn [ Fri 17. Aug 2012 02:13 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
Skemmtileg saga og gaman að þessu. En nú verð ég að spyrja, og er örugglega ekki eini sem veltir þessu fyrir sér... Afhverju að hafa fyrir því að flytja inn E36 Touring með stýrið vitlausu megin ásamt tvílitum E34 Touring? (Er ekki að vera hater, í alvöru, bara að forvitnast og langar að heyra hvað gerir þessa bíla þess virði.) |
Author: | srr [ Fri 17. Aug 2012 02:53 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
Emil Örn wrote: Skemmtileg saga og gaman að þessu. En nú verð ég að spyrja, og er örugglega ekki eini sem veltir þessu fyrir sér... Afhverju að hafa fyrir því að flytja inn E36 Touring með stýrið vitlausu megin ásamt tvílitum E34 Touring? (Er ekki að vera hater, í alvöru, bara að forvitnast og langar að heyra hvað gerir þessa bíla þess virði.) Alveg sanngjörn spurning. Ég flutti nú bílinn inn bara til að nota hann,,,RHD skiptir litlu máli, ég er búinn að keyra tæpa 10 þúsund km svona og tek ekki lengur eftir þessu. Hvað gerir hann "þess virði",,,,,,þá er þetta ríkulega búinn touring bíll með dráttarkrók sem ég get bæði notað í vinnuna, ferðalög með fjölskylduna o.s.frv. Keyrði hann meira segja 2.400 km innanlands með fjölskylduna í júlí, með fellihýsi í eftirdragi ![]() Varðandi touringinn hans Arnars, þá ætla ég að leyfa honum að svara því. IvanAnders wrote: Team touring!!! ![]() Á að LHD convert-a E36? Nei, það er allt of mikið vesen fyrir eitthvað sem ég tek ekki lengur eftir. |
Author: | maxel [ Fri 17. Aug 2012 03:15 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
Held hann hafi aðalega verið að pæla í hvort að þetta borgaði sig. |
Author: | srr [ Fri 17. Aug 2012 03:22 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
maxel wrote: Held hann hafi aðalega verið að pæla í hvort að þetta borgaði sig. Frekar kjánaleg spurning. Aðeins þeir sem hafa ekki unnið heimavinnuna sína myndu fara út í þetta ferðalag og vesen ef það myndi svo ekki borga sig. Þess má líka geta að það eru bara tveir E36 328i touring núna á landinu,,,,,,,minn og bíllinn sem Gunnar á. Svo ég var bara að bæta í flóruna af skemmtilegum bílum ![]() |
Author: | ömmudriver [ Fri 17. Aug 2012 04:43 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
BARA skemmtileg ferð og takk sömuleiðis Skúli ![]() ![]() Ps: Shitt hvað við vorum þreyttir á flugvellinum í Billund ![]() |
Author: | Danni [ Fri 17. Aug 2012 04:47 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
Ég hefði sett mér það til fyrirstöðu að versla RHD bíl fyrir þetta ferðalag, en eftir þetta ferðalag og eftir að þessi bíll er kominn til landsins og ég búinn að fara nokkra rúnta í honum, þá er það engin fyrirstaða! Þetta er alveg miklu minna mál en maður gerir ráð fyrir. Og takk sömuleiðis fyrir ferðalagið. Þetta var bara skemmtilegt! Og verður vonandi endurtekið sem fyrst ![]() |
Author: | Emil Örn [ Fri 17. Aug 2012 11:34 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
srr wrote: Alveg sanngjörn spurning. Ég flutti nú bílinn inn bara til að nota hann,,,RHD skiptir litlu máli, ég er búinn að keyra tæpa 10 þúsund km svona og tek ekki lengur eftir þessu. Hvað gerir hann "þess virði",,,,,,þá er þetta ríkulega búinn touring bíll með dráttarkrók sem ég get bæði notað í vinnuna, ferðalög með fjölskylduna o.s.frv. Keyrði hann meira segja 2.400 km innanlands með fjölskylduna í júlí, með fellihýsi í eftirdragi ![]() Varðandi touringinn hans Arnars, þá ætla ég að leyfa honum að svara því. Ah, ég skil. Las betur yfir Fæðingavottorðið og þá kom það betur í ljós. Þá spyr ég annað, allt þetta ferli, er kostnaðurinn réttlætanlegur versus að kaupa sér bíl hérna heima? Er þetta mikið dýrara? |
Author: | srr [ Fri 17. Aug 2012 21:14 ] |
Post subject: | Re: E36 328ia Touring |
Emil Örn wrote: srr wrote: Alveg sanngjörn spurning. Ég flutti nú bílinn inn bara til að nota hann,,,RHD skiptir litlu máli, ég er búinn að keyra tæpa 10 þúsund km svona og tek ekki lengur eftir þessu. Hvað gerir hann "þess virði",,,,,,þá er þetta ríkulega búinn touring bíll með dráttarkrók sem ég get bæði notað í vinnuna, ferðalög með fjölskylduna o.s.frv. Keyrði hann meira segja 2.400 km innanlands með fjölskylduna í júlí, með fellihýsi í eftirdragi ![]() Varðandi touringinn hans Arnars, þá ætla ég að leyfa honum að svara því. Ah, ég skil. Las betur yfir Fæðingavottorðið og þá kom það betur í ljós. Þá spyr ég annað, allt þetta ferli, er kostnaðurinn réttlætanlegur versus að kaupa sér bíl hérna heima? Er þetta mikið dýrara? Það var ekki heila málið. Ég vildi fá 328i touring með dráttarkrók,,,,,og það var ekki til sölu hér á landi, enda bara einn slíkur til á landinu áður en minn kom. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |