bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E36 Cabrio https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=57637 |
Page 1 of 2 |
Author: | Þórður A. [ Wed 01. Aug 2012 16:26 ] |
Post subject: | E36 Cabrio |
Hæ. Ég keypti þennan bíl fyrir stuttu með það að markmiði að nota hann sem sumarbíl. Þegar að ég keypti hann lág fyrir að það þyrfti að sjóða smá í hann, en aldrei grunaði mig hversu illa farinn hann er. Það kom í ljós eftir að bíllinn var sandblásinn. Bílasetrið í flugumýri sá um sandblástur, mæli með þeim. Það sem að er búið: Sandblása ryð úr bílnum. Skipt um bremsurör frá höfuðdælu og aftur að einhverju "T" splitti. Skipt um bremsudælu að aftan v/m. Skipt um bremsurör og slöngu aftan v/m. Sjóða í gólf. (v/m) Mála vinstri hlið og afturhluta. Það sem að er eftir: Sjóða í gólf. (h/m) Fá ný frambretti (pöntuð koma um mánaðarmótin ág/sep). Sjóða í afturbretti v/m. Sjóða í síls h/m. Skipta um afturljós (eru svolítið sprungin). Skipta um felgur. Vinna fyrir sprautun. Mála. Koma blæjunni í fullkomið lag (þarfnast hjálpar við að opnast og lokast eins og er). Kaupa m3 lista og mtech framstuðara. Hann er með endurskoðun eins og er, en ég fer með hann aftur þegar að ég klára að sjóða í gólfið, og fæ fulla skoðun. Ég hef ekki ákveðið með málun á bílnum, þ.e. hvort að hann verði heilmálaður eða hvort að það verði blettað í hann. Og ef að hann verður heilmálaður hvort að ég skipti um lit. Myndir koma síðar. |
Author: | bErio [ Wed 01. Aug 2012 16:34 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
Er þetta græni bilinn? |
Author: | Danni [ Thu 02. Aug 2012 03:48 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
Eru ekki tveir grænir? Annar þeirra var allavega að koma til Keflavíkur nýlega og hann heitir ekki Þórður sem eignaðist hann. Annars þá langar mig að sjá myndir af þessum. Gaman að því bílar eru gerðir 100% og haldið þannig ![]() |
Author: | bErio [ Thu 02. Aug 2012 08:02 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
Ef þetta er billinn sem var til sölu herna um daginn á um 500kall þá er þetta slatti af vinnu sem þarf að gera Afturbrettin i steiiiik |
Author: | íbbi_ [ Thu 02. Aug 2012 10:03 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
ég er ekki frá því að það séu 3 grænir |
Author: | odinn88 [ Thu 02. Aug 2012 12:06 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
mig langar soldið að fara að sjá mynd |
Author: | Þórður A. [ Thu 02. Aug 2012 17:27 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
Þetta er bíllinn sem að var til sölu hér fyrir stuttu. ![]() Þarna er hann rétt fyrir sandblástur. bErio wrote: Ef þetta er billinn sem var til sölu herna um daginn á um 500kall þá er þetta slatti af vinnu sem þarf að gera Afturbrettin i steiiiik Það er aðeins að hálfu rétt. Brettið v/m var mjög illa farið, en hitt er strá heilt eftir blástur! íbbi_ wrote: ég er ekki frá því að það séu 3 grænir Er þá ekki um að gera að ég skipti um lit? Ég er reyndar mjög óákveðinn í þeim efnum, þar sem að ég nenni ekki að mála vélarsalinn og önnur föls ![]() |
Author: | iar [ Thu 02. Aug 2012 19:08 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
Þórður A. wrote: íbbi_ wrote: ég er ekki frá því að það séu 3 grænir Er þá ekki um að gera að ég skipti um lit? Ég er reyndar mjög óákveðinn í þeim efnum, þar sem að ég nenni ekki að mála vélarsalinn og önnur föls ![]() Er hann ekki Boston Green? Hann er svakalega fallegur glænýr og hreinn! Mæli með að halda honum þannig. |
Author: | Þórður A. [ Fri 24. Aug 2012 14:49 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
![]() Tók mynd af honum um daginn (hurðin er opin vegna þess að þar átti að standa manneskja, en sökum þess að sync snúran í stúdíóljósin mín gleymdist heima varð ekkert úr því). Annars er hann á leið í geymslu yfir veturinn og verður hann tekinn í gegn á meðan. Ég mun að öllum líkindum mála hann hvítann. |
Author: | Þórður A. [ Sat 16. Feb 2013 17:33 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
Ryðbætingar standa enn yfir. Núna er ég búinn að panta ryðbæti stykki fyrir hjólabogann aftan v/m og hjólaskálin þar er öll að verða heil, en allt gengur þetta rólega þar sem ég hef bílinn fyrir vestan og get ekki unnið í honum nema um helgar(þegar að ég nenni vestur). Ég var búinn að panta bæði frambrettin af Stillingu, og beið lengi eftir þeim. Svo komu þau og ég dreif mig með þau vestur, en þá kom í ljós að ég hafði fengið röng bretti (fyrir 4 dyra). 2 dyra bretti voru ekki til þannig ég slúttaði þeim viðskiptum. Nú er ég að vonast til þess að fá bretti á hann. Hann verður áfram í sama lit. |
Author: | bErio [ Sat 16. Feb 2013 22:45 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
Ef ég væri þú myndi ég reyna komast yfir OEM bretti Spurning hvort skúli SRR eigi bretti Hin brettin eru ALLTAF vesen |
Author: | Þórður A. [ Sun 17. Feb 2013 00:13 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
bErio wrote: Ef ég væri þú myndi ég reyna komast yfir OEM bretti Spurning hvort skúli SRR eigi bretti Hin brettin eru ALLTAF vesen Það er planið. Ég er búinn að tala við srr og fæ líkega annað brettið frá honum. Svo er ég búinn að finna hitt brettið notað á ebay. Það er bara mjög lítið til af þessu á landinu! Kv. |
Author: | Þórður A. [ Sat 29. Mar 2014 22:43 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
Var málaður að hluta til áðan. ![]() ![]() Smá ryk og einn og einn leki, en það skiptir ekki öllu, hann verður hvort sem er póleraður. Þið megið endilega giska á litinn ![]() Edit: Er ekki alveg 100% á því að þetta sé loka litur, en sennilega verður hann það í bili. |
Author: | BMW_Owner [ Sat 29. Mar 2014 22:55 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
nú bara skella M50 í þetta og þá ertu good to go |
Author: | Alpina [ Sat 29. Mar 2014 23:00 ] |
Post subject: | Re: E36 Cabrio |
BMW_Owner wrote: nú bara skella M50 í þetta og þá ertu good to go Hafðu bílinn oem,,,,,,, það er bara niður með toppinn og GO GO GO |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |