bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E39 523 Touring- Byrjaður að keyra #2 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=57553 |
Page 1 of 2 |
Author: | Dagurrafn [ Wed 25. Jul 2012 09:14 ] |
Post subject: | E39 523 Touring- Byrjaður að keyra #2 |
Þarsem ég seldi e36'inn um daginn og hef viljað einhvað stærra og þægilegra í einhvern tíma núna ákvað ég að prufa að fá mér e39 Touring sem mér bauðst á lygilega góðu verði, Ætla að taka mér minn tíma til að gera þennan bíl 100% einsog ég vill hafa hann og ætla að reyna að vera duglegur að pósta inn myndum og updeitum! Ég tók eftir bílnum fyrir nokkrum vikum í vinnunni, þarsem hann var búinn að standa í slatta tíma óhreyfður. Ég náði að hafa samband við eigandann og fékk fleirri upplýsingar um bílinn. Það bilaði semsagt skiptingin fyrir einhverju ári og bílinn er búinn að standa síðan. Ég fékk að kaupa bílinn í því ástandi og ætla að dunda mér í því á næstu dögunum að gera hann upp. Vaka kom svo í gær og skutlaði honum heim á planið þarsem hann mun standa þanga til ég er búinn að redda skiptingu í hann, mun vera að dunda mér í honum þangað til. Bíllinn er full leðraður að innan með sjónvarpi og svörtum toppi OEM Xenon ofl! ![]() ![]() Þegar ég fékk hann í hendurnar, einsog sést er ekki búið að þrífa hann LENGI hvorki að innan og að utan! Tek hann svo í almennilegt 3step bón um leið og ég hef tíma og pósta inn betri myndum ![]() ![]() ![]() ![]() Plön: Redda skiptingu [X] henda númerunum á og fá skoðun [X] nýja númeraramma [X] Shadowline [búinn að shadowline'a nýrun. Króm gluggalistarnir verða dekktir þegar bílinn fer í gang] Bera einhvað á leðrið [X] Fjarlægja alla myglu úr bílnum [X] Bón session [X] Leirun [X] Debadge [X] Henda 18" OEM M-parallel felgunum undir hann eða fá aðrar flottari felgur Coilovers [á leiðinni!] hvít/rauð afturljós Massa Endilega koma með hugmyndir og komments! |
Author: | IvanAnders [ Wed 25. Jul 2012 10:23 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
Áhugavert project!! Til hamingju með bílinn! ![]() |
Author: | Nonni325 [ Wed 25. Jul 2012 18:53 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
Til hamingju með nýja bílinn, E39 Touring hafa alltaf heillað mig ![]() |
Author: | ömmudriver [ Wed 25. Jul 2012 19:34 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
Til hamingju með það að vera kominn á Touring ![]() |
Author: | Ásgeir [ Wed 25. Jul 2012 21:09 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
Til hamingju aftur.. geggjaður bíll! |
Author: | Ziggy [ Wed 25. Jul 2012 22:02 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
Til lukku með bílinn. E39 eru ekkert smá skemmtilegir bílar og þessi virðist vera vel búinn ![]() |
Author: | Dagurrafn [ Wed 25. Jul 2012 23:11 ] |
Post subject: | E39 523 Touring "Updeit" bls1 |
Takk allir, gæti ekki verið sáttari við bílinn... nema jú að hann væri gangfær ![]() ![]() |
Author: | Dagurrafn [ Mon 30. Jul 2012 00:06 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring "Updeit" bls1 |
búinn að hafa núll tíma fyrir þennan útaf mikilli vinnu ![]() tók mestmegnið af myglunni en það eru ennþá einhverjir blettir sem ég myndi vilja losna við, ryksugaði hann og shænaði allan vínelinn, á eftir að bera á leðrið og djúpþrífa alla innrétinguna, það verður gert þegar hann verður gangfær. Hugsanlega búinn að redda skiptingu og ég stefni að því að henda henni í, í byrjun águst. Skolaði aðeins of honum en hef ekki komist að því að bóna bílinn. Keypti mér svo tvo BMWKRAFTS númeraplötur á seinustu samkomu, svo þær gömlu fengu að fjúka! tók síðan nýrun af og er að vinna í að gera þau svört ![]() *þvottur *mygluhreynsun * "bmwkraftur" númeraplötur *shadowline nýru ![]() Nýrun voru frekar illa farin.. ![]() rammarnir voru upplitaðir og brotnir.. ![]() hætti í vinnunni um mánaðarmótin og mun taka bílinn veeeel í gegn í næstu viku, bæði að innan og utan ![]() |
Author: | Dagurrafn [ Thu 02. Aug 2012 22:00 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
Hef loksins tíma til að sinna þessum bíl einhvað! Byrjaði á því að taka 3step mothers bón session á bílinn, shadowline'a nýrun og pantaði svo coilovers í hann ![]() *Bón session *Nýrun shadowline'uð og komin á ![]() ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 02. Aug 2012 22:12 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
Væri ekki betra að laga bílinn fyrst áður en maður fer að setja coilovers og felgur á hann? ![]() |
Author: | Dagurrafn [ Thu 02. Aug 2012 22:19 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
Jón Ragnar wrote: Væri ekki betra að laga bílinn fyrst áður en maður fer að setja coilovers og felgur á hann? ![]() hvaða hvaða ![]() |
Author: | bimmer [ Thu 02. Aug 2012 22:22 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
Jón Ragnar wrote: Væri ekki betra að laga bílinn fyrst áður en maður fer að setja coilovers og felgur á hann? ![]() Var gangurinn ekki í ruglinu á þínum meðan þú varst að mála felguboltana fjólubláa???? ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 02. Aug 2012 22:23 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
dassirafn wrote: Jón Ragnar wrote: Væri ekki betra að laga bílinn fyrst áður en maður fer að setja coilovers og felgur á hann? ![]() hvaða hvaða ![]() Haha ekkert mál ![]() Fínt að nýta tímann |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 02. Aug 2012 22:23 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
bimmer wrote: Jón Ragnar wrote: Væri ekki betra að laga bílinn fyrst áður en maður fer að setja coilovers og felgur á hann? ![]() Var gangurinn ekki í ruglinu á þínum meðan þú varst að mála felguboltana fjólubláa???? ![]() Veistu hvað það tók langan tíma að mála þá ALLA?!?!?! ![]() |
Author: | íbbi_ [ Sat 04. Aug 2012 21:06 ] |
Post subject: | Re: E39 523 Touring |
hvað ætlaru að gera við dekkjaganginn og felgurnar sem eru undir honum? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |