bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW2000CA árg 1968. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=573 |
Page 1 of 2 |
Author: | Þórður Helgason [ Wed 15. Jan 2003 23:15 ] |
Post subject: | BMW2000CA árg 1968. |
![]() Bíllinn minn bíður uppgerðar þolinmóður. |
Author: | saemi [ Wed 15. Jan 2003 23:23 ] |
Post subject: | |
[img]http://www.sjobudin.is/Ýmislegt/BMW2.jpg[/img] |
Author: | GHR [ Wed 15. Jan 2003 23:26 ] |
Post subject: | |
Hey, hún vill ekki fara inn ![]() [img]http://www.sjobudin.is/Ýmislegt/BMW2.jpg[/img] |
Author: | Gunni [ Wed 15. Jan 2003 23:31 ] |
Post subject: | |
þið takið kannski ekki eftir því en það er sér íslenskur stafur í þessari slóð, þannig að mér þykir s.s. ekki skrítið að þetta virki ekki. |
Author: | saemi [ Wed 15. Jan 2003 23:33 ] |
Post subject: | |
![]() mig grunar a.... Gunni var einmitt að segja það... íslenski stafurinn í slóðinni ![]() Jæja, prufaði að skella henni inn hjá mér.. og það virkar þannig ! Sæmi |
Author: | Þórður Helgason [ Wed 15. Jan 2003 23:45 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir viðbrögðin, saga bílsins kemur seinna inn hér. 2837 stk framleidd af þessarri týpu á árunum 1965 til 1969 Og fleiri myndir með útlenskum slóðaheitum.... Kveðjur úr fyrsta snjónum í þrjá mánuði í vetur. |
Author: | iar [ Thu 16. Jan 2003 01:33 ] |
Post subject: | |
Þessi er ótrúlega laglegur!! Hlakka til að sjá hann á samkomu ![]() |
Author: | oskard [ Thu 16. Jan 2003 11:05 ] |
Post subject: | |
vááá hvað þetta er fallegur bíll, gangi þér vel með uppgerðina !! ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 16. Jan 2003 11:13 ] |
Post subject: | |
Já hann er mjög fallegur, og er þetta ekki örugglega eini svona bíllinn á landinu. Þetta er óvenjulegt fyrirkomulag á ljósunum. Hlýtur að vera gaman að keyra bíl með svona opinn klefa! |
Author: | Svezel [ Thu 16. Jan 2003 11:40 ] |
Post subject: | |
Glæsilegur bíll |
Author: | Dori-I [ Fri 17. Jan 2003 16:54 ] |
Post subject: | V-378 |
sæll.. ertu búin að eiga þennan bíl lengi?? ég tók eftir því að bíllin er ættaður úr vestmannaeyjum (V-378) var að hugsa hvort þú vitir eikkað um fyrri eigendur?? |
Author: | iar [ Fri 17. Jan 2003 17:02 ] |
Post subject: | |
Þetta virðist virka. ![]() Nota %DD í stað Ý á milli img. |
Author: | iar [ Fri 17. Jan 2003 17:08 ] |
Post subject: | |
Afturbrettin eru óvenjulega útstæð... er það ekki óvenjulegt? |
Author: | saemi [ Fri 17. Jan 2003 18:12 ] |
Post subject: | |
Alveg örugglega ekki original... ! Er þetta ekki bara sett á eftirá vegna rallakstursins? En fallegur bíll annars, þó að mér finnist alltaf 3.0 bíllinn með "venjulegu" ljósunum fallegri... Sæmi |
Author: | Þórður Helgason [ Sat 18. Jan 2003 10:08 ] |
Post subject: | Spurningar vanka... |
2000CA (coupe automatic), framleiddur var líka bara C. (1965 - 1969) Samtals riflega 11900 stk, 2837 eins og minn, upprunalega ssk og með topplúgu, 4 cyl, 120 hö og ssk, ekki mikið fjör þar trúi ég, og alls ekki á par vil útlitið. Bíllinn kom til landsins ca 1977, með Smyrli (nú Norrænu) til Seyðisfjarðar og skiptingin og etv. fleira gaf sig á leiðinni til Rvk. Edward Marx (minnir mig) vann í Hænco á sínum tíma kom á bílnum. Hann lét hann eftir þetta, einhver tók hann og setti í hann Ford V8 og fór að keppa í kvartmílu með slökum árangri. Til þessa að létta bílinn voru unnin á honum ýmiss konar skemmdarverk, m.a. rafmagnsrúðuupphölurunum fyrir hliðarafturrúðurnar hent. Styrkingar voru klipptar innanúr skottlokinu, og fl. En alltaf var original drifið notað, enda læst og frábærlega sterkt. Svo var hent í hann 6 cyl 2800 ´73 m. 4 gíra kassa og virkaði fínt þannig. Ég eignaðist hann 1984, ökufæran á númerum, en ók aðeins í mánuð, hann var skelfilega ljótur, original húddi hafði verið hent og smíðaður hræðilegur fiberhlemmur ofaní gatið, (ekki mikið léttari), brettakantar að framan eins og að aftan (áttu ekkert erindi á bílinn, gamlir VWGolf kantar.) og amk. þrír bláir litir á bílnum, hér og þar. framhald. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |