bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E46 BMW 330CI - 19" BBS (Update @bls 2)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=57203
Page 1 of 2

Author:  GunniClaessen [ Tue 26. Jun 2012 22:49 ]
Post subject:  E46 BMW 330CI - 19" BBS (Update @bls 2)

Var að versla mér helnettan E46 BMW 330CI Coupe áðan.

Er ekkert smá sáttur með bílinn og er þetta mjög gott eintak. Þarf smá klapp til að gera hann 100% en það er planið.
Langar líka að fara í einhverjar útlitsbreytingar.

- 19" BBS felgur.
- Nýlega heilmálaður í flottum gráum lit.
- Sport Leðurinnrétting.
- Glertopplúga.
- Rafmagn í öllu.
- Filmur o.fl.

Ætla að tjékka hvaða týpur af BBS þetta eru. Finnst þetta vera BBS CH en veit ekki. Er að hugsa um Facelift afturljós (passar það á prefacelift?). Síðar var maður eitthvað að gæla við smá lækkun.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Mbk,
Gunnar Smári.

Author:  Aron [ Tue 26. Jun 2012 23:29 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Þræl flottur bíll en Þetta lýtur frekar út eins og BBS CK.

Author:  GunniClaessen [ Tue 26. Jun 2012 23:35 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Já það passar.

http://www.bbsalloywheels.co.uk/wheel-r ... ilver.aspx
Image

Author:  gardara [ Tue 26. Jun 2012 23:37 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Flottar BBS :thup:

Eru þetta original eða replicur?

Author:  GunniClaessen [ Tue 26. Jun 2012 23:38 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Original 8)

Author:  birkire [ Wed 27. Jun 2012 00:43 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

fannst þessi bíll trylltur þegar hann var silfurlitaður á þessum dökku CK

svo er bíllinn í sama lit og felgurnar núna og ekki að púlla það :S

samt virkilega eigulegur bíll, bsk eða ssk?

Author:  Aron [ Wed 27. Jun 2012 00:49 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Hversu breiðar eru felgurnar og dekkin?

Author:  SteiniDJ [ Wed 27. Jun 2012 02:33 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Flottur!

Myndi reyna að skaffa betri myndir af honum við tækifæri samt! :)

Author:  Hreiðar [ Wed 27. Jun 2012 15:19 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Mjög flottur e46. Svo eru alltaf líka klassískar breytingar eins og Mtech og roofspoiler(lip). ;)

edit: og svo helst losa þig við þessu svöörtu afturljós :)

Author:  tolliii [ Wed 27. Jun 2012 15:26 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

what eru afturljósin ekki rauð og smá smokað stefnuljosagler?
En annars helflottur bíll hjá þer :wink:

Author:  GunniClaessen [ Wed 27. Jun 2012 16:51 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Felgurnar eru 19 x 8.0" að framan og 19 x 8.5” að aftan.

Betri myndir koma þegar ég er búinn að dútla aðeins í honum.

Ég er á báðum áttum með afturljósin. Ef ég skipti þeim út þá væri ég helst til í facelift (02-) afturljós ef þau passa.
Ætla að byrja á því að kaupa Xenon og jafnvel sverta botninn í framljósunum og fá mér smókuð stefnuljós.

Sjáum hvað gerist :)

Author:  bErio [ Wed 27. Jun 2012 17:31 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Gera felgurnar aftur ljósar
Mikið snirtilegra

Author:  tolliii [ Wed 27. Jun 2012 17:42 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Já sammála með felgurnar, Ef bíllinn væri ljósari væri þetta málið en bíllinn er of dökkur til að þetta sé að gera sig.
En hvernig eru afturlósin á honum núna?

Author:  GunniClaessen [ Thu 28. Jun 2012 18:07 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Afturljósin eru smókuð. Smá skemmd á vinstra ljósinu.

Er líka að gæla við Shadowline, hvað segja menn um það?

Author:  ///MR HUNG [ Thu 28. Jun 2012 19:24 ]
Post subject:  Re: E46 BMW 330CI - 19" BBS

Taka þessi ljós og spóla yfir þau :thdown:

Shadowline engin spurning :thup:

Svo var þessi bíll alltaf flottur silfulitaður og það er nokkuð spes að mála hann svona og skemma ljósin með því :?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/