bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bíllinn minn
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=569
Page 1 of 3

Author:  SkuliSteinn [ Wed 15. Jan 2003 11:55 ]
Post subject:  Bíllinn minn

Ég er nú bara enn á Vw Golf, 99, Highline.
Stefni að því að fá mér 325 bimma fljótlega. Málið er bara að ég á bara 1 punkt eftir fram í apríl, þá fæ ég 12 punkta skýrteini :twisted:
Þá fær maður sér alvöru bíl.

Mér finnst þessi samt vera alveg geggjaður. Hann er silfurlitaður, samlitaður, spoiler, 17" Antera álfelgur, 200w pioneer hátalarar, 2 15" 800w Amerikan Pro bassakeilur.

Ég er alveg sáttur við hann, langar bara í soldinn kraft :twisted:

Author:  hlynurst [ Wed 15. Jan 2003 12:19 ]
Post subject: 

Það er töluverð breyting að fara úr venjulegum Golf yfir á 325... töluvert meiri kraftur.

Author:  bebecar [ Wed 15. Jan 2003 12:34 ]
Post subject: 

Þú reynir nú vonandi að hemja bensínfótinn meðan aðrir bílar eru í kringum þig er það ekki?

Fyrir hvað eru allir þessir punktar?

Author:  gstuning [ Wed 15. Jan 2003 14:30 ]
Post subject: 

Ef þetta er Skúli í Kef. þá eru sumir kannski þegar þú misstir prófið fyrir norðan á yfir 170kmh,

Glæfrakall þar á ferð,

Author:  SkuliSteinn [ Wed 15. Jan 2003 16:12 ]
Post subject: 

Jú, ég var tekinn fyrir norðan. Ég var að tékka hvað druslan myndi drífa :twisted: Var 1 uppi á Öxnadalsheiðinni kl 3 um nóttina og ég barea stóðst ekki mátið, en það er pottþétt að ég leik það ekki eftir aftur :evil: Tími ekki að missa prófið aftur. Þetta er búið að vera hreint HELVÍTI að vera próflaus.

Author:  Allan E36 [ Wed 15. Jan 2003 20:49 ]
Post subject: 

skil þig ég missti prófið á ak í 1 mánuð fyrir að vera á 104 km/h þegar 50 voru leyfð
var í spyrnu á lancer ssk 88 alveg merkilegt hvað sú drusla komst

Author:  Þórður Helgason [ Wed 15. Jan 2003 22:40 ]
Post subject: 

En Skúli, hvað komst hann hratt. Öruggleg hraðar en í 170.

Ég var þarna á 86 1800 golf fyrir nokkru, það þurfti ekki einusinni að hvetja hann í 180, það bara gerðist sisona.

Það sést ekki eða illa á þessarri sölusíðu vélarstærð eða eitthvað um bílinn yfirleitt.

Author:  saemi [ Wed 15. Jan 2003 23:38 ]
Post subject: 

... og ég sem hef ekki verið tekinn í eitt einasta skipti fyrir of hraðan akstur.... !

Sæmi :D

Author:  Þórður Helgason [ Wed 15. Jan 2003 23:52 ]
Post subject: 

Í fyrsta sinn sem ég var tekinn (ekki eins og það sé alltaf að gerast)
var ég á 63km hraða. Ég var á Moskvítch árg 1968, grænum með sportröndum, kösturum á toppnum og hjólkoppum!!

Fékk löggubíl á eftir mér með ljósum og djöfulgangi.

Trúiðiessu?

Author:  Elli Valur [ Thu 16. Jan 2003 00:43 ]
Post subject: 

ég verð nú að vera samála golf eigandanum um að það er hreint helvíti að vera próflaus er búinn að missa teinið 3 sinnum enn aðins einusinni vegna hraðakstur hitt h#$%itis puntakerfið var rayndar lagður í einelti af lögguni fyrstu 2 árin pælið í því að ég fék segt fyrir að vera eineigður að aftan var stopaður á bensín stöðinni með peruna í höndunum :shock:

Author:  SkuliSteinn [ Thu 16. Jan 2003 11:10 ]
Post subject: 

Ég var kominn yfir 200 þegar ég sá lögguna, nelgdi niður, hún mældi mig samt á 195. Missti prófið í 8 mánuði

Author:  saevar [ Thu 16. Jan 2003 14:20 ]
Post subject: 

Ég hef fjórum sinnum verið sektaður en aldrey á BMW bara á VW Vento

2 fyrir of hraðan akstur í kringum 115 á Reykjanesbrautinni.
1 sinni var tekin mynd á mér að fara yfir á bleiku
1 sinni fyrir að virða ekki stöðvunar skildu. Það var reyndar algjört rugl, bíllinn fyrir framan mig stoppaði fyrir framan línuna en ég aftan við hana. En ég lenti á leiðinlegri löggu sem vildi alls ekki sleppa mér, var meirasegja byrjuð á skýrslunni áður en að ég kom inn í bílinn hjá þeim.

En það fyndna við þetta var að þetta gerðist allt á tveimur vikum. Það var tekin mynd af mér og ég var tekin fyrir hraðakstur eina vikuna. Síðan nokkrum mánuðum seinna var ég tekin fyrir of hraðan akstur og stöðvunarskildu brotið í sömu viku.

Author:  íbbi [ Thu 16. Jan 2003 21:13 ]
Post subject: 

þótt ótrúlegt sé hef ég bara ekki einn einasta punkt fengið síðan égh fékk prófið.. :roll: en já ég hef fengið heilan haug af asnalegum sektum eins og t.d sprunginn parkljósapera einhver 5-7þús kall..

en ég var aftur á móti kominn með nokkra punkta þegar ég fékk teinið :lol:

sumir áttu Trans Am þegar þeir voru 16 :wink:

og mustang þegar þeir voru 15 :P

Author:  morgvin [ Sat 01. Feb 2003 17:59 ]
Post subject: 

bara einn punktur hér fyrir að keyra óvart á móti einstefnu þ.e.a.s. 1 meter inn set í R og blikk blikk hérna er sektin þín !


þó hef ég keyrt á móti löggu á 170, ekið á móti löggu og farið yfir óbrotna línu, reik bremsað fyrir framan hraða mælingu og meira má nú telja upp.

radar varar virka ekki segja annað !!!!

Author:  Jón Þór [ Wed 22. Oct 2003 13:47 ]
Post subject: 

Ég hef einu sinni verið tekinn fyrir of hraðan akstur og það munaði 5 að ég missti prófið! :shock: 40 kall í sekt og ég sé soldið eftir honum í dag! Frá ak. hef ég sett golfinn í 215-220 en það var ekkert auðvelt :lol:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/