bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Re: Bmw e36 323 1995 m50 kominn í gang :D
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=56856
Page 1 of 2

Author:  birkirfs [ Fri 01. Jun 2012 08:58 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 m50 kominn í gang :D

sælir ég verslaði mér e 36 í síðust viku þetta er pa 390 kannast eflaust margir við hann. hérna eru smá það sem er búið að gera fyrir hann upp á síðkastið :D

BMW 323i e36

Tegund: BMW
Undirgerð: E36
Árgerð: 1995
Akstur: 270.xxx á body (eitthvað minna á vél og gírkassa)
Vél: M52B25
Litur: Svartur/Samlitaður
SSK/BSK: BSK

Búnaður:

-Stóra Aksturstalvan
-Tvískipt Digital Miðstöð
-Borbet A felgur: 7,5" framan og 9" aftan
-Ljósbrún og svört innrétting
-Leðursæti
-Hiti í sætum
-Surtuð, Depo fram stefnuljós
-Surtaðir, nýjir kastarar
-Depo framljós (með angel eye's)
-Rafdrifnar rúður frammí
-Rafdrifnir speglar
-Cold air intake
-Raceland Coilover fjöðrun
-Shadowline útlit
-Facelift Nýru
-Filmur afturí
-Lip á skottloki
-Nýleg NGK orginal kerti.
-Pústkerfi úr 325i, tvöfalt alla leið.

Um bílinn, Þegar ég kaupi bílinn:

Vita eflaust margir hvaða bíll þetta er, en hann kom upprunalega með M52B20 vél,
en var skipt út fyrir M52B25. Fluttur inn notaður frá Þýskalandi 1998 og var þá keyrður sirka 52.xxx.
Þegar ég kaupi bílinn brennir hann mikilli olíu og reykir bláum reyk.
Einnig var búið að bletta í húddið og nýrnabitinn orðinn ryðgaður og ljótur.
Einnig var Afturstuðarinn orðinn eitthvað sjoppulegur. Svo hætti miðstöðvarmótorinn að virka.


Það sem var ný búið að gera þegar ég fékk bílinn:

Ég sprautaði húdd, nýrnarbita, nýru og afturstuðara.
Skipti um olíumembru, gummíslöngur sem voru orðnar slappar í kringum olíumembruna og vacuum kerfi.
Skipti um inntakshosuna, kertin í bílnum og lagaði miðstöðvarmótorinn.
Svo var fyrri eigandi nýbúinn að skipta um (MAF) skynjarann. Svo var skipt um eitthverjar ljósaperur hér og þar, þurkur og bíllinn smurður.
Ég setti einnig dökk bmw merki á felgurnar og bílinn.
Lagaði ryðgat undir geyminum í skottinu og skipt um hjólalegu að framan.

það sem á eftir að gera:

panta lip á aftur gluggan ,glær stefnuljós að aftan og eitthvað dúllerí og nýjar felgur

það sem ég er buinn að gera :
setja læst drif
rondell 58 á eftir að mála og gera flottar
[url]=http://imageshack.us/photo/my-images/705/birkir.jpg/]Image

Author:  bjarkiskh [ Sat 02. Jun 2012 05:20 ]
Post subject:  Re: bmw e36 323 1995 svartur (pa 390)

er með nokkrar myndir af bílnum þínum ;)

Image
Image
Image
Image
Image

Author:  krayzie [ Sat 02. Jun 2012 15:09 ]
Post subject:  Re: bmw e36 323 1995 svartur (pa 390)

eru menn á leiðinni á fjöll?

Author:  birkirfs [ Mon 04. Jun 2012 00:25 ]
Post subject:  Re: bmw e36 323 1995 svartur (pa 390)

hahahah heyrðu nei þetta verður græjað :D

Author:  birkirfs [ Mon 11. Jun 2012 09:46 ]
Post subject:  Re: bmw e36 323 1995 svartur (pa 390)

keypti læst drif á föstudaginn nýjir diskar komnir í það fer undir í kvöld :D

Author:  birkirfs [ Fri 20. Jul 2012 10:00 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 rondell komið undir :)

[url][URL=http://imageshack.us/photo/my-images/856/birkir.jpg/]Image[/url]

Uploaded with ImageShack.us[/url]

Author:  IvanAnders [ Fri 20. Jul 2012 10:22 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 rondell komið undir :)

Allt annað að sjá bílinn! 8)

Author:  twitch [ Fri 20. Jul 2012 11:08 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 rondell komið undir :)

flottur!! 8)

Author:  agustingig [ Fri 20. Jul 2012 17:31 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 rondell komið undir :)

Droppaðu honum nú almennilega og tuck-aðu þessu í rusl! :D

Author:  bErio [ Fri 20. Jul 2012 23:46 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 rondell komið undir :)

Geðveikur

Author:  birkirfs [ Sat 21. Jul 2012 20:13 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 rondell komið undir :)

takk fyrir það koma betri myndir þegar gula fíblið lætur sjá sig aftur :D

Author:  zodiac25 [ Thu 15. Nov 2012 12:27 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 rondell komið undir :)

Rosalega er hann orðinn flottur á rondell felgunum :thup:, ertu búin að koma m50 manifoldinu í ?

Author:  birkirfs [ Tue 18. Dec 2012 16:21 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 rondell komið undir :)

takk fyrir það:),m50 manifoldið fer í i vetur

Author:  bjarkibje [ Wed 19. Dec 2012 16:28 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 rondell komið undir :)

flottur þessi, þú ætlar ekkert í ///M lúkk eða ?

Author:  birkirfs [ Wed 19. Dec 2012 17:06 ]
Post subject:  Re: Bmw e36 323 1995 rondell komið undir :)

er að leita að m stuðaranum:D síðan er hann að fara í sprautun og mótor upptekt núna:D

ef einhver laumar á
m stuðara og roof spoiler þá má hann láta mig vita

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/