Datt í hug að koma með nokkra punkta varðandi myndatökur
1: Spáið aðeins í "regnhlífunum" sem tvístra ljósinu hjá pró ljósmyndurum, ský á lofti virka nákvæmlega eins og það er því langbest að taka myndir þegar það er skýjað.
2: Gott er að nota timera a myndavélum til að taka alveg "still" myndir. Nóg er að stilla vélinni upp á einhvern stein eða box og setja timerinn á..
3: Síðan er þægilegt að hafa þrífót..
4: Ekki eltast við þessi endalausu megapixel, gæðin liggja oftar en ekki í linsunum. Það nást betri myndir (á þeim vélum sem ég hef kynnst) í 3 megapixlum með góðri linsu heldur en 5 megapixla "pocket vél" með nálaraugalinsu.
5: Oft eru endurkast á flötum ruglandi. Mörg ljós og glampar geta virkað klaufalegir á myndum.... Einnig t.d. merkingar á bílastæðum o.fl. koma ekkert sérlega vel út sem speglun á hurðinni
6: Það er yfirleitt betra að taka mynd svolítið langt frá , svo myndin verði ekki "kúpt", helst að súma eins mikið inn og nota timerinn..
6: Ekki gleyma að taka myndir af bílunum ykkar !! Alltaf gaman að skoða þær á efri árum þegar maður fær engu ráðið lengur um hvernig bíl á að kaupa hehe

Minns er aðeins að vinna við ljósmyndun og er mikið að taka utandyra, þessir punktar eru fínir svona til að byrja með.
