Jæja, fyrsti bimminn kominn í hús
Um er að ræða BMW E34 535i sem eflaust einhverjir kannast við. Kristján (Kristjan535) reddaði mér þessum bíl sem var kramlaus. Hann ásamt Markúsi (sosupabba) og Geir settu mótor, kassa og drif úr MP-616 sem Kristján átti ofani í þenna bíl og gerðu hann keyrsluhæfan.
Ég flaug suður föstudaginn 31 jan. til að ná í bílinn. Stoppaði í rúma viku til að græja hitt og þetta í bílinn og keyrði síðan heim sunnudaginn 9 feb.
BMW E34 535i
Árgerð: 1990
Akstur: 289.XXX
Vél: M30B35
Skipting: BSK.
LSD 3.64
Myndir koma við næsta tækifæri en bíllinn bíður þess að komast í upphitaða aðstöðu á næstu dögum.
Þangað til, takk og bless!
