Það hringdi einhver dóni í mig um daginn og keypti E39 bílinn minn af mér
Mig var farið að langa í station bíl, og setti budgetið innan velsæmismarka!
Um leið og pappírsvinnan var afstaðin með söluna á E39 hringdi ég í Aron Andrew og vildi fá að prófa ix-inn sem hann hafði auglýst til sölu, hann var fyrstur á þokkalegum lista sem ég hafði útbúið mér.
Öðlingurinn/sölumaðurinn Aron Andrew ákvað að lána mér bílinn bara, leyfa mér bara að fara á honum heim og svona.
Daginn eftir var ég búinn að keyrann 90km og brosað allan tímann
Skellti bílnum á lyftu og sá að bíllinn er heill og góður. Hringdi þá í Aron og gekk frá kaupunum án þess að skoða nokkurn annan bíl
Nóg af blaðri, hér er gripurinn:
(Ristavélamyndir)


Innrétting: (Veit ekki hver tók þessar myndir, sennilega Andrew)


Fékk hann með míglekri stýrismaskínu, en önnur fylgdi með í kaupunum, búinn að henda henni í,
legg langt frá olíublettunum núna og þykist ekkert vita
Bíllinn er skemmtilega búinn, og ber þá helst að nefna innréttinguna, lúgurnar, gardínurnar! og ógleymdum toppgrindarbogunum, sem ég fæ mig ekki til að taka af
Það er slatti af smáatriðum að bílnum sem ég mun dunda mér við bara, liggur ekkert á með nein þeirra, nema öxulhosuna sem er farin, ef einhver liggur á ónotaðri innri hosu að framan í svona bíl má sá hinn sami láta mig vita.
Það sem liggur helst fyrir er:
hækkann að aftan

og mögulega setja undir hann dálítið hærri dekk í leiðinni
Finna tengdamömmuboxi á bogana
Finna mér dráttarbeisli undir hann

(liggur reyndar ekki á)
Í lokaorðum:
Það er fáránlega gott að keyra þennan bíl!!!!! Svo gott í raun að ég sakna E39 530i eiginlega ekkert

Nema þegar ég gef í

Fyllti hann, keyrði 99,2km og fyllti aftur á sömu dælu, 15,14ltr fóru á hann, ekki hægt að kvarta yfir því með tæp 1800kg ssk og 4wd í huga, ég er hins vegar nokkuð viss um að þessi bíll muni sýna mér 17-19 ltr þegar fram líða stundir

Svo fann ég 500kall, -->góð saga!
_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,