bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E32 750iL 92' Macaoblau - Kaffivélin https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=56120 |
Page 1 of 28 |
Author: | sosupabbi [ Sun 15. Apr 2012 03:37 ] |
Post subject: | E32 750iL 92' Macaoblau - Kaffivélin |
Var að fá þennan fína og svotil ryðlausa 750iL hjá honum Danna, gífurlega heill og HLAÐINN aukabúnaði Rafmagn í öllum sætum Tvöfaldar rúður Hiti og bakstuðningur í framsætum Rafmagn í öllum rúðum Sjálf dimmandi speglar Rafmagns afturgardína og manual hliðagardínur BMW GSM Forhitari með sér rafgeymir í skottinu S/K Fjöðrun með lækkun Buffaló leður(miðjustokkur og hurðaspjöld líka) HiFi Harman hljóðkerfi Individual litur(Macaoblau) Orginal Shadowline Cruise Control Alveg gjörsamlega að drukkna í aukabúnaði þessi bíll og þar af leiðandi nóg af dóti til að bila Planið með þennan er nú frekar hógvært en hann fékk endurskoðun útá spindilkúlu, þokuljós og stefnuljós, búið að fá varahluti í það svo hann fær 13 miða í vikunni , svo verður hann tekinn af númerum og skveraður fyrir sumarið. Tók hann í dag og djúphreinsaði og bar vel af feiti á leðrið og þreif hann lauslega en hann fer í mössun og bón á miðvikudaginn. Felgubúnaður er nú ekki merkilegur en það stendur til að bæta úr því en ég fæ undir hann sett af annaðhvort rondell 58 eða bjahja felgum. Svo þarf að tengja útvarpið í hann, laga rafmagnið fyrir farþega sætið, rafmagnið í afturrúðu farþega megin og svo er eitthvað bölvað skröllt í honum sem eltir snúninginn á vélinni(vonandi bara laust púst hlíf eða eitthvað álíka) ofl smá dútl. Er ekki búinn að taka neinar myndir af honum enda bara ný búinn að fá hann í hendurnar en ég fann hérna gamlar myndir úr söluauglýsingu sem mig langar að nota í leyfisleysi(skal fjarlæga ef eigandi vill ekki hafa þær hérna) Það eru kominn splunku ný Chrome nýru framan á bílinn svo það er kominn smá contrast í framendan á honum. |
Author: | Geir-H [ Sun 15. Apr 2012 03:55 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
Bara flottur, skoðaði hann þegar að hann var auglýstur með þessum myndum. |
Author: | Fatandre [ Sun 15. Apr 2012 09:47 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
Flottasti litur sem hægt er að fá á BMW |
Author: | Helli [ Sun 15. Apr 2012 13:33 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
Gamli bílinn minn . Til hamingju með bilinn , gaman væri að sjá nýjar myndir af honum . |
Author: | hrabbi123 [ Sun 15. Apr 2012 20:55 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
Sammála fyrri ræðumanni, væri gaman að sjá mynd af honum í dag á hinum felgunum.. en innilega til hamingju með gullfallegan bíl Markús og farðu að koma þér austur svo maður fái að skoðann ! kv Hrafn Sig |
Author: | BMW_Owner [ Sun 15. Apr 2012 21:23 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
velkominn í IL crewið |
Author: | sh4rk [ Sun 15. Apr 2012 21:28 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
Virkilega flottur en ég vona að það sé búið að taka þetta angel eyes úr bílnum |
Author: | sosupabbi [ Sun 15. Apr 2012 23:02 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
sh4rk wrote: Virkilega flottur en ég vona að það sé búið að taka þetta angel eyes úr bílnum Þakka fyrir, en angel eye ljósin verða áfram í bílnum og víkja ekki nema að ég finni hella dark sett, en það er mjög aftarlega á to-do listanum, almennt finnst mér angel eyes fara E34/E32/E30 mjög illa en þessi einhvernveginn kemst upp með það, kem með nýjar myndir af honum þegar ég er farinn að gera eitthvað að viti við hann |
Author: | saemi [ Sun 15. Apr 2012 23:45 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
Lítur einkar smekklega út. Sammála með ljósin, þau sleppa miðað við hvernig þetta kemur út á myndinni. Yfirleitt er þetta forljótt, en á myndinni gengur þetta næstum upp |
Author: | Danni [ Mon 16. Apr 2012 11:23 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
Þetta gengur alveg upp á þessum! Verð að viðurkenna að ég er ekki mikill fan af svona á þessum body-um. En það er samt eitthvað svo cool að sjá þetta á þessum bíl. Ég hlakka til að sjá hvað þú gerir við hann, þessi bíll á mjög mikið inni! Einstaklega gott eintak sem þarf ekki mikið til að verða einn af, ef ekki sá flottasti E32 hérna á skerinu! |
Author: | -Hjalti- [ Mon 16. Apr 2012 11:40 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
flottur Markús |
Author: | Sarot [ Tue 17. Apr 2012 02:25 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
Nice. Gaman að sjá að þú hafir ekki gefist upp á E32 |
Author: | sosupabbi [ Tue 17. Apr 2012 21:31 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
Jæja, þá er það staðfest, þessi fær smur á mótor og drifi á morgun, ásamt mössun og bóni og vonandi smá auka dútli(laga útvarp og þess háttar ef tími gefst) og WOKKE tölvukubbar, sem eiga að gefa samkvæmt Wokke að gefa auka 37hp og 80nm! og ég get staðfest að þeir muna helling þessir þar sem ég setti þá í HAMAR á sínum tíma , svo verður kíkt austur í landeyjar á fimtudaginn og náð í sett af Rondell 58 hjá kristjáni 535 |
Author: | Benzari [ Wed 18. Apr 2012 00:49 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
sosupabbi wrote: Það eru kominn splunku ný Chrome nýru framan á bílinn svo það er kominn smá contrast í framendan á honum. miklu flottara |
Author: | Geir-H [ Wed 18. Apr 2012 11:09 ] |
Post subject: | Re: E32 750iL 92' Macaoblau |
Ætlaru ekki að fara að setja inn nýjar myndir af honum? |
Page 1 of 28 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |