bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW e36 323i [ HAFFI ]
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=55740
Page 1 of 3

Author:  HaffiG [ Wed 21. Mar 2012 20:36 ]
Post subject:  BMW e36 323i [ HAFFI ]

Sælir félagar.

Jæja, ég keypti mér þennan forláta e36 323i sem sennilega flestir hérna kannast við, en ökutækið sem um ræðir er gamli bjahja. Ég er með ýmis plön fyrir bílinn enda góður bíll sem getur orðið mun betri! Ég ætla allavega að taka upp þráðinn þar sem Bjarni skildi við hann og halda áfram að græja og gera!

Want-to-do listinn er á þessa leið (ekki í réttri röð):

- Mtech all the way
- Makeover á innréttingu, örvæntið ekki, grænu sætin munu sitja sem fastast!
- Ljósar filmur
- Smókuð stefnuljós að framan og í brettin.

... og eitthvað sniðugt, en til að byrja með mun ég laga smáatriði í vélinni og klassa upp lakkið, laga smá "sjóselturyð" og þetta klassíska rafgeymaryð í skottinu. Svona áður en ég missi geyminn út, haha!

En hérna er útbúnaðarlistinn úr auglýsingunni frá Bjarna:
Quote:
4 dyra
Cosmosschwarz
5 gíra beinskiptur
Rafdrifin topplúga
Rafdrifnar rúður að framan
Græn hálfleðrur innrétting
Alcantara gír og handbremsu poki með grænum saumum

M-tech framstuðari
Orginal ZKW projector ljós
6k xenon í aðalljósum
10k xenon í háu ljósunum
hvít stefnuljós að framan og aftan
Rieger þakspoiler

M50 manifold
M3 púst, enginn hvarfi
Ecis CAI
Nýlegur vatnskassi

UUC lightweight flywheel
E34 M5 kúpling
UUC Evo3 short shift kit
UUC Swaybavarian stillanleg swaybars að framan og aftan
3.23 USA m3 LSD
Raceland Coilovers
KW 60/40 gormar og demparar fylgja með líka
E46 330 bremsur með brembo boruðum diskum og hawk klossum.

Rial Gs 17x8 felgur - svartar með gulri rönd


Ein gömul frá Bjarna:
Image

Ein frá mér síðan áðan, skellti xenon í hann aftur en á eftir að uppfæra stöðuljósin í stíl. Annars er planið að setja önnur ljós í hann fljótlega, en það kemur allt saman í ljós.
Image
og já, þetta ///M merki þarna á grillinu á örugglega eftir að verða umdeilt, en ég fann þetta í skottinu og tillti þessu þarna ;)

Stay tuned! :thup:

Author:  gardara [ Wed 21. Mar 2012 21:12 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Til lukku!

Hvernig var það annars, var ekki búið að versla eitthvað túrbó lúrbó í þennan?

Author:  Grétar G. [ Wed 21. Mar 2012 23:01 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Til lukku með bílinn,, vel flottur bíll af E36 að vera ;)

En að vera með ///M merki á non ///M bíl er bara sorglegt.

Author:  gardara [ Wed 21. Mar 2012 23:12 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Grétar G. wrote:
Til lukku með bílinn,, vel flottur bíll af E36 að vera ;)

En að vera með ///M merki á non ///M bíl er bara sorglegt.



Sorglegra en ///M stuðari á non ///M bíl? :)

Nei annars er ég ekki hrifinn af ///M merkjum eða bara merkjum yfir höfuð, debadge alla leið.

Author:  Nonni325 [ Wed 21. Mar 2012 23:25 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

þessi er ekkert nema flottur, til hamingju með hann :thup:

Author:  maxel [ Thu 22. Mar 2012 00:27 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Til hamingju, en þessi innrétting er viðbjóður og hefur alltaf verið sorglegur hlutur við flottan bíl að mínu mati.

Author:  bjahja [ Thu 22. Mar 2012 06:57 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Vá hvað er skrítið að sjá hann með annað númer :lol:
En ég hlakka til að sjá þig koma honum aftur í toppstand :D

Author:  jens [ Thu 22. Mar 2012 07:29 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Til lukku með bílinn, hef alltaf verð hrifinn að þessum bíl og innréttingin er sú flottasta sem ég hef séð í E36. (punktur)

Author:  Misdo [ Thu 22. Mar 2012 11:46 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Alltaf fundist þessi mjög flottur, Yrði fullkiminn með annari innréttingu þó

Author:  HaffiG [ Thu 22. Mar 2012 23:59 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Hversu margir af þeim sem fíla ekki innréttinguna hafa séð hana með berum augum? Mér persónulega fannst hún ógeðsleg á myndum, en ég fíla hana í botn eftir að ég er búinn að venjast henni. Skemmtilega öðruvísi og gefur bílnum skemmtilegan karakter. Svo er þetta alveg örugglega eini svona bíllinn á landinu með svona innréttingu! Ég ætla þó að losa mig við þetta græna teppi þar sem það er bæði of grænt og svo er það rifið og leiðinlegt. :thup:

En þið getið alveg andað rólega yfir þessu merki, það er ekki komið til að vera í bráð allavega. Tillti þessu nú bara þarna uppá gamanið, en það tollir ekkert þarna. Væri samt gaman að vita hvað planið var með þetta merki ;)

Author:  jonthor [ Fri 23. Mar 2012 10:16 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Finnst nú aðallega sorglegt að hrauna almennt yfir þennan eðalbíl. Innrettingin er hluti af sjarmanum.

Til lukku með góðan bíl.

Author:  ANDRIM [ Fri 23. Mar 2012 10:18 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

til hamingju með þennan ;)

Author:  Mazi! [ Fri 23. Mar 2012 14:28 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Gaman að sjá þennan í góðum höndum


og þessi innrétting er geggjuð! 8)

Author:  HaffiG [ Fri 23. Mar 2012 18:28 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

Takk fyrir það strákar :mrgreen:

Fór í dag í VIP og keypti mér led perur í stöðuljósin sem eru í stíl við xenonið, þokkalega gott stuff :thup:

Author:  bimmer [ Fri 23. Mar 2012 19:11 ]
Post subject:  Re: BMW e36 323i [ HAFFI ]

jonthor wrote:
Finnst nú aðallega sorglegt að hrauna almennt yfir þennan eðalbíl. Innrettingin er hluti af sjarmanum.

Til lukku með góðan bíl.


Þessi innrétting er umdeild og þegar maður er með eitthvað umdeilt í höndunum verður
maður bara að vera viðbúinn umræðum um það og að það sé ekki bara einhver jákór.

Það er gott að þessi bíll sé kominn í góðar hendur, óska Haffa til hamingju.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/