Keypti mér þennan um daginn undir fjölskylduna.
Ég er ekkert smá sáttur með að skipta úr VW touran yfir í E39 Touring, reyndar hentaði Touraninn betur í fjölskylduna á þeim tíma en nú eru eldri stelpurnar orðnar stærri og þurfa sæti sem eru minna um sig

Þessi bíll er ekinn núna um 123 þúsund, útbúinn m52b20tu mótor með double vanos kerfi og steptronic sjálfskiptingu. Hann kemst alveg áfram í venjulegri umferð og er fínn á ferðinni... alls enginn spyrnugræja hehe.
Liturinn er alpinweiss III og er alveg hrikalega flottur imho, er alveg að metaa að eiga hvítan e39. Svört innrétting með tausætum, áklæðið kallast STOFF RIPS DIAGONAL/ANTHRAZIT (F4AT) samkvæmt fæðingarvottorðinu og eru líka dökkir viðarlistar.
Hann er ekkert að drukkna í aukabúnaði en það helst er loftkæling sem svínvirkar, glertopplúga, krús control ásamt hita í stýri og sætum.
Ýmislegt sem var og er að bögga hann, m.a Logaði airbag ljósið þegar ég fékk hann, það hafði komið einu sinni villa á það sem var ekki til staðar þegar það var lesið af honum uppí eðalbílum og var hún núlluð út og hefur ekki komið aftur

Einnig logar ABS ljósið, spólvörnin og hraðamælirinn virkar ekki.. sennilega er það abs skynjari að aftan sem er farinn.. minnir að það sé bílstjórameginn að aftan. Er búinn að panta nýjan skynjara og vonast til að þetta detti í lag við að skipta um hann, annars gæti mögulega þurft að rebuilda abs moduleið en það kostar um um 120$ útí usa. Frambremsuklossarnir voru líka búnir og ballansstangar endarnir haugslitnir - búið að skipta um það

Svo þarf ég líka að skipta um dempara að framan en það er í vinnslu.
Virkilega góður bíll sýnist mér þegar búið er að laga þessu litlu galla, en bara gaman að brasast aðeins í þessu

Plön fyrir hann eru nokkuð basic
Facelift framljós með angel eyes og xenon - búinn að panta svoleiðis frá depo með svörtum botni
Clear stefnuljós í brettum - búinn að panta depo crystal clear smókuð
red/clear afturljós eða LED facelift
Nýjar númerplötur - pantaði 2 stk í morgun
E39 m5 framstuðara
E39 touring mtech afturstuðara
Shadowline
Aðrar felgur - 18"
Nokkrar myndir af honum sem ég tók áðan



Þessi skotthleri er algjör snilld


Og fæðingarvottorðið
VIN long WBADR21040GT31265
Type code DR21
Type 520I (EUR)
Dev. series E39 (2)
Line 5
Body type TOUR
Steering LL
Door count 5
Engine M52/TU
Cubical capacity 2.00
Power 110
Transmision HECK
Gearbox AUT
Colour ALPINWEISS 3 (300)
Upholstery STOFF RIPS DIAGONAL/ANTHRAZIT (F4AT)
Prod. date 1999-10-08
Order options
No. Description
248 STEERING WHEEL HEATING
283 LT/ALY WHEELS BMW STYLING II
320 MODEL DESIGNATION, DELETION
403 GLAS ROOF, ELECTRIC
413 LUGGAGE COMPARTMENT NET
428 WARNING TRIANGLE
431 INTERIOR RR VW MIRROR W AUT ANTI-D
438 WOOD TRIM
494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER
534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING
540 CRUISE CONTROL
665 RADIO BMW BUSINESS
801 GERMANY VERSION
863 EUROPE/DEALER DIRECTORY
879 GERMAN/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET
915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION
Series options
No. Description
202 STEPTRONIC
548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING