bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW E36 318is Coupe - Uppfært 3.4.2012 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=54889 |
Page 1 of 5 |
Author: | gunnar [ Mon 23. Jan 2012 00:38 ] |
Post subject: | BMW E36 318is Coupe - Uppfært 3.4.2012 |
Ákvað að henda inn þræði með nýjasta bílnum í flotanum sem ég eignaðist fyrir jól. Ég held að flestir meðlimir BMWKrafts þekki þennan bíl ágætlega, búinn að eiga nokkra eigendur sem eru BMW menn og þ.á.m Gunni formaður. Kaupi bílinn af honum rockstone hér á spjallinu. Bíllinn var þá ekki almennilega gangfær eftir að M50B20 mótor hafði verið swappað í hann. Þetta voru nú hálfgerð skyndikaup og ekki var alveg vitað fyrirfram hvað ætti að gera við bílinn og hver plönin væru. Ég og Axel Jóhann byrjuðum á því að skoða M50B20 mótorinn og var reynt að fá þann mótor í gang, sem gekk ekki eftir. Mótortölvan var skemmd og rafkerfið í bílnum var einnig ekki rétt. Það var þá tekin ákvörðun í hálfgerðu gríni hvort það væri ekki bara einfaldast að rífa þennan mótor úr og swappa bara B25 í þetta. Daginn eftir var ég búinn að versla mótor af Sæma og farinn að skrúfa hinn mótorinn úr. Verið að byrja losa allt framan af bílnum og gera tilbúið til að fjarlægja mótorinn. Verulega skítugur vélarsalurinn. Það átti líka eftir að breytast talsvert. Liturinn á bílnum að mínu mati alveg hrein unun, ein af helstu ástæðunum af hverju ég kaupi bílinn. Framendinn kominn af bílnum. Ég kaupi bílinn felgulausan þannig ég setti orginal E36 felgur sem ég átti undan Touring undir bílinn. Vægast sagt ósmekklegt ![]() Mótorinn að fara upp úr. B20 komin úr. Þá var hafist handa við að þrífa og skvera vélasalinn. Gírkassinn tekinn og skveraður til. Skipt var um pakkdós í honum í leiðinni sem einmitt var að leka. ![]() Fann örlítið ryð þar sem boxið undir rafgeymirinn hvílir. ![]() Byrjaður að pússa þetta á alla kanta. Kominn grunnur á. ![]() Lakk komið, kaus bara að hafa þetta einfalt og málaði þetta svart. Þreif vélarsalinn enn betur. ![]() ![]() Svo var farið í að skvera M50B25 mótorinn. Upphaflega kom hann í Ix bíl þannig við þurftum að spaða allt neðan af honum og skipta um pönnu og pickup. ![]() Farinn að preppa mótorinn. Byrjaði að slípa blokkina Komin hitaþolin málning á blokkina. ![]() Tók ventlalokið örlítið í gegn líka. ![]() ![]() Skveraði líka alternatorinn. Sullaði líka smá lakki á startarann. Farinn að raða utan á mótorinn. Tók olíussíuhúsið og blingaði það. Prufaði svo að pólera lokið ofan á því. kom ágætlega út bara. Tók mig til og fjarlægði mótorplast af ströttunum , veit ekki hvernig þetta endaði þarna en þetta var voðalega subbulegt. Lúkkaði einhvern veginn svona eftirá. Mótor og kassi komin saman. Settum einnig nýja púststödda í blokkina. Hinir voru alveg búnir. Verið að máta rafkerfið við. Þurftum að nota Ix rafkerfið þar sem ekkert rafkerfi var til staðar sem passaði. Náðum að lengja í því til að fá það til að ganga á endanum. Smá flækja. Svo var farið að slaka mótornum á sinn stað. Mótorinn að verða klár. Komið gott í bili, set inn fleiri myndir af ferlinu á morgun. Gunnar |
Author: | rockstone [ Mon 23. Jan 2012 00:42 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
Flottur ![]() |
Author: | Aron [ Mon 23. Jan 2012 00:43 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
Glæsilegt, hlakka til að sjá þetta saman komið. |
Author: | Ásgeir [ Mon 23. Jan 2012 00:49 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
Mega mikið kúl! ![]() |
Author: | ford's [ Mon 23. Jan 2012 00:57 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
. |
Author: | einarivars [ Mon 23. Jan 2012 00:58 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
akkurat það sem þessum bíl vantaði b25 ![]() vel gert ![]() |
Author: | Dagurrafn [ Mon 23. Jan 2012 01:04 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
einarivars wrote: akkurat það sem þessum bíl vantaði b25 ![]() vel gert ![]() 2x verður geggjaður! |
Author: | maxel [ Mon 23. Jan 2012 01:40 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
Flott uppfærsla á flottum bíl |
Author: | Danni [ Mon 23. Jan 2012 02:16 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
Einn af uppáhalds E36-unum mínum á landinu! Bara ánægður með þig að redda honum svona ![]() |
Author: | gardara [ Mon 23. Jan 2012 02:36 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
Stórglæsilegt! Gott að sjá þennan í góðum höndum! |
Author: | jens [ Mon 23. Jan 2012 07:28 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
Stórglæsilegt ![]() |
Author: | Fatandre [ Mon 23. Jan 2012 07:58 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
Þetta er alvöru. ![]() |
Author: | Aron Fridrik [ Mon 23. Jan 2012 09:09 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
Job well done ! ![]() |
Author: | bimmer [ Mon 23. Jan 2012 09:19 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
Allt að gerast!!! ![]() ![]() |
Author: | fart [ Mon 23. Jan 2012 09:49 ] |
Post subject: | Re: BMW E36 318is Coupe |
VEL GERT! ![]() |
Page 1 of 5 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |