Jæja þá er hægt að segja að maður sé hole again. Þennann átti ég fyrir 3 árum, sökum lítins áhuga var hann seldur óþarflega snemma en nú er öldin önnur , Keyptann aftur og nú for good. Hef ætíð séð eftir honum, hlakka til að fara að vinna í honum og gera hann fínann aftur

Náði í hann á föstudaginn síðastliðinn , ekkert voðalega fallegur að sjá en hann leyndi á sér undir öskunni og 3 ára daprar meðferðar . þreif hann ögn og komst að því að ryðlaus er hann að mest öllu leiti nema smá yfirborðsryð neðst í falsinu á afturhurð hægra meginn, fyrri eignanda tókst að skemma á honum M5 stuðarann að framan og toppaði málið með að henda honum og setja venjulegan e34 stuðara í staðinn. EF einhver á svona M stuðara þá langar mig í hann. Vél er í fínu standi malar fínt og skilar sýnu . gírkassi er ágætur og drif í lagi .
Nú bara að laga hann örlítið til og dekra slatta við hann og sjá svo hvort hann nær ekki fyrri hæðum .
mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með fyrir og eftir myndum þegar ég byrja á þessu .