bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Herra13 ;) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=5486 |
Page 1 of 2 |
Author: | Herra13 [ Thu 15. Apr 2004 09:06 ] |
Post subject: | Herra13 ;) |
Jæja, einhver ætti nú að kannast við þennan, en ég er nýlega búinn að fá hann í hendurnar, vélin er ekki ónýt í honum en það er líklegast of dýrt að gera við hana... svo að ég ákvað að kaupa 325ETA vélina af Rúnari og hafði hugsað mér að skella henni í bílinn, lílkegast um helgina... stefnan er að sprauta bílinn svartan á næstunni auk þess sem ég er kominn með 17" felgur fyrir hann ![]() ![]() btw, þetta er ómerkilegur póstur þar sem ég er í vinnunni og hef ekker betra að gera ![]() Kveðja, Ásgeir H. Ásgeirsson |
Author: | Jss [ Thu 15. Apr 2004 09:07 ] |
Post subject: | |
Gaman að heyra að það er verið að gera eitthvað skemmtilegt með þennan bíl. ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 15. Apr 2004 09:08 ] |
Post subject: | |
Flottur bíll og ætti að hreyfast ágætlega með ETA vélinni - en mér finnst þessi litur mjög flottur... PS, ég er alveg að klikkast á mínum svarta, veit ekki hvort ég hef úthald í fleiri svarta bíla en tími ekki að láta heilsprauta þetta ![]() |
Author: | gunnar [ Thu 15. Apr 2004 09:35 ] |
Post subject: | |
Erfitt að halda svörtum bíl hreinum meinaru þá ? bón og svona.. ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 15. Apr 2004 09:38 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: Erfitt að halda svörtum bíl hreinum meinaru þá ? bón og svona..
![]() ALGJÖR KVÖL OG PÍNA! |
Author: | gunnar [ Thu 15. Apr 2004 09:59 ] |
Post subject: | |
Það er ekkert annað.. ![]() ![]() Maður er einmitt að spá í einum svörtum með fallegu lakki. |
Author: | bebecar [ Thu 15. Apr 2004 10:06 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: Það er ekkert annað..
![]() ![]() Maður er einmitt að spá í einum svörtum með fallegu lakki. Fallegt eða ekki fallegt lakk - skítsælasti litur í heimi... En það er kannski öðruvísi hjá mér því ég nota bílana kannski frekar mikið og þeir eru oft skítugir hjá mér því ég hef ekki þrifaaðstöðu heima hjá mér. Þetta fer dálítið í taugarnar á mér - en auðvitað er HREINN svartur bíll stórglæsilegur.... |
Author: | Herra13 [ Thu 15. Apr 2004 13:04 ] |
Post subject: | |
mér finnst pesónulega að e30 bílarnir líti best út svartir ![]() ![]() Stefnan er að fara í og klára vélaskiptin um helginaog vonandi keyra bílinn frá skúrnum undir eigin vélarafli, hehe ![]() ps. Omg hvað það er lítið að gera hérna *leiðist* |
Author: | Leikmaður [ Thu 15. Apr 2004 14:35 ] |
Post subject: | |
..síðan er um að gera að sprauta hann með lágmarki tveim umferðum af glæru, fá almennilegan gljáa ![]() Þeir eru víst í því svoldið með þessa sýningarbíla úti, sprauta nógu andskoti mikið af glæru og þú speglar þig í þeim..... |
Author: | Herra13 [ Thu 15. Apr 2004 15:33 ] |
Post subject: | |
Ég haði hugsað mér að lágmarki 4 umferðir af glæru ![]() ![]() |
Author: | Benzari [ Thu 15. Apr 2004 17:31 ] |
Post subject: | |
Þetta er mjög flottur litur á E30 ![]() |
Author: | Aron [ Thu 15. Apr 2004 19:45 ] |
Post subject: | |
Spurning hvort að hann heiti áfram herra13 eftir þetta? |
Author: | Herra13 [ Thu 15. Apr 2004 19:56 ] |
Post subject: | |
Á ég ekki að mála hvítan hring á húddið með tölunni 13 fyrir miðju? ![]() |
Author: | arnib [ Fri 16. Apr 2004 09:24 ] |
Post subject: | |
Aron wrote: Spurning hvort að hann heiti áfram herra13 eftir þetta?
Hann missir óneitanlega hluta af sál sinni við þessar tilfæringar, en ég meina, það hlýtur að koma ný sál með nýju hlutunum. Fyrir utan það þá er ekki verið að fara að skipta um númer á honum ![]() |
Author: | Herra13 [ Fri 16. Apr 2004 11:02 ] |
Post subject: | |
Kannski er bara kominn tími á þetta hjá honum ![]() Cylinder 2 er dautt. :S |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |