| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| BMW 730i e32 1987 uppdate bls 4 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=54684 |
Page 1 of 5 |
| Author: | haukur94 [ Tue 10. Jan 2012 12:39 ] |
| Post subject: | BMW 730i e32 1987 uppdate bls 4 |
Jæja, þá er ég loksins að búinn að gera þráð Ég ákvað að kaupa mér BMW 730i e32 1987 í nóvember 2011, fyrsti bíllinn minn! Var alveg himinlifandi fyrstu tvo dagana og var non stop á rúntinum. Það endaði það með því að ég var að keyra niður Laugarveginn og hann ofhitnaði. Það vantar mikið uppá að þessi bíll verður drossían sem hann áður var, en ég ætla að gera mitt besta við að koma honum í stand. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í nóv ![]() Það var einhver fáviti sem reyndi að stela þessum lista, nú þarf ég að kaupa nýjan og mála þá alla uppá nýtt ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Pínu skítugur vélarsalurinn ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Vantar kanski pínu í þennan kassa ![]() ![]() Þetta var ein af rifnu hosunum Hérna eru stærri myndir ef þið hafið áhuga http://www.flickr.com/photos/74006663@N02/?saved=1 Fæðingarvottorðið ![]() Hér er listin yfir hlutonum sem ég er búin að gera og það sem er eftir. viftureimskúpling ; Búin að setja í Lofthosa ; Búin að setja í Loftflæðisskynjari ; búin að kanna, í fínu lagi hedd/heddpakning ; skoða nánar sem fyrst olíuleki ; ekki mikilvægt í bráð, lekur bara aðeins úr pönnupakningunni frostlög ; engin frostlög, verð að setja í um leið og hann er að fara í hurðaréttingu þar sem hann mun líklega standa úti vacuum leki, 2x hosur ; Búin að setja í bensínlokarunitið ; brotin festingin, þarf að redda þessu sem fyrst, er alltaf að rispa inní þegar ég opna til að dæla. getur valdið ryði í frammtíðinni. rúðuþurkur ; þarf að skipta um, eru gagnslausar í ringningu allt tengt bremsum ; nýjir klossar, þarf að fara yfir allt og skipta út því sem er orðið gamalt dekk ; duga mér til næsta haust, svo fer hann í skúrin þannig að ég fjárfesti í nýjum dekkjum vorið 2013 lakk, ryð, chromelistar, viðarpanelarnir ; láta ryðbæta fyrir sumarið, og massa hann upp. það má líka snyrta felgurnar.svo má skipta um frammlistan og snda og mála þá aftur.lakka viðin inní bílnum baksýnisspeglar ; ekki hægt að stilla hliðarspegla, ekki mikilvægt strax. baksýnisspegill, ekki á sínum stað, þarf að redda því sem fyrst. bílstjórasæti ; laga bakhlutan, getur dottið af (einhver festing brotin) pumpur sem halda uppi húddi ; þarf að skipta um allavega eina þeirra. tappi á forðabúrið ; kostar 495,- sæki við fyrsta tækifæri. vatns og bensíndæla ; ekki mikilvægt strax, en þar sem að hann er viðkvæmur fyrir ofhitnun þá má líta á þetta. innrétting ; fín, þarf kanski að fara í hreinsun, og það vantar nokkra sauma á sumum stöðum. tók líka eftir að það vantar 2, 3 innréttingaskrúfur í skottfóðringunni, spurning hvort það er á öðrum stöðum. ljós ; lekur inná afturljósin, kaupa ný með dekktum bakk, og stefnuljósarflötum. svo má líka skipta í glær stefnuljós að framan. Bístjórahurð laus (pínu skökk og föst í lás) ; ætla að senda hann í b&l eða tækniþjónustu bifreiða eftir næstu mánaðarmót og láta laga þetta (fremri farðegahurð er heldur ekki uppá sitt besta) . set hann í greiningu í leiðinni til öryggis. Núna er bara að vona að veðrið skánni á næstunni þannig að maður getur farið að vinna í honum Kv, Haukur P.S. ef þið eruð með tillögur fyrir bílin eða eigið eitthvað sem gæti gagnast mér þá er velkomið að láta mig vita |
|
| Author: | srr [ Tue 10. Jan 2012 18:21 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i 1987 |
Í fyrsta lagi,,,,til lukku með fyrsta bílinn. En það er nokkuð sem þarf að leiðrétta,,,,,,,, haukur94 wrote: viftureimar ; ekki komið Viftureimin er nýhaukur94 wrote: bensínlokarunitið ; brotin festingin, þarf að redda þessu sem fyrst, er alltaf að rispa inní þegar ég opna til að dæla. getur valdið ryði í frammtíðinni. Getur komið til mín og fengið lok í sama lit, var að eignast svoleiðis haukur94 wrote: allt tengt bremsum ; sem fyrst Þetta er nú ekki rétt, ég setti nýja klossa í hann að framan og liðkaði upp bremsudælurnar að framan. haukur94 wrote: pumpur sem halda uppi húddi ; þarf að skipta um allavega eina þeirra. Getur fengið hvoru tveggja hjá mér,,,,
tappi á forðabúrið ; kostar 495,- sæki við fyrsta tækifæri. |
|
| Author: | haukur94 [ Tue 10. Jan 2012 18:47 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i 1987 |
Já, þetta var bara listinn sem ég átti fyrir sjálfan mig. bæði það sem ég ætla að gera núna og í frammtíðinni. auðvitað ræðst ég í afturbremsurnar fyrst (spiptiru nokkuð um borðana/klossana að framan). annars er frábært að þú eigir rest og ég mæti til þín um leið og veður leifir |
|
| Author: | haukur94 [ Fri 13. Jan 2012 00:00 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
Yess, ég fæ dótið frá skúla á morgun (takk fyrir það skúli það verður góður bílskúrsdagur á laugardaginn btw. ef einhver veit um stað þar sem ég get fengið nýjan chrome lista eða get fengið að laga hann, þá er velkomið að láta vita. |
|
| Author: | kristjan535 [ Fri 13. Jan 2012 00:26 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
hef keyrt þennan bíl þegar hann var á hvolsvelli mega fín bíl |
|
| Author: | haukur94 [ Fri 13. Jan 2012 00:38 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
jamm, hann er fínn þegar hann virkar en veit einhver sögu bílsins? hann var víst influttur 1987 nýr. |
|
| Author: | Danni [ Fri 13. Jan 2012 01:24 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
haukur94 wrote: jamm, hann er fínn þegar hann virkar en veit einhver sögu bílsins? hann var víst influttur 1987 nýr. Fluttur inn nýr í apríl 1987 af Sævari Karli Ólasyni (http://www.visir.is/saevar-karl-og-fru- ... 9665042953) og átti hann bílinn í 10 ár. Þá tekur B&L hann uppí annan bíl. Mánuði seinna, eða í október 1997, kaupir maður frá Höfn bílinn og átti hann í 2 ár eða til ágúst 1999. Þá kaupir maður í Reykjavík bílinn og átti hann alveg þangað til hann bilaði árið 2008. Þá lagði hann bílnum og hann stóð í 3 ár eða til 2011 þegar Skúli kaupir hann, gerir við hann og selur þér hann seinna sama ár kristjan535 wrote: hef keyrt þennan bíl þegar hann var á hvolsvelli mega fín bíl Ekki nema Haukur hafi farið með hann á Hvolvsvöll, þá ertu að fara bílavilt, þar sem þessi bíll bilaði sama ár og þú fékkst bílpróf |
|
| Author: | pattzi [ Fri 13. Jan 2012 02:02 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
Þessi Er svalur |
|
| Author: | haukur94 [ Fri 13. Jan 2012 12:53 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
Danni wrote: haukur94 wrote: jamm, hann er fínn þegar hann virkar en veit einhver sögu bílsins? hann var víst influttur 1987 nýr. Fluttur inn nýr í apríl 1987 af Sævari Karli Ólasyni (http://www.visir.is/saevar-karl-og-fru- ... 9665042953) og átti hann bílinn í 10 ár. Þá tekur B&L hann uppí annan bíl. Mánuði seinna, eða í október 1997, kaupir maður frá Höfn bílinn og átti hann í 2 ár eða til ágúst 1999. Þá kaupir maður í Reykjavík bílinn og átti hann alveg þangað til hann bilaði árið 2008. Þá lagði hann bílnum og hann stóð í 3 ár eða til 2011 þegar Skúli kaupir hann, gerir við hann og selur þér hann seinna sama ár kristjan535 wrote: hef keyrt þennan bíl þegar hann var á hvolsvelli mega fín bíl Ekki nema Haukur hafi farið með hann á Hvolvsvöll, þá ertu að fara bílavilt, þar sem þessi bíll bilaði sama ár og þú fékkst bílpróf fimmti eigandi, ágætt en hvað var það sem fór í honum 2008? er það eitthvað sem ég ætti að passa mig á? |
|
| Author: | Nonni325 [ Fri 13. Jan 2012 13:43 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
Til lukku með bílinn Ég átti svona 730i, bara gaman að keira þessi flikki |
|
| Author: | haukur94 [ Fri 13. Jan 2012 14:11 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
nei, sérstaklega þar sem þetta verð hefur fimmfaldast síðan 2005. það mætti alveg lækka skattana á dropan. með 10% álagningu væri þetta í svon 130-40 kalli |
|
| Author: | srr [ Fri 13. Jan 2012 15:57 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
haukur94 wrote: Danni wrote: haukur94 wrote: jamm, hann er fínn þegar hann virkar en veit einhver sögu bílsins? hann var víst influttur 1987 nýr. Fluttur inn nýr í apríl 1987 af Sævari Karli Ólasyni (http://www.visir.is/saevar-karl-og-fru- ... 9665042953) og átti hann bílinn í 10 ár. Þá tekur B&L hann uppí annan bíl. Mánuði seinna, eða í október 1997, kaupir maður frá Höfn bílinn og átti hann í 2 ár eða til ágúst 1999. Þá kaupir maður í Reykjavík bílinn og átti hann alveg þangað til hann bilaði árið 2008. Þá lagði hann bílnum og hann stóð í 3 ár eða til 2011 þegar Skúli kaupir hann, gerir við hann og selur þér hann seinna sama ár kristjan535 wrote: hef keyrt þennan bíl þegar hann var á hvolsvelli mega fín bíl Ekki nema Haukur hafi farið með hann á Hvolvsvöll, þá ertu að fara bílavilt, þar sem þessi bíll bilaði sama ár og þú fékkst bílpróf fimmti eigandi, ágætt en hvað var það sem fór í honum 2008? er það eitthvað sem ég ætti að passa mig á? Það var skiptingin sem bilaði. Ég og Danni skiptum um skiptinguna og settum nýja A-kúplingu í "nýju" skiptinguna í leiðinni Þessar skiptingar eru viðkvæmar fyrir að vera revvaðar yfir 2000rpm í P eða N. Myndi passa það sérstaklega. |
|
| Author: | haukur94 [ Fri 13. Jan 2012 16:37 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
já, takk fyrir að láta vita ætla kanski eftir 1 eða 2 ár að skipta um vél og fá beinskiptingu. var allavega að kaupa filmur fyrir ljósin ( verður að duga þangað til að ég kaupi ný ljós) og fékk pumpurnar fyrir húddið, forðabúrstappan og bensínlok frá skúla áðan ætli maður fer ekki að stússast í þessu í kvöld eða á morgun |
|
| Author: | haukur94 [ Fri 13. Jan 2012 16:50 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
svo ef ég ætla að fara með hann í hurðastillingu (bílstjórahurðin og farðegahurðin eru skökk á hjörunum veit þá einhver um fagmann sem má semja við? svo er bílsjórahurðin líka föst í lás, veit ekki hvort að vandamálin séu tengd. ætla allavega fyrst að gera við hurðirnar. svo ætla ég líka að fjárfesta í flottum felgum, þannig ef einhver veit um þá er um að gera að láta vita |
|
| Author: | Einarsss [ Fri 13. Jan 2012 17:51 ] |
| Post subject: | Re: BMW 730i e32 1987 |
Ættir nú að reyna tækla að stilla hurðarnar sjálfur.. best að vera tveir að því þó |
|
| Page 1 of 5 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|